Aldrei meiri afgangur af ríkissjóði 24. ágúst 2006 16:03 Ríkissjóður var rekinn með 113 milljarða afgangi á síðasta ári, og hefur aldrei verið jafn mikill afgangur á ríkissjóði áður. Hagnaður af sölu Símans skýrir aðeins helming þessarar góðu stöðu en uppgangur í efnahagslífinu jók tekjur ríkissjóðs um 55 milljarða. Þetta kemur fram í ríkisreikningi fyrir árið 2005 sem nú hefur verið lagður fram. Tekjur ríkissjóðs árið 2005 voru 421,2 milljarðar króna og útgjöld voru 308,4 milljarðar. Afgangur fjárlaga ársins var því 113 milljarðar og hefur aldrei verið meiri. Til samanburðar var afgangur af rekstri ríkissjóðs árið 2004 aðeins tveir milljarðar króna. Mestu munar um tekjur ríkissjóðs af sölu Símans, sem gaf ríkissjóði 56 milljarða króna. Það vekur hins vegar athygli að aðrar tekjur ríkissjóðs hækkuðu um 55 milljarða króna sem fjármálaráðuneytið skýrir að mestu með uppgangi í efnahagslífinu og aðhaldi í útgjöldum. Góð staða ríkissjóðs á árinu 2005 gerði ríkissjóði kleyft að greiða niður erlendar skuldir um 50 milljarða króna. En lítum nú á tekjur ríkissjóðs, sem eins og áður sagði námu 421,2 milljörðum. Mest munar um tekjur af sköttum á sölu vöru og þjónustu. Þær voru 165 milljarðar, eða 39 % af heildartekjum. Þessar tekjur jukust um 24 milljarða frá árinu 2004 og munar þar mest um 18 milljarða í auknum tekjum af virðisaukaskatti, sem segir sitt um neyslu landsmanna. Tekjur af sköttum á einstaklinga og fyrirtæki sem og fjármagnstekjuskattur aukast einnig og voru 132 milljarðar árið 2005, í stað 102 milljarða árið 2004. En í hvað fara tekjur ríkissjóðs. Lang stærsti útgjaldaliðurinn er heilbrigðismál. Á árinu 2005 kostaði heilbrigðiskerfið 77 milljarða króna. Næst stærsti útgjaldaliðurinn er almannatryggingar og velferðarmál með 70 milljarða. Kostnaður ríkissjóðs vegna atvinnumála, en undir þann lið falla samgöngu- og landbúnaðarmál, var 44 milljarðar. Menntakerfið tók til sín 42 milljarða og hækkuðu útgjöld þar mest, eða um 7,5 prósent. Þar munar mest um 13,9 prósenta aukningu á framlögum til háskólanna, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins. Fjárlög Fréttir Innlent Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Ríkissjóður var rekinn með 113 milljarða afgangi á síðasta ári, og hefur aldrei verið jafn mikill afgangur á ríkissjóði áður. Hagnaður af sölu Símans skýrir aðeins helming þessarar góðu stöðu en uppgangur í efnahagslífinu jók tekjur ríkissjóðs um 55 milljarða. Þetta kemur fram í ríkisreikningi fyrir árið 2005 sem nú hefur verið lagður fram. Tekjur ríkissjóðs árið 2005 voru 421,2 milljarðar króna og útgjöld voru 308,4 milljarðar. Afgangur fjárlaga ársins var því 113 milljarðar og hefur aldrei verið meiri. Til samanburðar var afgangur af rekstri ríkissjóðs árið 2004 aðeins tveir milljarðar króna. Mestu munar um tekjur ríkissjóðs af sölu Símans, sem gaf ríkissjóði 56 milljarða króna. Það vekur hins vegar athygli að aðrar tekjur ríkissjóðs hækkuðu um 55 milljarða króna sem fjármálaráðuneytið skýrir að mestu með uppgangi í efnahagslífinu og aðhaldi í útgjöldum. Góð staða ríkissjóðs á árinu 2005 gerði ríkissjóði kleyft að greiða niður erlendar skuldir um 50 milljarða króna. En lítum nú á tekjur ríkissjóðs, sem eins og áður sagði námu 421,2 milljörðum. Mest munar um tekjur af sköttum á sölu vöru og þjónustu. Þær voru 165 milljarðar, eða 39 % af heildartekjum. Þessar tekjur jukust um 24 milljarða frá árinu 2004 og munar þar mest um 18 milljarða í auknum tekjum af virðisaukaskatti, sem segir sitt um neyslu landsmanna. Tekjur af sköttum á einstaklinga og fyrirtæki sem og fjármagnstekjuskattur aukast einnig og voru 132 milljarðar árið 2005, í stað 102 milljarða árið 2004. En í hvað fara tekjur ríkissjóðs. Lang stærsti útgjaldaliðurinn er heilbrigðismál. Á árinu 2005 kostaði heilbrigðiskerfið 77 milljarða króna. Næst stærsti útgjaldaliðurinn er almannatryggingar og velferðarmál með 70 milljarða. Kostnaður ríkissjóðs vegna atvinnumála, en undir þann lið falla samgöngu- og landbúnaðarmál, var 44 milljarðar. Menntakerfið tók til sín 42 milljarða og hækkuðu útgjöld þar mest, eða um 7,5 prósent. Þar munar mest um 13,9 prósenta aukningu á framlögum til háskólanna, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins.
Fjárlög Fréttir Innlent Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira