Stuðningurinn metinn á 40 milljónir 7. október 2006 17:57 Hörður Óskarsson frá Ísfélaginu, Jóhann Pétursson formaður ÍBV og Sigurgeir B. Kristgeirsson frá Vinnslustöðinni innsigla samkomulagið með fjöldahandabandi. MYND/Vísir Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. hafa gert samstarfssamning við ÍBV íþróttafélag um stuðning við starfsemi meistaraflokka og unglingaráða karla og kvenna í knattspyrnu og handknattleik. Samningarnir gilda til ársloka 2008 og voru undirritaðir í lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV í gærkvöld. Stuðningur fyrirtækjanna tveggja á samningstímanum er metinn á um 40 milljónir króna og skiptir í raun sköpum fyrir rekstur ÍBV íþróttafélags. Mikilvægur þáttur stuðningsins eru tveir 17 sæta Ford Transit bíla sem Vinnslustöðin og Ísfélagið hafa þegar keypt og afhent ÍBV íþróttafélagi til afnota. Þeir koma í stað bíla sömu tegundar sem ÍBV íþróttafélag hafði á rekstrarleigu frá árinu 2003 með stuðningi fyrirtækjanna tveggja. Bílarnir eru aðallega notaðir til að keppnisferða á fastalandinu og notkun þeirra hefur orðið til að minnka stórlega ferðakostnað sem greiddur er úr sjóðum ÍBV íþróttafélags. Enn meiri fjármunir sparast við að ÍBV íþróttafélag hefur nú eignast bílana. Í samstarfssamningunum er ennfremur kveðið á um beina fjárstyrki til ÍBV íþróttafélags og til knattspyrnudeilda, handknattleiksdeilda og unglingaráða beggja deilda. ÍBV íþróttafélag kynnir í staðinn þessa stuðningsaðila sína á kappleikjum og við önnur tækifæri, í auglýsingum blaða á sínum vegum og með merkingum á nýju bílunum. Sjálfur boðskapur nýju samninganna skiptir samt mestu máli þegar upp er staðið, þ.e. sá sameiginlegi ásetningur Ísfélagsins, Vinnslustöðvarinnar og ÍBV íþróttafélags að stuðla að áframhaldandi blómlegu starfi knattspyrnu- og handknattleiksdeildanna í Eyjum og gefa ekkert eftir þó á móti kunni að blása á stundum. Forráðamenn fyrirtækjanna tveggja lögðu mikla áherslu á að barna- og unglingastarf nyti góðs af stuðningnum sem kveðið er á um í samstarfssamningunum. Jafnframt verði stefnt að því að meistaraflokkar karla og kvenna, bæði í knattspyrnu og handknattleik leiki ávallt í efstu deildum og með þeim bestu. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. hafa gert samstarfssamning við ÍBV íþróttafélag um stuðning við starfsemi meistaraflokka og unglingaráða karla og kvenna í knattspyrnu og handknattleik. Samningarnir gilda til ársloka 2008 og voru undirritaðir í lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV í gærkvöld. Stuðningur fyrirtækjanna tveggja á samningstímanum er metinn á um 40 milljónir króna og skiptir í raun sköpum fyrir rekstur ÍBV íþróttafélags. Mikilvægur þáttur stuðningsins eru tveir 17 sæta Ford Transit bíla sem Vinnslustöðin og Ísfélagið hafa þegar keypt og afhent ÍBV íþróttafélagi til afnota. Þeir koma í stað bíla sömu tegundar sem ÍBV íþróttafélag hafði á rekstrarleigu frá árinu 2003 með stuðningi fyrirtækjanna tveggja. Bílarnir eru aðallega notaðir til að keppnisferða á fastalandinu og notkun þeirra hefur orðið til að minnka stórlega ferðakostnað sem greiddur er úr sjóðum ÍBV íþróttafélags. Enn meiri fjármunir sparast við að ÍBV íþróttafélag hefur nú eignast bílana. Í samstarfssamningunum er ennfremur kveðið á um beina fjárstyrki til ÍBV íþróttafélags og til knattspyrnudeilda, handknattleiksdeilda og unglingaráða beggja deilda. ÍBV íþróttafélag kynnir í staðinn þessa stuðningsaðila sína á kappleikjum og við önnur tækifæri, í auglýsingum blaða á sínum vegum og með merkingum á nýju bílunum. Sjálfur boðskapur nýju samninganna skiptir samt mestu máli þegar upp er staðið, þ.e. sá sameiginlegi ásetningur Ísfélagsins, Vinnslustöðvarinnar og ÍBV íþróttafélags að stuðla að áframhaldandi blómlegu starfi knattspyrnu- og handknattleiksdeildanna í Eyjum og gefa ekkert eftir þó á móti kunni að blása á stundum. Forráðamenn fyrirtækjanna tveggja lögðu mikla áherslu á að barna- og unglingastarf nyti góðs af stuðningnum sem kveðið er á um í samstarfssamningunum. Jafnframt verði stefnt að því að meistaraflokkar karla og kvenna, bæði í knattspyrnu og handknattleik leiki ávallt í efstu deildum og með þeim bestu.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira