Standa verði vörð um almannaþjónustuna 25. október 2006 14:41 MYND/ÞÖK Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsamanna ríkis og bæja, gerði stöðu á íslenskum vinnumarkaði að umtalsefni sínu og lagði áherslu á að standa vörð um almannaþjónustuna í ræðu sinni við setningu 41. þings BSRB. Ögmundur benti á að gífurleg þensla hefði verið hér á landi og að á þessu ári hefðju sjö þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn frá útlöndum og varaði hann við að farið yrði of geyst í sakirnar.„Í láglaunastörf víða í atvinnulífinu og innan velferðarþjónustunnar hópast nú aðkomufólk sem boðið er upp á kjör sem Íslendingar sætta sig ekki við; kjör sem þetta fólk þiggur oft og tíðum fegins hendi vegna neyðar og skorts í heimahögunum. Það er rangt sem stundum er sagt að Íslendingar sætti sig ekki við sum störf og flýi þau af þeim sökum. Hið rétta er að þeir sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru og flýja þau þess vegna. Þetta er nú að gerast á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Fólk sættir sig ekki við vinnuálag, aðbúnað og launakjör, hugsanlega í þessari forgangsröð; neitar að vinna störfin," sagði Ögmundur.Hann sagði enn fremur að unnið væri að því að bæta vaktafyrirkomulagið innan grunnþjónustunnar með það fyrir augum að gera það meira aðlaðandi. „Við höfum ráðist í umfangsmiklar kannanir í þessu augnamiði og sú niðurstaða sem ég hef komist að fyrir mitt leyti er að manneklan veldur því, ekki síst á sjúkrastofnunum, að ekkert kerfi getur gengið upp. Ef ekki eru settir umtalsverðir fjármunir inn í heilbrigðiskerfið núna þá verður þar stórslys. Þetta leyfi ég mér að fullyrða."Í ræðu sinni kom Ögmundur einnig inn á að síðustu ár hefðu einkennst af markaðs- og einkavæðingu, ekki aðeins hér á landi heldur víðs vegar á Vesturlöndum. Fjármálakerfið og símaþjónusta hefðu verið einkavædd og ýmsir þættir heilbrigðisþjónustunnar lytu í vaxandi mæli markaðslögmálum.„Með því að færa undirstöðuþætti almannaþjónustunnar undan handarjaðri almennings eru völdin færð til nýrra eigenda, handhafa fjármagnsins. Þess vegna dregur einkavæðingin úr áhrifum almennings en eykur að sama skapi tök fjármálamanna á þjóðlífinu. Vilji menn hins vegar kröftugt lýðræðisþjóðfélag þá gefur auga leið að þeir hinir sömu verða að standa vörð um almannaþjónustuna. Ekki nóg með það: Hana þarf að stórefla," sagði Ögmundur. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsamanna ríkis og bæja, gerði stöðu á íslenskum vinnumarkaði að umtalsefni sínu og lagði áherslu á að standa vörð um almannaþjónustuna í ræðu sinni við setningu 41. þings BSRB. Ögmundur benti á að gífurleg þensla hefði verið hér á landi og að á þessu ári hefðju sjö þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn frá útlöndum og varaði hann við að farið yrði of geyst í sakirnar.„Í láglaunastörf víða í atvinnulífinu og innan velferðarþjónustunnar hópast nú aðkomufólk sem boðið er upp á kjör sem Íslendingar sætta sig ekki við; kjör sem þetta fólk þiggur oft og tíðum fegins hendi vegna neyðar og skorts í heimahögunum. Það er rangt sem stundum er sagt að Íslendingar sætti sig ekki við sum störf og flýi þau af þeim sökum. Hið rétta er að þeir sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru og flýja þau þess vegna. Þetta er nú að gerast á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Fólk sættir sig ekki við vinnuálag, aðbúnað og launakjör, hugsanlega í þessari forgangsröð; neitar að vinna störfin," sagði Ögmundur.Hann sagði enn fremur að unnið væri að því að bæta vaktafyrirkomulagið innan grunnþjónustunnar með það fyrir augum að gera það meira aðlaðandi. „Við höfum ráðist í umfangsmiklar kannanir í þessu augnamiði og sú niðurstaða sem ég hef komist að fyrir mitt leyti er að manneklan veldur því, ekki síst á sjúkrastofnunum, að ekkert kerfi getur gengið upp. Ef ekki eru settir umtalsverðir fjármunir inn í heilbrigðiskerfið núna þá verður þar stórslys. Þetta leyfi ég mér að fullyrða."Í ræðu sinni kom Ögmundur einnig inn á að síðustu ár hefðu einkennst af markaðs- og einkavæðingu, ekki aðeins hér á landi heldur víðs vegar á Vesturlöndum. Fjármálakerfið og símaþjónusta hefðu verið einkavædd og ýmsir þættir heilbrigðisþjónustunnar lytu í vaxandi mæli markaðslögmálum.„Með því að færa undirstöðuþætti almannaþjónustunnar undan handarjaðri almennings eru völdin færð til nýrra eigenda, handhafa fjármagnsins. Þess vegna dregur einkavæðingin úr áhrifum almennings en eykur að sama skapi tök fjármálamanna á þjóðlífinu. Vilji menn hins vegar kröftugt lýðræðisþjóðfélag þá gefur auga leið að þeir hinir sömu verða að standa vörð um almannaþjónustuna. Ekki nóg með það: Hana þarf að stórefla," sagði Ögmundur.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent