Skráðu nöfn kjósenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 28. október 2006 15:23 Á fyrri degi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sátu fulltrúar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, alþingismanns og frambjóðanda í prófkjörinu, í kjördeildum og skráðu niður nöfn þeirra sem kusu. Hafði Guðlaugur Þór farið fram á það á fimmtudaginn að kjörstjórn sendi upplýsingar til frambjóðenda um alla þá sem hefðu kosið að loknum kjörfundi kl. 21 í gær. "Helstu rök fyrir beiðni þessari eru annars vegar að minnka óþarfa áreiti og ónæði á sjálfstæðisfólk laugardaginn 28. október þ.e. seinni dag prófkjörs og hins vegar hljóta þessar upplýsingar að vera til þess fallnar að auðvelda vinnu frambjóðenda og stuðningsmanna," sagði í bréfi frá kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs. Kjörstjórn taldi ekki mögulegt að verða við þessari beiðni vegna annarra verkefna sem starfsfólk þyrfti að sinna. "Yfirkjörstjórn vekur hins vegar athygli frambjóðenda á því að fulltrúum þeirra að velkomið að fylgjast með framkvæmd kosninganna í hverju kjörhverfi fyrir sig, svo framarlega sem viðvera fulltrúanna trufli ekki eða tefji kosninguna," sagði í bréfi sem sent var frambjóðendum klukkan sjö á fimmtudagskvöld. Fulltrúar frambjóðenda, sem haft var samband við, eru ekki ánægðir með þessa afgreiðslu og stuttan fyrirvara sem gefinn var til að skipa fulltrúa í kjördeildir. Einnig benda þeir á að ótækt sé að farið sé með þessar upplýsingar úr kjördeildum á meðan á kjörfundi stendur. Það hafi verið tekin ákvörðun innan Sjálfstæðisflokksins að viðhafa ekki þessi vinnubrögð í almennum kosningum. Þetta hafi vakið úlfúð meðal kjósenda, sem töldu njósnað um sig, og einnig hafi persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeildum. "Það er álit Persónuverndar að umboðsmönnum framboðslista sé heimil viðvera í kjördeildum og að merkja í kjörskrá við þá sem koma og nýta atkvæðarétt sinn. Hins vegar telur Persónuvernd þeim vera óheimilt að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram, t.d. tryggja að umboðsmenn framboðslistanna geti rækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með því að þeir einir sem eru á kjörskrá greiði atkvæði og að enginn greiði atkvæði oftar en einu sinni," segir í áliti Persónuverndar frá árinu 2003. Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Á fyrri degi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sátu fulltrúar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, alþingismanns og frambjóðanda í prófkjörinu, í kjördeildum og skráðu niður nöfn þeirra sem kusu. Hafði Guðlaugur Þór farið fram á það á fimmtudaginn að kjörstjórn sendi upplýsingar til frambjóðenda um alla þá sem hefðu kosið að loknum kjörfundi kl. 21 í gær. "Helstu rök fyrir beiðni þessari eru annars vegar að minnka óþarfa áreiti og ónæði á sjálfstæðisfólk laugardaginn 28. október þ.e. seinni dag prófkjörs og hins vegar hljóta þessar upplýsingar að vera til þess fallnar að auðvelda vinnu frambjóðenda og stuðningsmanna," sagði í bréfi frá kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs. Kjörstjórn taldi ekki mögulegt að verða við þessari beiðni vegna annarra verkefna sem starfsfólk þyrfti að sinna. "Yfirkjörstjórn vekur hins vegar athygli frambjóðenda á því að fulltrúum þeirra að velkomið að fylgjast með framkvæmd kosninganna í hverju kjörhverfi fyrir sig, svo framarlega sem viðvera fulltrúanna trufli ekki eða tefji kosninguna," sagði í bréfi sem sent var frambjóðendum klukkan sjö á fimmtudagskvöld. Fulltrúar frambjóðenda, sem haft var samband við, eru ekki ánægðir með þessa afgreiðslu og stuttan fyrirvara sem gefinn var til að skipa fulltrúa í kjördeildir. Einnig benda þeir á að ótækt sé að farið sé með þessar upplýsingar úr kjördeildum á meðan á kjörfundi stendur. Það hafi verið tekin ákvörðun innan Sjálfstæðisflokksins að viðhafa ekki þessi vinnubrögð í almennum kosningum. Þetta hafi vakið úlfúð meðal kjósenda, sem töldu njósnað um sig, og einnig hafi persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeildum. "Það er álit Persónuverndar að umboðsmönnum framboðslista sé heimil viðvera í kjördeildum og að merkja í kjörskrá við þá sem koma og nýta atkvæðarétt sinn. Hins vegar telur Persónuvernd þeim vera óheimilt að miðla þessum upplýsingum út úr kjördeild nema slíkt sé nauðsynlegt í þeim tilgangi að hafa eftirlit með því að kosning fari löglega fram, t.d. tryggja að umboðsmenn framboðslistanna geti rækt það hlutverk sitt að hafa eftirlit með því að þeir einir sem eru á kjörskrá greiði atkvæði og að enginn greiði atkvæði oftar en einu sinni," segir í áliti Persónuverndar frá árinu 2003.
Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent