ÓIafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, lék með liði sínu Ciudad Real á ný í Evrópukeppninni í kvöld eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í özl síðustu vikur. Ólafur skoraði þrjú mörk í 32-25 sigurleik spænsku Evrópumeistaranna á Pick Szeged frá Ungverjalandi.
Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir íslenska landsliðið í handbolta því margir höfðu óttast að Ólafur myndi hugsanlega missa af HM í Þýskalandi í byrjun næsta árs.
Sigfús Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Ademar Leon frá Spáni sem vann yfirburðasigur á Besiktas í Evrópukeppni bikarhafa, 47-23, nú undir kvöld.