Erfiður róður framundan hjá Bush 8. nóvember 2006 12:15 Landslagið í bandarískum stjórnmálum er breytt eftir niðurstöður þingkosninga þar í gær. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum segja ljóst að Bandaríkjaforseta muni reynast erfitt að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið og staða hans verði allt önnur en síðustu sex árin. Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni af repúblíkönum, líkt og spáð var fyrir kosningarnar. Næsti forseti fulltrúadeildarinnar verður Nancy Pelosi, fyrsta konan sem gegnir því embætti. Auk þess vekur athygli að Keith Ellison, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmaður demókrata, er fyrsti músliminn sem er kosinn á þing í Bandaríkjunum. Spennan er hins vegar enn mikil í baráttunni um öldungadeildina. Demókratar hafa náð fjórum sætum þar af þeim sex sem þeir þurfa til að ná meirihluta. Frambjóðendur demókrata hafa forskot í báðum fylkjunum sem eftir eru: Montana og Virginíu en svo mjótt er enn á munum að brugðið gæti til beggja vona. Útlit er fyrir endurtalningu í Virginíu þar sem munar innan við einu prósenti. Ætla má að kærumál fylgi í kjölfarið hvernig sem fer og því gæti svo farið að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en í desember. Því alls óvíst hvor flokkurinn nær meirihluta. Enn er talið í Montana þar sem demókratar hafa naumt forskot. Ólíklegt er að telja þurfi að nýju þar. Hilary Clinton náði endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður fyrir New York með miklum yfirburðum. Repúblíkanar misstu á samta tíma lykilmenn á borð við Rick Santorum, öldungadeildarþingmann fyrir Pennsylvaníu. Joseph Lieberman, varaforsetaefni demókrata árið 2000, hélt öldungadeildarþingsæti sínu í Connecticu en hann bauð sig fram sem óháður eftir að hafa tapað í forkosningum demókrata í sumar. Hann hefur setið í öldungadeildinni frá árinu 1988. Lieberman er annar tveggja óháðra öldungadeildarþingmanna og hafa þeir báðið heitið demókrötum stuðningi. Repúblíkanar biðu þó ekki ósigur alls staðar og hafa einhverjir þeirra glaðst við fréttir af því að tortímandinn Arnold Schwarzenegger hélt ríkisstjóraembættinu í Kaliforníu. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Landslagið í bandarískum stjórnmálum er breytt eftir niðurstöður þingkosninga þar í gær. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum segja ljóst að Bandaríkjaforseta muni reynast erfitt að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið og staða hans verði allt önnur en síðustu sex árin. Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni af repúblíkönum, líkt og spáð var fyrir kosningarnar. Næsti forseti fulltrúadeildarinnar verður Nancy Pelosi, fyrsta konan sem gegnir því embætti. Auk þess vekur athygli að Keith Ellison, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmaður demókrata, er fyrsti músliminn sem er kosinn á þing í Bandaríkjunum. Spennan er hins vegar enn mikil í baráttunni um öldungadeildina. Demókratar hafa náð fjórum sætum þar af þeim sex sem þeir þurfa til að ná meirihluta. Frambjóðendur demókrata hafa forskot í báðum fylkjunum sem eftir eru: Montana og Virginíu en svo mjótt er enn á munum að brugðið gæti til beggja vona. Útlit er fyrir endurtalningu í Virginíu þar sem munar innan við einu prósenti. Ætla má að kærumál fylgi í kjölfarið hvernig sem fer og því gæti svo farið að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en í desember. Því alls óvíst hvor flokkurinn nær meirihluta. Enn er talið í Montana þar sem demókratar hafa naumt forskot. Ólíklegt er að telja þurfi að nýju þar. Hilary Clinton náði endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður fyrir New York með miklum yfirburðum. Repúblíkanar misstu á samta tíma lykilmenn á borð við Rick Santorum, öldungadeildarþingmann fyrir Pennsylvaníu. Joseph Lieberman, varaforsetaefni demókrata árið 2000, hélt öldungadeildarþingsæti sínu í Connecticu en hann bauð sig fram sem óháður eftir að hafa tapað í forkosningum demókrata í sumar. Hann hefur setið í öldungadeildinni frá árinu 1988. Lieberman er annar tveggja óháðra öldungadeildarþingmanna og hafa þeir báðið heitið demókrötum stuðningi. Repúblíkanar biðu þó ekki ósigur alls staðar og hafa einhverjir þeirra glaðst við fréttir af því að tortímandinn Arnold Schwarzenegger hélt ríkisstjóraembættinu í Kaliforníu.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira