Lögreglan á Akureyri var kölluð upp á Öxnadalsheiðina klukkan 17:14 vegna vöruflutningabifreiðar sem að lenti í vandræðum upp á Bakkaselsbrekku vegna vonskuveðurs. Lögreglumenn náðu henni niður en hún lokaði veginum. Lögregla aðstoðaði einnig ökumenn á heiðinni en kallaði eftir björgunarsveitarbílum frá sveitinni Súlur á Akureyri til þess að ganga úr skugga um að enginn sæti eftir.
Lögreglan á Akureyri varar fólk við því að fólk sé á ferðinni á þessum slóðum enda ekkert ferðaveður.
Eftir því sem vindátt snýr sér í norður má búast við því að veður versni á Akureyri. Björgunarsveitin er í viðbragðsstöðu.
Einn jeppi fór í dag út af vegi frammi í Eyjafirði en engin slys urðu á fólki. Lenti jeppinn á hálkublett og um leið kom vindhviða sem feykti honum af veginum.