Við handalögmálum lá hjá farþegum 13. nóvember 2006 16:55 Svo gæti farið að Iceland Express hætti millilandaflugi til Akureyrar vegna ítrekaðra árekstra við farþega. Við handalögmálum lá í gær þegar farþegar lentu í 17 tíma hrakningum á leið til Akureyrar frá Kaupmannahöfn. Það tók farþega sem áttu pantað flug frá Kaupmannahöfn til Akureyrar í gær sautján klukkutíma að komast á áfangastað. Fyrst varð töf á Kastrup og síðan var ákveðið að lenda í Keflavík en ekki á Akureyri. Farþegarnir fóru þaðan með rútu til Akureyrar. Bjarnveig Ingvadóttir, forseti bæjarstjórnar á Dalvík, telur að félagið hafi sagt farþegum ósatt þegar sú skýring var gefin að veðurfarsaðstæður kæmu í veg fyrir lendingu á Akureyri. Upplýsingar frá flugturni bendi til annars og segir hún að upplýsingagjöf hafi verið ónóg og loforð verið svikin. Raunveruleg ástæða fyrir því að lent hafi verið í Reykjavík hafi verið sú að félagið hafi þurft að nota vélina strax í flug frá Keflavík til Lundúna og hafi legið við handalögmálum þegar ástandið var hvað verst. Bjarney segist ekki geta ímyndað sér að nokkur þessara 90 farþega muni skipta aftur við félagið. Birgir Jónsson forstjóri Iceland Express segir að ítrekuð óánægja farþega í Akureyrarfluginu kunni að verða til þess að félagið endurskoði áætlun og hætti jafnvel millilandafluginu. Eina ástæða þess að vélin lenti ekki á Akureyri sé sú að flugstjórinn hafi ekki viljað taka áhættuna vegna slæmrar veðurspár. Mun ódýrara hefði verið að lenda með farþegana á Akureyri og fljúga þaðan til Keflavíkur en gefa öllum farþegunum mat og ferja þá með rútum norður. Birgir segir furðulegt að Norðlendingar hafi ekki meira umburðarlyndi. Iceland Express hafi að sama skapi ekki efni á því ímyndarlega að lenda ítrekað í átökum við farþega. Fréttir Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Svo gæti farið að Iceland Express hætti millilandaflugi til Akureyrar vegna ítrekaðra árekstra við farþega. Við handalögmálum lá í gær þegar farþegar lentu í 17 tíma hrakningum á leið til Akureyrar frá Kaupmannahöfn. Það tók farþega sem áttu pantað flug frá Kaupmannahöfn til Akureyrar í gær sautján klukkutíma að komast á áfangastað. Fyrst varð töf á Kastrup og síðan var ákveðið að lenda í Keflavík en ekki á Akureyri. Farþegarnir fóru þaðan með rútu til Akureyrar. Bjarnveig Ingvadóttir, forseti bæjarstjórnar á Dalvík, telur að félagið hafi sagt farþegum ósatt þegar sú skýring var gefin að veðurfarsaðstæður kæmu í veg fyrir lendingu á Akureyri. Upplýsingar frá flugturni bendi til annars og segir hún að upplýsingagjöf hafi verið ónóg og loforð verið svikin. Raunveruleg ástæða fyrir því að lent hafi verið í Reykjavík hafi verið sú að félagið hafi þurft að nota vélina strax í flug frá Keflavík til Lundúna og hafi legið við handalögmálum þegar ástandið var hvað verst. Bjarney segist ekki geta ímyndað sér að nokkur þessara 90 farþega muni skipta aftur við félagið. Birgir Jónsson forstjóri Iceland Express segir að ítrekuð óánægja farþega í Akureyrarfluginu kunni að verða til þess að félagið endurskoði áætlun og hætti jafnvel millilandafluginu. Eina ástæða þess að vélin lenti ekki á Akureyri sé sú að flugstjórinn hafi ekki viljað taka áhættuna vegna slæmrar veðurspár. Mun ódýrara hefði verið að lenda með farþegana á Akureyri og fljúga þaðan til Keflavíkur en gefa öllum farþegunum mat og ferja þá með rútum norður. Birgir segir furðulegt að Norðlendingar hafi ekki meira umburðarlyndi. Iceland Express hafi að sama skapi ekki efni á því ímyndarlega að lenda ítrekað í átökum við farþega.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira