Telur að fylgi Framsóknarflokksins muni dala 18. nóvember 2006 12:36 Fylgi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi mun dala í kjölfar niðurstöðu prófkjörsins, segir Kristinn H. Gunnarsson sem féll niður í þriðja sætið í prófkjörinu í gær. Hann fellur út af þingi miðað við fylgi Framsóknar í kjördæminu í síðustu kosningum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sigraði og hlaut fyrsta sætið en Herdís Sæmundsdóttir fékk annað sætið. Magnús fékk 883 atkvæði í fyrsta sætið. Herdís Sæmundsdóttir fékk 979 atkvæði í 1.-2. sætið en Kristinn hafnaði í því þriðja með 879 atkvæði í 1.-3. sætið. Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn kjörna í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum. Kristinn hefur ekki ákveðið hvort hann þiggur sætið. Hann segir niðurstöðuna þá að Framsóknarmenn í kjördæminu vilji fylgja algjörlega þeirri stefnu sem forysta flokksins hefur fylgt á þessu kjörtímabili. Aðspurður um hvort hann hyggi á sérframboð segir hann ekki skynsamleg að taka þá ákvörðun nú. Kristinn segir skipulega hafa verið unnið gegn sér innan flokksins síðastliðin tvö ár og augljóslega hafi verið unnið gegn honum í prófkjörinu. Þannig hafi margir þeirra sem kusu Magnús og Herdísi sniðgengið hann algjörlega. Kristinn telur að niðurstaða prófkjörsins komi til með að draga úr fylgi flokksins. Magnús Stefánsson kannast ekki við að unnið hafi verið gegn Kristni. Magnús segir Kristin hafa farið gegn sér í prófkjörinu og hann því varist. Herdís Sæmundardóttir vísar því á bug að hún hafi myndað blokk með Magnúsi gegn Kristni. Sjálf segist hún afar kát með sína niðurstöðu og stefni brött á þingsæti næsta vor. Rúmlega tvöþúsund og fimm hundruð manns voru á kjörskrá og greiddu rúm 66% þeirra atkvæði í prófkjörinu sem fram fór með póstkosningu. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Fylgi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi mun dala í kjölfar niðurstöðu prófkjörsins, segir Kristinn H. Gunnarsson sem féll niður í þriðja sætið í prófkjörinu í gær. Hann fellur út af þingi miðað við fylgi Framsóknar í kjördæminu í síðustu kosningum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sigraði og hlaut fyrsta sætið en Herdís Sæmundsdóttir fékk annað sætið. Magnús fékk 883 atkvæði í fyrsta sætið. Herdís Sæmundsdóttir fékk 979 atkvæði í 1.-2. sætið en Kristinn hafnaði í því þriðja með 879 atkvæði í 1.-3. sætið. Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn kjörna í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum. Kristinn hefur ekki ákveðið hvort hann þiggur sætið. Hann segir niðurstöðuna þá að Framsóknarmenn í kjördæminu vilji fylgja algjörlega þeirri stefnu sem forysta flokksins hefur fylgt á þessu kjörtímabili. Aðspurður um hvort hann hyggi á sérframboð segir hann ekki skynsamleg að taka þá ákvörðun nú. Kristinn segir skipulega hafa verið unnið gegn sér innan flokksins síðastliðin tvö ár og augljóslega hafi verið unnið gegn honum í prófkjörinu. Þannig hafi margir þeirra sem kusu Magnús og Herdísi sniðgengið hann algjörlega. Kristinn telur að niðurstaða prófkjörsins komi til með að draga úr fylgi flokksins. Magnús Stefánsson kannast ekki við að unnið hafi verið gegn Kristni. Magnús segir Kristin hafa farið gegn sér í prófkjörinu og hann því varist. Herdís Sæmundardóttir vísar því á bug að hún hafi myndað blokk með Magnúsi gegn Kristni. Sjálf segist hún afar kát með sína niðurstöðu og stefni brött á þingsæti næsta vor. Rúmlega tvöþúsund og fimm hundruð manns voru á kjörskrá og greiddu rúm 66% þeirra atkvæði í prófkjörinu sem fram fór með póstkosningu.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira