Í dag var dregið í 8-liða úrslit SS-bikarsins í handbolta í karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki er aðeins einn úrvalsdeildarslagur þar sem Akureyri tekur á móti Íslandsmeisturum Fram. Stórleikurinn í kvennaflokki er án efa viðureign Hauka og Stjörnunnar.
Í karlaflokki mætast eftirtalin lið:
Haukar U - ÍR, Akureyri - Fram, FH - Haukar og svo ÍBV og Stjarnan.
Í kvennaflokki mætast eftirtalin lið:
Stjarnan 2 - ÍBV, Fjölnir - Grótta, Haukar - Stjarnan og Valur - FH.