Vill ekki láta farga fósturvísunum 22. nóvember 2006 19:15 Bresk kona berst nú fyrir því að fá að halda eftir fósturvísum úr fyrra hjónabandi sínu en lögum samkvæmt á að eyða þeim. Flutningur á máli hennar hófst fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í dag. Þetta einstaka mál líkist helst ímyndaðri siðfræðiklemmu úr skólabók en eins og svo oft áður er raunveruleikinn hér lyginni líkastur. Forsaga þess er sú að árið 2001 greindist Natallie Evans með krabbamein í eggjastokkum og því varð að fjarlægja þá úr henni. Áður en það var gert létu hún og eiginmaður hennar hins vegar frjóvga nokkur egg og voru sex fósturvísar frystir. Nokkru síðar skildu þau hjónin og um leið dró eiginmaðurinn samþykki sitt til notkunar fósturvísanna til baka. Bresk lög, rétt eins og þau íslensku, krefjast þess að samþykki beggja foreldra liggi fyrir á öllum stigum meðferðarinnar, annars ber að eyða fósturvísunum. Evans taldi hins vegar brotið á mannréttindum sínum með því að taka af henni eina tækifærið hennar til að eignast börn og auk þess væri mismunun fólgin í því að ákvörðunin væri í raun algerlega í höndum fyrrverandi eiginmanns síns. Lögfræðingar hans benda aftur á móti á að óverjandi sé að gera hann að föður, og þar með framfærsluskyldan, gegn sínum vilja við þessar kringumstæður. Breskir dómstólar hafa ekki fallist á kröfur konunnar og því fór hún með það til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Niðurstaða dómsins á að liggja fyrir í byrjun næsta árs. Málið er fordæmisgefandi og því verða áhrif dómsins mikil ef niðurstaðan verður að konan fái að halda fósturvísunum frosnu. Erlent Fréttir Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira
Bresk kona berst nú fyrir því að fá að halda eftir fósturvísum úr fyrra hjónabandi sínu en lögum samkvæmt á að eyða þeim. Flutningur á máli hennar hófst fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í dag. Þetta einstaka mál líkist helst ímyndaðri siðfræðiklemmu úr skólabók en eins og svo oft áður er raunveruleikinn hér lyginni líkastur. Forsaga þess er sú að árið 2001 greindist Natallie Evans með krabbamein í eggjastokkum og því varð að fjarlægja þá úr henni. Áður en það var gert létu hún og eiginmaður hennar hins vegar frjóvga nokkur egg og voru sex fósturvísar frystir. Nokkru síðar skildu þau hjónin og um leið dró eiginmaðurinn samþykki sitt til notkunar fósturvísanna til baka. Bresk lög, rétt eins og þau íslensku, krefjast þess að samþykki beggja foreldra liggi fyrir á öllum stigum meðferðarinnar, annars ber að eyða fósturvísunum. Evans taldi hins vegar brotið á mannréttindum sínum með því að taka af henni eina tækifærið hennar til að eignast börn og auk þess væri mismunun fólgin í því að ákvörðunin væri í raun algerlega í höndum fyrrverandi eiginmanns síns. Lögfræðingar hans benda aftur á móti á að óverjandi sé að gera hann að föður, og þar með framfærsluskyldan, gegn sínum vilja við þessar kringumstæður. Breskir dómstólar hafa ekki fallist á kröfur konunnar og því fór hún með það til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Niðurstaða dómsins á að liggja fyrir í byrjun næsta árs. Málið er fordæmisgefandi og því verða áhrif dómsins mikil ef niðurstaðan verður að konan fái að halda fósturvísunum frosnu.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira