Búist er við því að flokkur Kristilegra demókrata eigi eftir að bera sigur úr býtum í þingkosningum í Hollandi sem fram fóru í dag en þó er ekki búist við því að þeir nái hreinum meirihluta á þinginu. Þetta sýna útgönguspár hollensku sjónvarpsstöðvarinnar RTL.
Búist er við því að Kristilegir demókratar eigi eftir að vinna um 38 sæti á meðan Verkamannaflokkurinn, sem er í andstöðu við sitjandi ríkisstjórn Kristilegra demókrata, eigi eftir að hljóta 34 sæti en alls sitja um 150 fulltrúar á hollenska þinginu.