Auðveldur sigur á Færeyingum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann í kvöld auðveldan sigur á því færeyska í Framhúsinu 43-11 eftir að hafa leitt í hálfleik 23-7. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 10 mörk, Dagný Skúladóttir skoraði 6 mörk og þær Ágústa Edda Björnsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested 5 hvor. Liðin eigast aftur við á sama stað á morgun klukkan 14:15.