Guðni tekur undir orð Jóns 28. nóvember 2006 13:58 MYND/GVA Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, um að það hafi verið mistök að styðja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum. Þá segir hann nýjan stjórnunarstíl hafa fylgt nýjum forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni. Guðni var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag og þar var meðal annars rætt um yfirlýsingar Jóns Sigurðssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um síðustu helgi. Þar gangrýndi Jón meðal annars að ekki hefði verið haft samráð við utanríkismálanefnd Alþingis þegar ákvörðunin um stuðninginn var tekin. „Þarna er lýðræðissinninn Jón Sigurðsson í rauninni að segja hvernig hann mundi starfa. Hann telur mjög mikilvægt hafa samstarf við þingið og í öllum svona stórum málum sé mjög mikilvægt að hafa lýðræðislegt samstarf í flokkunum, ríkisstjórninni og þinginu," sagði Guðni. Guðni vildi ekkert segja um það hvort þetta væri ákveðinn dómur yfir stjórnunarstíl Halldórs Ásgrímssonar. „Það liggur auðvitað fyrir að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson tóku þessa ákvörðun og hún hefur verið margrakin og þarf í sjálfu sér ekki að fara meira yfir það en Íraksstríðið hefur orðið mörgum þjóðum þungbærara en þær ætluðu í upphafi og heldur áfram með sínum hörmungum." Guðni segir það orðum ýkt að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi tekið allar ákvarðanir í ríkisstjórninni sem aðrir hafi svo samþykkt eftir á. „En það er engin spurning að það er betra fyrir þá sem í þessu eru að hafa meira samráð. Ég sé til dæmis að Geir Haarde og Jón Sigurðsson nú, að þeir eru menn samstarfs," sagði Guðni og bætti við að sér hugnaðist vel stíll nýs formanns Framsóknarflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, um að það hafi verið mistök að styðja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum. Þá segir hann nýjan stjórnunarstíl hafa fylgt nýjum forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni. Guðni var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag og þar var meðal annars rætt um yfirlýsingar Jóns Sigurðssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um síðustu helgi. Þar gangrýndi Jón meðal annars að ekki hefði verið haft samráð við utanríkismálanefnd Alþingis þegar ákvörðunin um stuðninginn var tekin. „Þarna er lýðræðissinninn Jón Sigurðsson í rauninni að segja hvernig hann mundi starfa. Hann telur mjög mikilvægt hafa samstarf við þingið og í öllum svona stórum málum sé mjög mikilvægt að hafa lýðræðislegt samstarf í flokkunum, ríkisstjórninni og þinginu," sagði Guðni. Guðni vildi ekkert segja um það hvort þetta væri ákveðinn dómur yfir stjórnunarstíl Halldórs Ásgrímssonar. „Það liggur auðvitað fyrir að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson tóku þessa ákvörðun og hún hefur verið margrakin og þarf í sjálfu sér ekki að fara meira yfir það en Íraksstríðið hefur orðið mörgum þjóðum þungbærara en þær ætluðu í upphafi og heldur áfram með sínum hörmungum." Guðni segir það orðum ýkt að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi tekið allar ákvarðanir í ríkisstjórninni sem aðrir hafi svo samþykkt eftir á. „En það er engin spurning að það er betra fyrir þá sem í þessu eru að hafa meira samráð. Ég sé til dæmis að Geir Haarde og Jón Sigurðsson nú, að þeir eru menn samstarfs," sagði Guðni og bætti við að sér hugnaðist vel stíll nýs formanns Framsóknarflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira