Örvæntingarfull leit að blóðdemanti 25. janúar 2007 02:00 Blood Diamond fjallar öðrum þræði um blóðug átök í Síerra Leóne. Leonardo DiCaprio er hent inn í miðja þessa atburðarás í myndinni, sem þykir hörð og óvægin. Það er sláttur á þeim félögum Leonardo DiCaprio og Djimon Hounsou (Gladiator, The Island, Eragon) í spennumyndinni Blood Diamond og þeir uppskáru báðir óskarsverðlaunatilnefningar fyrir hlutverk sín í myndinni. DiCaprio að sjálfsögðu fyrir bestan leik í aðalhlutverki en Hounsou fyrir aukahlutverk. Borgarastyrjöldin í Sierra Leone er baksvið myndarinnar, sem fjallar um lífshættulega leit tveggja manna að stórum bleikum demanti. Hounsou leikur fiskimanninn Solomon sem hefur verið hrifsaður úr faðmi fjölskyldu sinnar og neyddur til þess að leita að demöntum sem eru notaðir til að fjármagna stríðsbrölt. Hann rekst fyrir tilviljun á risavaxinn demant og ákveður að hætta lífi sínu með því að fela fundinn enda gæti demanturinn bjargað fjölskyldu hans úr vonlausum aðstæðum. Demantasmyglarinn Danny Archer (DiCAprio) hefur haft lífsviðurværi af því að stunda vopnaviðskipti með demöntum. Hann fær fregnir af demanti Solomons á meðan hann er bak við lás og slá en þegar hann fær frelsið hefur hann uppi á fiskimanninum. Þessir ólíku einstaklingar snúa svo bökum saman í leitinni að fjársjóðnum þó að forsendur þeirra séu gerólíkar. Solomon er einnig að leita að syni sínum sem hann vonast til að geta bjargað frá herþjónustu en Archer er fyrst og fremst að hugsa um að bjarga eigin skinni og ætlar að nota andvirði demantsins til þess að komast burt frá Afríku. Amnesty International á Íslandi mun dreifa kynningarefni um svokallaða „blóðdemanta“ á meðan á sýningu myndarinnar stendur en þetta orð er notað yfir demanta sem eru notaðir til að fjármagna vopnað ofbeldi. Stríðsátök í Afríku eru oftar en ekki háð fyrir andvirði blóðdemanta og stríðsherrar og uppreisnarmenn hafa notað gríðarlegan hagnað af slíkum viðskiptum til vopnakaupa. Samkvæmt upplýsingum Amnesty er talið að um 3,7 milljónir hafi látist í Angóla, Kongó, Líberíu og Síerra Leóne í átökum, sem fjármögnuð voru með sölu blóðdemanta. Þó að stríð geisi ekki lengur í Angóla og Síerra Leóne, og átök hafi minnkað í Kongó, leiðir sala blóðdemanta enn til mannréttindabrota. Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Það er sláttur á þeim félögum Leonardo DiCaprio og Djimon Hounsou (Gladiator, The Island, Eragon) í spennumyndinni Blood Diamond og þeir uppskáru báðir óskarsverðlaunatilnefningar fyrir hlutverk sín í myndinni. DiCaprio að sjálfsögðu fyrir bestan leik í aðalhlutverki en Hounsou fyrir aukahlutverk. Borgarastyrjöldin í Sierra Leone er baksvið myndarinnar, sem fjallar um lífshættulega leit tveggja manna að stórum bleikum demanti. Hounsou leikur fiskimanninn Solomon sem hefur verið hrifsaður úr faðmi fjölskyldu sinnar og neyddur til þess að leita að demöntum sem eru notaðir til að fjármagna stríðsbrölt. Hann rekst fyrir tilviljun á risavaxinn demant og ákveður að hætta lífi sínu með því að fela fundinn enda gæti demanturinn bjargað fjölskyldu hans úr vonlausum aðstæðum. Demantasmyglarinn Danny Archer (DiCAprio) hefur haft lífsviðurværi af því að stunda vopnaviðskipti með demöntum. Hann fær fregnir af demanti Solomons á meðan hann er bak við lás og slá en þegar hann fær frelsið hefur hann uppi á fiskimanninum. Þessir ólíku einstaklingar snúa svo bökum saman í leitinni að fjársjóðnum þó að forsendur þeirra séu gerólíkar. Solomon er einnig að leita að syni sínum sem hann vonast til að geta bjargað frá herþjónustu en Archer er fyrst og fremst að hugsa um að bjarga eigin skinni og ætlar að nota andvirði demantsins til þess að komast burt frá Afríku. Amnesty International á Íslandi mun dreifa kynningarefni um svokallaða „blóðdemanta“ á meðan á sýningu myndarinnar stendur en þetta orð er notað yfir demanta sem eru notaðir til að fjármagna vopnað ofbeldi. Stríðsátök í Afríku eru oftar en ekki háð fyrir andvirði blóðdemanta og stríðsherrar og uppreisnarmenn hafa notað gríðarlegan hagnað af slíkum viðskiptum til vopnakaupa. Samkvæmt upplýsingum Amnesty er talið að um 3,7 milljónir hafi látist í Angóla, Kongó, Líberíu og Síerra Leóne í átökum, sem fjármögnuð voru með sölu blóðdemanta. Þó að stríð geisi ekki lengur í Angóla og Síerra Leóne, og átök hafi minnkað í Kongó, leiðir sala blóðdemanta enn til mannréttindabrota.
Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira