Segir Baug hafa tapað 260 milljörðum 16. febrúar 2007 06:45 Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jón Ásgeir. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group og einn ákærðu í Baugsmálinu, sagði að Baugur hefði líklega tapað um 260 milljörðum króna vegna húsleitar ríkislögreglustjóra 28. ágúst 2002. Þessu hélt hann fram í skýrslutökum yfir sér fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim lauk í gær. Hann sagði að 29. ágúst hefði átt að skrifa undir yfirtökusamning Baugs á verslunarkeðjunni Arcadia. Húsleitin hefði spillt yfirtökunni, og sá sem tók fyrirtækið að lokum yfir, kaupsýslumaðurinn Phillip Green, hefði hagnast um að andvirði 260 milljarða króna á tveimur árum vegna Arcadia-kaupanna. Fjallað var um síðasta ákæruliðinn sem Jón Ásgeir tengist þegar aðalmeðferð í málinu hélt áfram í réttarsalnum í gær. Þar eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, sakaðir um fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða samtals rúmlega 32 milljónir króna til að fjármagna eignarhlutdeild Fjárfestingarfélagsins Gaums í skemmtibátnum Thee Viking, og greiða kostnað vegna bátsins. Sækjandi spurði Jón Ásgeir náið út í kaupin á bátunum. Jón Ásgeir sagði ljóst að Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu, hefði átt bátinn, en Gaumur hefði lánað fé til að kaupa og reka bátinn. Á einhverjum tímapunkti hefði verið rætt um að Gaumur fengi hlutdeild í bátnum upp í skuldirnar, en af því hefði ekki orðið. Sækjandi vitnaði talsvert í skýrslu sem Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, gaf við réttarhöld í Bandaríkjunum, en þar sagði Jóhannes að Gaumur hefði greitt af bátum á Flórída, og þeir hefðu átt hlutdeild í þeim. Einnig vitnaði sækjandi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem sagði að feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir hefðu verið að kaupa bát með Jóni Gerald. Við það kannaðist Jón Ásgeir ekki. Jón Ásgeir sagði að skriflegir samningar hefðu verið gerðir vegna lánveitinga Gaums til bátakaupa Jóns Geralds, það hafi verið handsalað. Ekki hefði heldur verið innheimt fyrr en löngu eftir að bátarnir voru keyptir, árið 2002, en á móti hefðu hann og fjölskylda sín fengið að nota bátana. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, spurði umbjóðanda sinn út í samskipti hans við Jón Gerald, og hvernig upphaf Baugsmálsins væri tilkomið. Vitnaði hann meðal annars í fréttir Fréttablaðsins þar sem sagt var frá tölvupóstsamskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur, þar sem rætt var að Jón Gerald væri illur út í Jón Ásgeir og Jóhannes, og „langaði mest að kála þeim". Gestur las upp úr tölvupósti frá Jóni Gerald til Jóns Ásgeirs frá byrjun júlí 2002, sem hann sagði hafa mikla þýðingu fyrir málið. Þar sakar Jón Gerald Jón Ásgeir um að hafa reynt að komast yfir eiginkonu sína. Jón Ásgeir svaraði og sagði viðskiptum þeirra lokið. Jón Ásgeir sagði að hann og Tryggvi hefðu talið að samningar hefðu náðst í byrjun júlí 2002 um að greiða Jóni Gerald fyrir það tjón sem hann sagðist hafa orðið fyrir vegna þess að Baugur hætti viðskiptum við hann. Í ljós hefði svo komið að á sama tíma hefði verið byrjað að leggja á ráðin um það sem Jón Ásgeir kallaði „aðförina að Baugi". Fréttir Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group og einn ákærðu í Baugsmálinu, sagði að Baugur hefði líklega tapað um 260 milljörðum króna vegna húsleitar ríkislögreglustjóra 28. ágúst 2002. Þessu hélt hann fram í skýrslutökum yfir sér fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim lauk í gær. Hann sagði að 29. ágúst hefði átt að skrifa undir yfirtökusamning Baugs á verslunarkeðjunni Arcadia. Húsleitin hefði spillt yfirtökunni, og sá sem tók fyrirtækið að lokum yfir, kaupsýslumaðurinn Phillip Green, hefði hagnast um að andvirði 260 milljarða króna á tveimur árum vegna Arcadia-kaupanna. Fjallað var um síðasta ákæruliðinn sem Jón Ásgeir tengist þegar aðalmeðferð í málinu hélt áfram í réttarsalnum í gær. Þar eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, sakaðir um fjárdrátt með því að hafa látið Baug greiða samtals rúmlega 32 milljónir króna til að fjármagna eignarhlutdeild Fjárfestingarfélagsins Gaums í skemmtibátnum Thee Viking, og greiða kostnað vegna bátsins. Sækjandi spurði Jón Ásgeir náið út í kaupin á bátunum. Jón Ásgeir sagði ljóst að Jón Gerald Sullenberger, einn ákærðu, hefði átt bátinn, en Gaumur hefði lánað fé til að kaupa og reka bátinn. Á einhverjum tímapunkti hefði verið rætt um að Gaumur fengi hlutdeild í bátnum upp í skuldirnar, en af því hefði ekki orðið. Sækjandi vitnaði talsvert í skýrslu sem Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, gaf við réttarhöld í Bandaríkjunum, en þar sagði Jóhannes að Gaumur hefði greitt af bátum á Flórída, og þeir hefðu átt hlutdeild í þeim. Einnig vitnaði sækjandi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem sagði að feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir hefðu verið að kaupa bát með Jóni Gerald. Við það kannaðist Jón Ásgeir ekki. Jón Ásgeir sagði að skriflegir samningar hefðu verið gerðir vegna lánveitinga Gaums til bátakaupa Jóns Geralds, það hafi verið handsalað. Ekki hefði heldur verið innheimt fyrr en löngu eftir að bátarnir voru keyptir, árið 2002, en á móti hefðu hann og fjölskylda sín fengið að nota bátana. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, spurði umbjóðanda sinn út í samskipti hans við Jón Gerald, og hvernig upphaf Baugsmálsins væri tilkomið. Vitnaði hann meðal annars í fréttir Fréttablaðsins þar sem sagt var frá tölvupóstsamskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur, þar sem rætt var að Jón Gerald væri illur út í Jón Ásgeir og Jóhannes, og „langaði mest að kála þeim". Gestur las upp úr tölvupósti frá Jóni Gerald til Jóns Ásgeirs frá byrjun júlí 2002, sem hann sagði hafa mikla þýðingu fyrir málið. Þar sakar Jón Gerald Jón Ásgeir um að hafa reynt að komast yfir eiginkonu sína. Jón Ásgeir svaraði og sagði viðskiptum þeirra lokið. Jón Ásgeir sagði að hann og Tryggvi hefðu talið að samningar hefðu náðst í byrjun júlí 2002 um að greiða Jóni Gerald fyrir það tjón sem hann sagðist hafa orðið fyrir vegna þess að Baugur hætti viðskiptum við hann. Í ljós hefði svo komið að á sama tíma hefði verið byrjað að leggja á ráðin um það sem Jón Ásgeir kallaði „aðförina að Baugi".
Fréttir Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira