Frábærar viðtökur á Pétri Gaut 2. mars 2007 09:15 Pétur Gautur Áhorfendur risu úr sætum og hylltu þreytta en ánægða leikara. „Eftir uppklappið var ekki laust við að spennufall ríkti baksviðs, dasaðir leikarar og tæknimenn gengu um eins og í leiðslu og hér og hvar glitti í tár á hvarmi, enda hjarta og sál bæði meyr og opin eftir átök kvöldsins.“ Svona lýsir leikarinn Ólafur Egill Egilsson stemningunni baksviðs eftir að Þjóðleikhúsið hafði frumsýnt uppfærslu sína á Pétri Gaut í Barbican Center á miðvikudagskvöldinu. Leikstjórinn Baltasar Kormákur var enda að vonum ánægður með viðtökurnar, áhorfendur risu úr sætum og klöppuðu leikhópnum lof í lófa. „Þetta voru frábærar viðtökur,“ sagði Baltasar, stoltur af sínu fólki sem hefur lagt allt sitt að veði svo að sýningin gengi fullkomlega upp. Og það virðist hún hafa gert ef marka má frásagnir leikstjórans og leikarans Ólafs Egils af viðbrögðum áhorfenda. Baltasar upplýsir jafnframt að forsvarsmenn leikhússins hefðu ólmir viljað bæta við sýningum en uppselt er á allar sem fyrirhugaðar eru. „Þau vilja bara bjóða okkur aftur út með þessa sýningu,“ segir leikstjórinn enda er Pétur Gautur eða Peer Gynt eins og verkið heitir á ensku það eina í leikhúsinu sem ekki er hægt að fá miða á. Mikil og stór veisla var síðan haldin eftir frumsýningu þar sem leikararnir gátu varpað öndinni léttar eftir mikil átök. „Þarna var mikið af góðu fólki, allar helstu stjörnurnar úr leikhúslífinu í London,“ segir Baltasar en Íslendingarnir gátu ekki verið lengi að enda er dagskráin þétt og næsta sýning strax kvöldið eftir. Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Eftir uppklappið var ekki laust við að spennufall ríkti baksviðs, dasaðir leikarar og tæknimenn gengu um eins og í leiðslu og hér og hvar glitti í tár á hvarmi, enda hjarta og sál bæði meyr og opin eftir átök kvöldsins.“ Svona lýsir leikarinn Ólafur Egill Egilsson stemningunni baksviðs eftir að Þjóðleikhúsið hafði frumsýnt uppfærslu sína á Pétri Gaut í Barbican Center á miðvikudagskvöldinu. Leikstjórinn Baltasar Kormákur var enda að vonum ánægður með viðtökurnar, áhorfendur risu úr sætum og klöppuðu leikhópnum lof í lófa. „Þetta voru frábærar viðtökur,“ sagði Baltasar, stoltur af sínu fólki sem hefur lagt allt sitt að veði svo að sýningin gengi fullkomlega upp. Og það virðist hún hafa gert ef marka má frásagnir leikstjórans og leikarans Ólafs Egils af viðbrögðum áhorfenda. Baltasar upplýsir jafnframt að forsvarsmenn leikhússins hefðu ólmir viljað bæta við sýningum en uppselt er á allar sem fyrirhugaðar eru. „Þau vilja bara bjóða okkur aftur út með þessa sýningu,“ segir leikstjórinn enda er Pétur Gautur eða Peer Gynt eins og verkið heitir á ensku það eina í leikhúsinu sem ekki er hægt að fá miða á. Mikil og stór veisla var síðan haldin eftir frumsýningu þar sem leikararnir gátu varpað öndinni léttar eftir mikil átök. „Þarna var mikið af góðu fólki, allar helstu stjörnurnar úr leikhúslífinu í London,“ segir Baltasar en Íslendingarnir gátu ekki verið lengi að enda er dagskráin þétt og næsta sýning strax kvöldið eftir.
Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein