Siggi Pálmi 17. mars 2007 00:01 Siggi Pálmi Nafn: Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson öðru nafni Ziggy Palmer. Fæðingarár: 1982, frekar ómerkilegt ár, Falklandsstríðið sennilega það markverðasta, síðan minnir mig að Andropov hafi tekið við af Brésnev sem aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og Helmut Kohl orðið kanslari Þýskalands. Á hundavaði: Stúdent, verslunarstörf, blaðamaður, ritstjóri Málsins og nú framkvæmdastjóri plötuútgáfu.Hvernig lágu leiðir ykkar Barða Jóhannssonar saman? Við hittumst fyrst í afmæli fyrir um ári síðan og fórum að tala um þetta. Hvernig verður hugmynd að fyrirtæki til? Ég sýndi þessu strax áhuga í byrjun. Mánuði síðar hringdi Barði og spurði hvort að ég vildi vera með. Og hvernig gengur? Er þetta mikið mál og mikil vinna? Það gengur vel og við höfum náð öllum okkar markmiðum á þeim skamma tíma sem við höfum verið að vinna að þessu. Það er gríðarleg vinna á bak við þetta og mikill hausverkur oft á tíðum. En ef maður ætlar að ná árangri þá þýðir ekkert minna. Hvert er fyrsta verkefnið? Að gefa úr Something Wrong með Bang Gang í Bandaríkjunum. Hvernig er samstarfið við Barða og hvernig skiptið þið verkum? Samstarfið er með ágætum, við náum vel saman og erum orðnir miklir vinir. Barði býr yfir mikill reynslu og er með ákveðna sýn. Sennilega er vandfundinn slíkur gæða samstarfsmaður. Verkaskiptingin er frekar frjáls, þó að ég sjái meira um daglegan rekstur fremur en Barði. Eru þetta ekki alls ólíkir markaðir, sá evrópski og sá bandaríski? Nú hef ég ekkert til að bera saman við, eflaust er það svo. Þið eruð með dreifingarsamning við RYKO, dótturfélag Warner Music. Hvernig fóruð þið að því? Með stöðugum símhringingum, tölvupóstsendingum og diskasendingum á alla dreifingaraðila í Bandaríkjunum. RYKO kannaðist svo við Barða frá fyrri tíð og þá komumst við í gegnum skiptiborðið hjá þeim. Hvaðan kom nafnið From Nowhere Records? Það var annað hvort Úti í Rassgati Records eða þetta. Mér fannst From Nowhere vera þjálla. Er ekki gott fyrir tónlistarfólk að eiga þá allan rétt, með eigin útgáfu? Fá kostnað til baka heldur en að risafyrirtæki ræni mann öllum peningum? Jú, fyrir listamann getur það verið mikilvægt að eiga útgáfufyrirtæki. Ef hann er tilbúinn í þessa vinnu, líkt og Barði, þá er þetta sniðugt. Annars getur líka verið þægilegt að hafa reynda menn í að sjá um útgáfuna svo að listamaðurinn geti einbeitt sér að því að búa til tónlist. Þetta snýst bara um þjónustu sem listamaðurinn fær, er hann tilbúinn til að inna hana af hendi sjálfur eða fá einhvern annan til að gera þetta. Hvað varðar að fá kostnað til baka þá eru listamenn oft ekki í stakk búnir til að leggjast út í þann kostnað og þá getur verið gott að leita til plötufyrirtækja. Ertu bjartsýnn á velgengni Bang Gang í USA? Maður ímyndar sér New York senuna sem ekkert nema eitthvað svakarokk... Ég er mjög sannfærður um að Bang Gang eigi efti að ná árangri í Bandaríkjunum.Hafa einhver lög farið í spilun – og ef svo er, hvernig ganga þau? Hvenær kemur platan út í US ? Find What You Get hefur verið í spilun í bandarísku háskólaútvarpi og hefur gengið vel. Var í janúar síðastliðnum í 116. sæti yfir mest spiluðu plötur, en listi þessi, CMJ 200 er samansettur úr listum yfir 400 útvarpsstöðva víðs vegar um Bandaríkin. Platan kemur síðan út víðs vegar um Bandaríkin þann 3. apríl næstkomandi. Eruð þið með önnur bönd í sigtinu til að „signa“ á útgáfuna? Ekkert ákveðið en fylgjumst lauslega með. Það er betra að halda fókus á fyrsta verkefnið og gera það vel. Verður þú þá að vera búsettur úti til þess að sjá um allt dæmið þar ytra? Já, ég verð hér í New York í nokkra mánuði. Og hvernig fílarðu borgina? Gríðarlega vel.Áttu einhverja uppáhaldstónleika- og veitingastaði sem þú mælir með þar? Í sannleika sagt þá fer ég voða lítið út og leiðist það mjög, sennilega búinn að fylla kvótann. Aftur á móti er ég gríðarlegur áhugamaður um mat og finnst gaman að prófa mat frá hinum og þessum stöðum. Er einnig mjög hrifinn af stöðum í anda Hard Rock, þó ekki staðnum sjálfum sem er orðinn of mikil túristabúlla. Dallas BBQ dettur mér fyrst í hug, þar er hægt að fá góð svínarif og hefur verið til síðan ég man eftir mér. Einnig finnst mér fátt betra en að fá mér eina pítsusneið, eða fara á kaffihús sem ber fram egg, beikon og pönnukökur. Leiðist hins vegar mjög að fara á einhverja hipp og kúl staði, þar sem ímynd staðarins er í fyrsta sæti og maturinn í öðru. Slíkir staðir eru fljótir að fara í og úr tísku, en góð matargerðarlist er eilíf. Það þykir víst voða töff að fara á einhvern stað hérna sem heitir Otto. Þangað mun ég aldrei fara. Þú hefur nú dálítinn fjölmiðlabakgrunn – hjálpar sú reynsla þér í hinum harða PR bransa ytra? Hversu ýtinn þarf maður að vera til að koma hlutum á framfæri? Reynslan af Mogganum nýtist manni í svo mörgu. Ég hef nú engin bein samskipti við fjölmiðla hérna en það að komast að kjarna málsins og sú gagnrýna hugsun sem maður lærði hjá Sidda og Gústa kemur sér alltaf vel. Skipta réttu kontaktarnir öllu máli? Mjög miklu máli. Er það kostur að vera frá Íslandi? Er mikill áhugi á íslenskri tónlist þarna ytra? Ísland þykir töff, og fólk man betur eftir manni. Áhugi á íslenskri tónlist er nú að mestu leyti afmarkaður við Björk og Sigur Rós. Það verður öðruvísi eftir eitt ár. Segðu mér aðeins frá bakhjörlum ykkar – FL group? Hvernig koma þeir að verkefninu? Þeir eiga fjárfestingarsjóð sem heitir Tónvís og sjóðurinn á þriðjung í félaginu. Tryggvi Jónsson er framkvæmdastjóri Tónvíss og er hann í stjórn From Nowhere Records. Það hefur reynst okkur vel að hafa mann eins og Tryggva í From Nowhere liðinu. Nú er South by Southwest næst á dagskrá, ekki satt? Jú Bang Gang spilar 17. mars. Draumurinn ? Draumar villa manni sýn, ég er bara með raunhæf markmið. Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Nafn: Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson öðru nafni Ziggy Palmer. Fæðingarár: 1982, frekar ómerkilegt ár, Falklandsstríðið sennilega það markverðasta, síðan minnir mig að Andropov hafi tekið við af Brésnev sem aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og Helmut Kohl orðið kanslari Þýskalands. Á hundavaði: Stúdent, verslunarstörf, blaðamaður, ritstjóri Málsins og nú framkvæmdastjóri plötuútgáfu.Hvernig lágu leiðir ykkar Barða Jóhannssonar saman? Við hittumst fyrst í afmæli fyrir um ári síðan og fórum að tala um þetta. Hvernig verður hugmynd að fyrirtæki til? Ég sýndi þessu strax áhuga í byrjun. Mánuði síðar hringdi Barði og spurði hvort að ég vildi vera með. Og hvernig gengur? Er þetta mikið mál og mikil vinna? Það gengur vel og við höfum náð öllum okkar markmiðum á þeim skamma tíma sem við höfum verið að vinna að þessu. Það er gríðarleg vinna á bak við þetta og mikill hausverkur oft á tíðum. En ef maður ætlar að ná árangri þá þýðir ekkert minna. Hvert er fyrsta verkefnið? Að gefa úr Something Wrong með Bang Gang í Bandaríkjunum. Hvernig er samstarfið við Barða og hvernig skiptið þið verkum? Samstarfið er með ágætum, við náum vel saman og erum orðnir miklir vinir. Barði býr yfir mikill reynslu og er með ákveðna sýn. Sennilega er vandfundinn slíkur gæða samstarfsmaður. Verkaskiptingin er frekar frjáls, þó að ég sjái meira um daglegan rekstur fremur en Barði. Eru þetta ekki alls ólíkir markaðir, sá evrópski og sá bandaríski? Nú hef ég ekkert til að bera saman við, eflaust er það svo. Þið eruð með dreifingarsamning við RYKO, dótturfélag Warner Music. Hvernig fóruð þið að því? Með stöðugum símhringingum, tölvupóstsendingum og diskasendingum á alla dreifingaraðila í Bandaríkjunum. RYKO kannaðist svo við Barða frá fyrri tíð og þá komumst við í gegnum skiptiborðið hjá þeim. Hvaðan kom nafnið From Nowhere Records? Það var annað hvort Úti í Rassgati Records eða þetta. Mér fannst From Nowhere vera þjálla. Er ekki gott fyrir tónlistarfólk að eiga þá allan rétt, með eigin útgáfu? Fá kostnað til baka heldur en að risafyrirtæki ræni mann öllum peningum? Jú, fyrir listamann getur það verið mikilvægt að eiga útgáfufyrirtæki. Ef hann er tilbúinn í þessa vinnu, líkt og Barði, þá er þetta sniðugt. Annars getur líka verið þægilegt að hafa reynda menn í að sjá um útgáfuna svo að listamaðurinn geti einbeitt sér að því að búa til tónlist. Þetta snýst bara um þjónustu sem listamaðurinn fær, er hann tilbúinn til að inna hana af hendi sjálfur eða fá einhvern annan til að gera þetta. Hvað varðar að fá kostnað til baka þá eru listamenn oft ekki í stakk búnir til að leggjast út í þann kostnað og þá getur verið gott að leita til plötufyrirtækja. Ertu bjartsýnn á velgengni Bang Gang í USA? Maður ímyndar sér New York senuna sem ekkert nema eitthvað svakarokk... Ég er mjög sannfærður um að Bang Gang eigi efti að ná árangri í Bandaríkjunum.Hafa einhver lög farið í spilun – og ef svo er, hvernig ganga þau? Hvenær kemur platan út í US ? Find What You Get hefur verið í spilun í bandarísku háskólaútvarpi og hefur gengið vel. Var í janúar síðastliðnum í 116. sæti yfir mest spiluðu plötur, en listi þessi, CMJ 200 er samansettur úr listum yfir 400 útvarpsstöðva víðs vegar um Bandaríkin. Platan kemur síðan út víðs vegar um Bandaríkin þann 3. apríl næstkomandi. Eruð þið með önnur bönd í sigtinu til að „signa“ á útgáfuna? Ekkert ákveðið en fylgjumst lauslega með. Það er betra að halda fókus á fyrsta verkefnið og gera það vel. Verður þú þá að vera búsettur úti til þess að sjá um allt dæmið þar ytra? Já, ég verð hér í New York í nokkra mánuði. Og hvernig fílarðu borgina? Gríðarlega vel.Áttu einhverja uppáhaldstónleika- og veitingastaði sem þú mælir með þar? Í sannleika sagt þá fer ég voða lítið út og leiðist það mjög, sennilega búinn að fylla kvótann. Aftur á móti er ég gríðarlegur áhugamaður um mat og finnst gaman að prófa mat frá hinum og þessum stöðum. Er einnig mjög hrifinn af stöðum í anda Hard Rock, þó ekki staðnum sjálfum sem er orðinn of mikil túristabúlla. Dallas BBQ dettur mér fyrst í hug, þar er hægt að fá góð svínarif og hefur verið til síðan ég man eftir mér. Einnig finnst mér fátt betra en að fá mér eina pítsusneið, eða fara á kaffihús sem ber fram egg, beikon og pönnukökur. Leiðist hins vegar mjög að fara á einhverja hipp og kúl staði, þar sem ímynd staðarins er í fyrsta sæti og maturinn í öðru. Slíkir staðir eru fljótir að fara í og úr tísku, en góð matargerðarlist er eilíf. Það þykir víst voða töff að fara á einhvern stað hérna sem heitir Otto. Þangað mun ég aldrei fara. Þú hefur nú dálítinn fjölmiðlabakgrunn – hjálpar sú reynsla þér í hinum harða PR bransa ytra? Hversu ýtinn þarf maður að vera til að koma hlutum á framfæri? Reynslan af Mogganum nýtist manni í svo mörgu. Ég hef nú engin bein samskipti við fjölmiðla hérna en það að komast að kjarna málsins og sú gagnrýna hugsun sem maður lærði hjá Sidda og Gústa kemur sér alltaf vel. Skipta réttu kontaktarnir öllu máli? Mjög miklu máli. Er það kostur að vera frá Íslandi? Er mikill áhugi á íslenskri tónlist þarna ytra? Ísland þykir töff, og fólk man betur eftir manni. Áhugi á íslenskri tónlist er nú að mestu leyti afmarkaður við Björk og Sigur Rós. Það verður öðruvísi eftir eitt ár. Segðu mér aðeins frá bakhjörlum ykkar – FL group? Hvernig koma þeir að verkefninu? Þeir eiga fjárfestingarsjóð sem heitir Tónvís og sjóðurinn á þriðjung í félaginu. Tryggvi Jónsson er framkvæmdastjóri Tónvíss og er hann í stjórn From Nowhere Records. Það hefur reynst okkur vel að hafa mann eins og Tryggva í From Nowhere liðinu. Nú er South by Southwest næst á dagskrá, ekki satt? Jú Bang Gang spilar 17. mars. Draumurinn ? Draumar villa manni sýn, ég er bara með raunhæf markmið.
Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira