Ég var bara kjúklingur fyrir átta árum 31. mars 2007 10:00 Anna Bryndís Blöndal getur í dag orðið Íslandsmeistari í handbolta með Stjörnunni í þriðja sinn. Anna er eini leikmaður liðsins í dag sem spilaði með meistaraliðinu 1999 en með sigri á Akureyri í dag verður liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 8 ár. „Það er orðið langt síðan Íslandsbikarinn kom hingað. Það duttu margir út eftir að við unnum 1999 og það tók við endurnýjun sem er að skila sér núna. Þessar ungu stelpur sem hafa verið að koma inn í meistaraflokkinn eru að blómstra núna,“ segir Anna sem hefur engar áhyggjur af því að þær klúðri titlinum úr þessu. „Þetta er komið í mínum huga. Við erum með besta liðið og mestu breiddina og mér hefði fundist það vera skandall ef við hefðum ekki unnið titilinn. Ég er samt mjög ánægð með að við skulum vera að ná honum,“ segir Anna sem segir hinar stelpurnar eiga eftir að kynnast frábærri tilfinningu. „Þegar maður vinnur þá veit maður fyrst hversu sárt það er að tapa,“ segir Anna sem segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst. „Ég var kjúklingur fyrir átta árum og horfði bara á stjörnurnar og fylgdi þeim. Núna er ég meira þessi sem talar og ríf stelpurnar með mér. Þetta hefur snúist við,“ segir Anna. „Yfirleitt spilaði maður 59 mínútur en núna er maður ekki að spila nærri alla leikina. Það er samt mjög gaman og það er ótrúlegt hvað það hefur verið góð samstaða í Stjörnuliðinu miðað við það hvað það eru margir góðir leikmenn að slást um stöður í liðinu,“ segir Anna. Anna var lítið með í fyrra en hefur verið í stóru hlutverki hjá Stjörnuliðinu í vetur. „Ég var að útskrifast sem lyfjafræðingur og var að klára lokaritgerðina mína. Maður á tvö börn og heimili og árið á undan var mjög erfitt. Ég ákvað að taka mér frí og einbeita mér að ritgerðinni og útskrifast. Ég held að ég hefði bara brunnið út ef að ég hefði reynt að spila síðasta vetur,“ segir Anna sem er í skýjunum með veturinn. „Við erum búnar að standa okkur frábærlega í vetur og stóðumst þá pressu sem var sett á okkur. Sú sem tekur vítin skorar náttúrlega mest en að öðru leyti eru allir að skora 3 til 4 mörk í leik og þetta er að dreifast rosalega vel á hópinn,“ segir Anna sem sjálf hefur skorað 3,2 mörk að meðaltali í leik. Olís-deild kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Anna Bryndís Blöndal getur í dag orðið Íslandsmeistari í handbolta með Stjörnunni í þriðja sinn. Anna er eini leikmaður liðsins í dag sem spilaði með meistaraliðinu 1999 en með sigri á Akureyri í dag verður liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 8 ár. „Það er orðið langt síðan Íslandsbikarinn kom hingað. Það duttu margir út eftir að við unnum 1999 og það tók við endurnýjun sem er að skila sér núna. Þessar ungu stelpur sem hafa verið að koma inn í meistaraflokkinn eru að blómstra núna,“ segir Anna sem hefur engar áhyggjur af því að þær klúðri titlinum úr þessu. „Þetta er komið í mínum huga. Við erum með besta liðið og mestu breiddina og mér hefði fundist það vera skandall ef við hefðum ekki unnið titilinn. Ég er samt mjög ánægð með að við skulum vera að ná honum,“ segir Anna sem segir hinar stelpurnar eiga eftir að kynnast frábærri tilfinningu. „Þegar maður vinnur þá veit maður fyrst hversu sárt það er að tapa,“ segir Anna sem segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst. „Ég var kjúklingur fyrir átta árum og horfði bara á stjörnurnar og fylgdi þeim. Núna er ég meira þessi sem talar og ríf stelpurnar með mér. Þetta hefur snúist við,“ segir Anna. „Yfirleitt spilaði maður 59 mínútur en núna er maður ekki að spila nærri alla leikina. Það er samt mjög gaman og það er ótrúlegt hvað það hefur verið góð samstaða í Stjörnuliðinu miðað við það hvað það eru margir góðir leikmenn að slást um stöður í liðinu,“ segir Anna. Anna var lítið með í fyrra en hefur verið í stóru hlutverki hjá Stjörnuliðinu í vetur. „Ég var að útskrifast sem lyfjafræðingur og var að klára lokaritgerðina mína. Maður á tvö börn og heimili og árið á undan var mjög erfitt. Ég ákvað að taka mér frí og einbeita mér að ritgerðinni og útskrifast. Ég held að ég hefði bara brunnið út ef að ég hefði reynt að spila síðasta vetur,“ segir Anna sem er í skýjunum með veturinn. „Við erum búnar að standa okkur frábærlega í vetur og stóðumst þá pressu sem var sett á okkur. Sú sem tekur vítin skorar náttúrlega mest en að öðru leyti eru allir að skora 3 til 4 mörk í leik og þetta er að dreifast rosalega vel á hópinn,“ segir Anna sem sjálf hefur skorað 3,2 mörk að meðaltali í leik.
Olís-deild kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti