Foringi er bara maður um stund 26. maí 2007 00:01 Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksinins segir stjórnmálaforingja seinni ára hafa tekið sér meiri völd í flokkunum heldur en þeir eigi að hafa. „Flokkarnir eru alltof mikið tengdir nafni foringjanna en foringi er bara maður um stund sem ber að fara af virðingu eftir þeim leikreglum sem eru við lýði.“ fréttablaðið/gva Hvernig ætlarðu að byggja flokkinn upp? „Ég legg áherslu á aðeins eitt í þeim efnum; að menn standi eins og einn maður til að byggja Framsóknarflokkinn upp og gera hann að því öfluga þjóðmálaafli sem hann á að vera og hefur verið í áratugi. Til þess höfum við gnægð tækifæra.“ Eftir kosningar veltu framsóknarmenn fyrir sér hvort betra væri að slíkt uppbyggingarstarf færi fram innan eða utan stjórnar. Hvað finnst þér? „Ég tók þátt í stjórnarmyndun með Jóni Sigurðssyni þegar Sjálfstæðisflokkurinn lét sem hann vildi halda í þá ríkisstjórn sem ekki féll í kosningunum en auðvitað velti ég vöngum. Það gat verið til styrktar fyrir okkur að halda stjórnarsamstarfinu áfram en ég hygg að það hefði reynt mjög á okkur. Nú lítum við yfir þann kafla og göngum glaðir og reifir til þeirra verka að vera í stjórnarandstöðu og huga að framtíð flokksins.“ Hverja telur þú vera skýringuna á slæmu gengi Framsóknarflokksins í kosningunum?„Síðasta kjörtímabil var Framsóknarflokknum mjög erfitt, og reyndar Sjálfstæðisflokknum einnig framan af. Átökin um fjölmiðlalögin reyndu á og Íraksmálið fór ver með okkur en sjálfstæðismenn því svona ákvörðun er í anda Sjálfstæðisflokksins en hún var erfiðari fyrir Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson vegna sögu flokksins og uppbyggingar hans. Framsóknarflokkurinn er friðarflokkur og var tvíklofinn í fimmtíu ár vegna varnarmála. Stór hópur framsóknarmanna vildi að herinn færi og yrði ekki hér á friðartímum. Ég var í þeim hópi. Ég get líka nefnt einkavæðinguna þar sem Halldór Ásgrímsson var nánast lagður í einelti þrátt fyrir að margoft hafi verið sýnt fram á að Búnaðarbankinn var seldur hæstbjóðanda. Þetta var í raun og veru ljótur leikur stjórnarandstöðu og fjölmiðla. Einnig get ég nefnt að forsætisráðherratíð Halldórs reyndi bæði á hann og flokkinn og eftir á að hyggja virðist sem mörgum hafi þótt í mikið ráðist fyrir minni flokkinn í ríkisstjórninni að takast á við það verkefni. Var Sjálfstæðisflokkurinn heill í því? Ég spyr. Svo lágum við undir þeim áróðri að Sjálfstæðisflokkurinn réði flestu. Ég viðurkenni að við fórum illa út úr umræðum um að skattar á hátekjumenn hefðu verið lækkaðir en hækkaðir hlutfallslega á lægri launin. Þetta segir manni hvað mikilvægt er að hafa fjármálaráðuneytið í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.“ Hvaða innri mál voru flokknum erfið?„Ef ég á að nefna eitt stórt mál þá var Evrópusambandsumræðan okkur langerfiðust. Hún var u-beygja í stefnumörkun Framsóknarflokksins. Svo er enginn vafi á að innkoma og leikþáttur Kristins H. Gunnarssonar var okkur dýrkeyptur. Hann lék sig alltaf framsóknarmanninn sem var á móti mikilvægum verkefnum, ekki síst einkavæðingu og sölu ríkisfyrirtækja sem var óhjákvæmilegt vegna EES-samninganna.“ Kom til greina að þið hélduð ekki stjórnarsamstarfinu áfram eftir kosningarnar 2003? „Já, margir framsóknarmenn töldu það koma vel til greina en í raun var það aldrei á dagskrá. Vissulega áttum við þann möguleika að hverfa úr samstarfinu og ganga réttir frá því en ég held að átökin grimmu í kosningabaráttunni við Samfylkinguna hafi reynt mjög á Halldór og hann því verið þeirrar skoðunar að réttast væri að halda áfram með Sjálfstæðisflokknum og takast síðar á við forsætisráðherrastarfið.“ Hvernig gekk Halldóri að sinna flokksstarfinu samhliða því að vera utanríkisráðherra? „Halldór var auðvitað gríðarlega duglegur að halda fundi innanlands alla sína formannstíð. Ég lít samt svo á að það sé afleit staða fyrir formann í flokki að vera utanríkisráðherra enda fylgja því eilíf ferðalög og fjarvera frá búinu og það þarf enginn að efast um það að eilífar flugferðir um allan heim taka þrek og reyna á menn. Fyrir utan hitt að utanríkisráðherrar horfa á pólitíkina frá öðrum sjónarhóli. Þetta starf breytir oft viðhorfum manna til hins litla Íslands. Ég setti það fram í kringum 1997 að þessi staða væri afleit og að foringi Framsóknarflokksins ætti miklu heldur að vera í fjármálaráðuneytinu heldur en utanríkisráðuneytinu. Þannig hefði líka myndast betra mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn því á eftir forsætisráðuneytinu er fjármálaráðuneytið valdamest.“ Þegar Halldór hætti varðst þú – varaformaðurinn – ekki formaður líkt og oft hefur gerst í stjórnmálunum. Hvers vegna ekki? „Halldór taldi mig ekki þann rétt borna arftaka sem Framsóknarflokkurinn ætti að fá. Ég veit ekki hvers vegna það var, hvort hann treysti mér ekki fyrir flokknum eða hvort andstaða mín við þessa Evrópusambandshugsun hans réði því. Við stóðum ekki á götuhornum og rifumst og tókumst reyndar mjög sjaldan á opinberlega en við gerðum það um Evrópumálin og þau átök reyndu á okkar samskipti. Hins vegar átti hann í raun ekkert með að segja til um hver tæki við formennskunni. Það eru flokksmenn sem eiga að ráða því. Framsóknarflokkurinn er ekki hlutafélag, hann er sameign 12 þúsund flokksmanna og lýtur skýrum lögum og leikreglum.“ Fannst þér sjálfum eðlilegt að þú tækir við af Halldóri? „Ég taldi eðlilegt að forystuskipti í Framsóknarflokknum færu fram með sama hætti og í Sjálfstæðisflokknum þar sem Geir tók við af Davíð og flokkurinn styrktist um leið. Framsóknarflokkurinn lenti hins vegar í þeirri ógæfu sem aldrei má gerast að foringjaskipti fóru ekki fram með þeim hætti sem þeim bar að gera. Eftir einhver römmustu átök sem ég hef lent í pólitískt sá ég að um mig yrði ekki sátt á þeim tíma og eftir þau átök var ég ekki viss um mína pólitísku stöðu. Ég lét þó reyna á það að halda stöðu minni sem varaformaður annaðhvort með Jóni Sigurðssyni eða Siv Friðleifsdóttur og ég vann þá kosningu með miklum glæsibrag gegn öflugum þingmanni og ráðherra, Jónínu Bjartmarz, og fann að styrkur minn í flokknum var mikill þrátt fyrir átökin.“ Hvernig sérðu pólitíska vegferð þína til þessa? „Ungur gekk ég Framsóknarflokknum á hönd og hef verið lengi á vettvangi en það hafa skipst á skin og skúrir. Mér gekk ekkert verulega vel framan af en ég hygg að ég hafi batnað sem stjórnmálamaður eftir því sem ég fékk meiri ábyrgð og þegar ég varð leiðtogi í mínu kjördæmi hófst nýr dagur hjá mér pólitískt. Eftir glæsilega kosningu 1999 kom að því að forysta flokksins gat ekki gengið lengur fram hjá mér við ráðherraval. Hvað sem segja má um minn ráðherraferil, um hann verða aðrir að dæma, þá einkenndist hann af bjartsýni, trú og jákvæðni. Hvernig var samstarf ykkar Jóns Sigurðssonar? „Ég stóð mjög þétt við hlið Jóns og aldrei féll styggðarorð á milli okkar vinanna. Flokksmenn vita að ég er drenglundaður og heilsteyptur og þannig hef ég kynnt mig bæði innan flokks og utan. Nú þegar Jón hverfur á braut get ég ekki annað en tekið við brúnni og ég held að við séum öll sammála síðustu ráðum hans um að ég taki við flokknum og að kjörinn verði nýr varaformaður við þær aðstæður. Svo mun auðvitað ný forysta takast á við framtíðina og ákveða með sinni miðstjórn hvenær flokksþing kemur saman. Það var mikil og góð samstaða um að kjósa Siv Friðleifsdóttur sem formann þingflokksins þannig að ég vona að okkur takist það mikilvægasta, að ná samstöðu um okkar forystusveit á öllum stigum.“ Völd formanna stjórnmálaflokka virðast algjör. Ráða þeir of miklu? „Ég held að menn taki sér stundum meiri völd en þeir eiga að hafa og tel að það hafi stjórnmálaforingjar seinni ára gert í of ríkum mæli. Það er ekki bara formönnunum að kenna því almennir flokksmenn virðast oft líta fyrst til þeirra og svo til flokksins. Það verður til Framsóknarflokkur Steingríms, Framsóknarflokkur Halldórs, Sjálfstæðisflokkur Davíðs og Samfylking Ingibjargar Sólrúnar. Flokkarnir eru alltof mikið tengdir nafni foringjanna en foringi er bara maður um stund sem ber að fara af virðingu eftir þeim leikreglum sem eru við lýði.“ Hvernig pólitík ætlar Framsóknarflokkurinn að reka í stjórnarandstöðunni? „Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið heiðarlegur í stjórnarandstöðu og lagt upp úr því að hrópa ekki á torgum heldur vera málefnalegur og drengilegur og ég vona sannarlega að það verði þannig. Það verður tekist á um margt í stefnu þessarar ríkisstjórnar bæði pólitískt og í samfélaginu og við munum koma fram eins og alltaf af eindrægni og heiðarleika. Við verðum ekki nei-flokkur í stjórnarandstöðu heldur flokkur sem segir hvert hann myndi fara í átakamálum og segir í hvaða málum hann styður stefnu stjórnvalda.“ Ýmislegt í stjórnarsáttmálanum rímar ágætlega við stefnu Framsóknarflokksins. Þurfið þið að gera ykkur upp ágreining? „Ríkisstjórnin sem fór frá skilar af sér góðu búi. Við vorum annar helmingurinn í þeirri stjórn og eigum mikið í því samfélagi sem hefur byggst upp á síðustu árum. Margt í áformum ríkisstjórnarinnar stendur á okkar verkum og margt var búið að plana fram í tímann. Ég nefni öldrunarmálin. Við sömdum við aldraða um að leysa þau á næstu þremur árum. Ég nefni líka stækkun friðlandsins í Þjórsárverum sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ganga frá með okkar umhverfisráðherra. Nú hefur því máli verið lokað og við fögnum því. Það ríkir samstaða milli stjórnar og stjórnarandstöðu um mörg mál en þar sem beygt er af leið í grundvallaratriðum munum við að sjálfsögðu veita aðhald.“ Það er ekki sérstakur kærleikur milli Framsóknarflokksins og VG. Hvernig verður samstarf ykkar í stjórnarandstöðunni? „Auðvitað náum við samstöðu um grundvallaratriði í stjórnarandstöðu en við verðum ekki í nánara samstarfi en það. Vinstri grænir er stjórnmálaflokkur sem er svipaður flokkum sem eru til um alla Evrópu. Þetta eru stjórnarandstöðumenn, þetta eru nei-menn og þeir eru í raun hvergi leiddir til valda. Þess vegna gerðum við okkur alltaf grein fyrir því að svokölluð vinstri stjórn með þeim var tæplega á dagskrá. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gaf þeim sparkið af þessum ástæðum og kaus sjálf að bjarga eigin formannstíð með því að ganga höfuðandstæðingi sínum, eins og hún hefur lýst, á hendur.“ Hvað heldur að gerist á pólitíska sviðinu á næstu árum? „Minn draumur er að hér verði þrír öflugir og sterkir flokkar. Það verði Sjálfstæðisflokkurinn til hægri, Framsóknarflokkurinn í miðjunni og öflugur verkamannaflokkur til vinstri sem er fær um samstarf með Framsóknarflokknum. Svo kannski einhverjir smáflokkar til hægri eða vinstri sem styðja stóru blokkirnar við stjórnarmyndanir. Þannig tel ég að lýðræðinu yrði best stýrt í framtíðinni. Auðvitað óttast ég en vona um leið ekki að Sjálfstæðisflokkurinn ráði hér för í 20 til 30 ár samfleytt. Ég óttast líka að við verðum að sætta okkur við að verða um nokkurt skeið í stjórnarandstöðu því það tekur Sjálfstæðisflokkinn töluverðan tíma að sundra Samfylkingunni. Sá tími getur hins vegar verið nógu langur til að samfélagsmyndin á Íslandi skekkist mjög í anda hægrimanna. Þetta getur því orðið töluvert langur tími frá Stjórnarráðinu en það á að vera tími til að eignast aftur sterkan og samstilltan Framsóknarflokk.“Í sambandi Guðni Ágústsson segir hefur trú á að með samstilltu átaki takist framsóknarmönnum að byggja flokkinn upp. Til þess séu næg tækifæri. fréttablaðið/gva Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hvernig ætlarðu að byggja flokkinn upp? „Ég legg áherslu á aðeins eitt í þeim efnum; að menn standi eins og einn maður til að byggja Framsóknarflokkinn upp og gera hann að því öfluga þjóðmálaafli sem hann á að vera og hefur verið í áratugi. Til þess höfum við gnægð tækifæra.“ Eftir kosningar veltu framsóknarmenn fyrir sér hvort betra væri að slíkt uppbyggingarstarf færi fram innan eða utan stjórnar. Hvað finnst þér? „Ég tók þátt í stjórnarmyndun með Jóni Sigurðssyni þegar Sjálfstæðisflokkurinn lét sem hann vildi halda í þá ríkisstjórn sem ekki féll í kosningunum en auðvitað velti ég vöngum. Það gat verið til styrktar fyrir okkur að halda stjórnarsamstarfinu áfram en ég hygg að það hefði reynt mjög á okkur. Nú lítum við yfir þann kafla og göngum glaðir og reifir til þeirra verka að vera í stjórnarandstöðu og huga að framtíð flokksins.“ Hverja telur þú vera skýringuna á slæmu gengi Framsóknarflokksins í kosningunum?„Síðasta kjörtímabil var Framsóknarflokknum mjög erfitt, og reyndar Sjálfstæðisflokknum einnig framan af. Átökin um fjölmiðlalögin reyndu á og Íraksmálið fór ver með okkur en sjálfstæðismenn því svona ákvörðun er í anda Sjálfstæðisflokksins en hún var erfiðari fyrir Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson vegna sögu flokksins og uppbyggingar hans. Framsóknarflokkurinn er friðarflokkur og var tvíklofinn í fimmtíu ár vegna varnarmála. Stór hópur framsóknarmanna vildi að herinn færi og yrði ekki hér á friðartímum. Ég var í þeim hópi. Ég get líka nefnt einkavæðinguna þar sem Halldór Ásgrímsson var nánast lagður í einelti þrátt fyrir að margoft hafi verið sýnt fram á að Búnaðarbankinn var seldur hæstbjóðanda. Þetta var í raun og veru ljótur leikur stjórnarandstöðu og fjölmiðla. Einnig get ég nefnt að forsætisráðherratíð Halldórs reyndi bæði á hann og flokkinn og eftir á að hyggja virðist sem mörgum hafi þótt í mikið ráðist fyrir minni flokkinn í ríkisstjórninni að takast á við það verkefni. Var Sjálfstæðisflokkurinn heill í því? Ég spyr. Svo lágum við undir þeim áróðri að Sjálfstæðisflokkurinn réði flestu. Ég viðurkenni að við fórum illa út úr umræðum um að skattar á hátekjumenn hefðu verið lækkaðir en hækkaðir hlutfallslega á lægri launin. Þetta segir manni hvað mikilvægt er að hafa fjármálaráðuneytið í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.“ Hvaða innri mál voru flokknum erfið?„Ef ég á að nefna eitt stórt mál þá var Evrópusambandsumræðan okkur langerfiðust. Hún var u-beygja í stefnumörkun Framsóknarflokksins. Svo er enginn vafi á að innkoma og leikþáttur Kristins H. Gunnarssonar var okkur dýrkeyptur. Hann lék sig alltaf framsóknarmanninn sem var á móti mikilvægum verkefnum, ekki síst einkavæðingu og sölu ríkisfyrirtækja sem var óhjákvæmilegt vegna EES-samninganna.“ Kom til greina að þið hélduð ekki stjórnarsamstarfinu áfram eftir kosningarnar 2003? „Já, margir framsóknarmenn töldu það koma vel til greina en í raun var það aldrei á dagskrá. Vissulega áttum við þann möguleika að hverfa úr samstarfinu og ganga réttir frá því en ég held að átökin grimmu í kosningabaráttunni við Samfylkinguna hafi reynt mjög á Halldór og hann því verið þeirrar skoðunar að réttast væri að halda áfram með Sjálfstæðisflokknum og takast síðar á við forsætisráðherrastarfið.“ Hvernig gekk Halldóri að sinna flokksstarfinu samhliða því að vera utanríkisráðherra? „Halldór var auðvitað gríðarlega duglegur að halda fundi innanlands alla sína formannstíð. Ég lít samt svo á að það sé afleit staða fyrir formann í flokki að vera utanríkisráðherra enda fylgja því eilíf ferðalög og fjarvera frá búinu og það þarf enginn að efast um það að eilífar flugferðir um allan heim taka þrek og reyna á menn. Fyrir utan hitt að utanríkisráðherrar horfa á pólitíkina frá öðrum sjónarhóli. Þetta starf breytir oft viðhorfum manna til hins litla Íslands. Ég setti það fram í kringum 1997 að þessi staða væri afleit og að foringi Framsóknarflokksins ætti miklu heldur að vera í fjármálaráðuneytinu heldur en utanríkisráðuneytinu. Þannig hefði líka myndast betra mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn því á eftir forsætisráðuneytinu er fjármálaráðuneytið valdamest.“ Þegar Halldór hætti varðst þú – varaformaðurinn – ekki formaður líkt og oft hefur gerst í stjórnmálunum. Hvers vegna ekki? „Halldór taldi mig ekki þann rétt borna arftaka sem Framsóknarflokkurinn ætti að fá. Ég veit ekki hvers vegna það var, hvort hann treysti mér ekki fyrir flokknum eða hvort andstaða mín við þessa Evrópusambandshugsun hans réði því. Við stóðum ekki á götuhornum og rifumst og tókumst reyndar mjög sjaldan á opinberlega en við gerðum það um Evrópumálin og þau átök reyndu á okkar samskipti. Hins vegar átti hann í raun ekkert með að segja til um hver tæki við formennskunni. Það eru flokksmenn sem eiga að ráða því. Framsóknarflokkurinn er ekki hlutafélag, hann er sameign 12 þúsund flokksmanna og lýtur skýrum lögum og leikreglum.“ Fannst þér sjálfum eðlilegt að þú tækir við af Halldóri? „Ég taldi eðlilegt að forystuskipti í Framsóknarflokknum færu fram með sama hætti og í Sjálfstæðisflokknum þar sem Geir tók við af Davíð og flokkurinn styrktist um leið. Framsóknarflokkurinn lenti hins vegar í þeirri ógæfu sem aldrei má gerast að foringjaskipti fóru ekki fram með þeim hætti sem þeim bar að gera. Eftir einhver römmustu átök sem ég hef lent í pólitískt sá ég að um mig yrði ekki sátt á þeim tíma og eftir þau átök var ég ekki viss um mína pólitísku stöðu. Ég lét þó reyna á það að halda stöðu minni sem varaformaður annaðhvort með Jóni Sigurðssyni eða Siv Friðleifsdóttur og ég vann þá kosningu með miklum glæsibrag gegn öflugum þingmanni og ráðherra, Jónínu Bjartmarz, og fann að styrkur minn í flokknum var mikill þrátt fyrir átökin.“ Hvernig sérðu pólitíska vegferð þína til þessa? „Ungur gekk ég Framsóknarflokknum á hönd og hef verið lengi á vettvangi en það hafa skipst á skin og skúrir. Mér gekk ekkert verulega vel framan af en ég hygg að ég hafi batnað sem stjórnmálamaður eftir því sem ég fékk meiri ábyrgð og þegar ég varð leiðtogi í mínu kjördæmi hófst nýr dagur hjá mér pólitískt. Eftir glæsilega kosningu 1999 kom að því að forysta flokksins gat ekki gengið lengur fram hjá mér við ráðherraval. Hvað sem segja má um minn ráðherraferil, um hann verða aðrir að dæma, þá einkenndist hann af bjartsýni, trú og jákvæðni. Hvernig var samstarf ykkar Jóns Sigurðssonar? „Ég stóð mjög þétt við hlið Jóns og aldrei féll styggðarorð á milli okkar vinanna. Flokksmenn vita að ég er drenglundaður og heilsteyptur og þannig hef ég kynnt mig bæði innan flokks og utan. Nú þegar Jón hverfur á braut get ég ekki annað en tekið við brúnni og ég held að við séum öll sammála síðustu ráðum hans um að ég taki við flokknum og að kjörinn verði nýr varaformaður við þær aðstæður. Svo mun auðvitað ný forysta takast á við framtíðina og ákveða með sinni miðstjórn hvenær flokksþing kemur saman. Það var mikil og góð samstaða um að kjósa Siv Friðleifsdóttur sem formann þingflokksins þannig að ég vona að okkur takist það mikilvægasta, að ná samstöðu um okkar forystusveit á öllum stigum.“ Völd formanna stjórnmálaflokka virðast algjör. Ráða þeir of miklu? „Ég held að menn taki sér stundum meiri völd en þeir eiga að hafa og tel að það hafi stjórnmálaforingjar seinni ára gert í of ríkum mæli. Það er ekki bara formönnunum að kenna því almennir flokksmenn virðast oft líta fyrst til þeirra og svo til flokksins. Það verður til Framsóknarflokkur Steingríms, Framsóknarflokkur Halldórs, Sjálfstæðisflokkur Davíðs og Samfylking Ingibjargar Sólrúnar. Flokkarnir eru alltof mikið tengdir nafni foringjanna en foringi er bara maður um stund sem ber að fara af virðingu eftir þeim leikreglum sem eru við lýði.“ Hvernig pólitík ætlar Framsóknarflokkurinn að reka í stjórnarandstöðunni? „Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið heiðarlegur í stjórnarandstöðu og lagt upp úr því að hrópa ekki á torgum heldur vera málefnalegur og drengilegur og ég vona sannarlega að það verði þannig. Það verður tekist á um margt í stefnu þessarar ríkisstjórnar bæði pólitískt og í samfélaginu og við munum koma fram eins og alltaf af eindrægni og heiðarleika. Við verðum ekki nei-flokkur í stjórnarandstöðu heldur flokkur sem segir hvert hann myndi fara í átakamálum og segir í hvaða málum hann styður stefnu stjórnvalda.“ Ýmislegt í stjórnarsáttmálanum rímar ágætlega við stefnu Framsóknarflokksins. Þurfið þið að gera ykkur upp ágreining? „Ríkisstjórnin sem fór frá skilar af sér góðu búi. Við vorum annar helmingurinn í þeirri stjórn og eigum mikið í því samfélagi sem hefur byggst upp á síðustu árum. Margt í áformum ríkisstjórnarinnar stendur á okkar verkum og margt var búið að plana fram í tímann. Ég nefni öldrunarmálin. Við sömdum við aldraða um að leysa þau á næstu þremur árum. Ég nefni líka stækkun friðlandsins í Þjórsárverum sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ganga frá með okkar umhverfisráðherra. Nú hefur því máli verið lokað og við fögnum því. Það ríkir samstaða milli stjórnar og stjórnarandstöðu um mörg mál en þar sem beygt er af leið í grundvallaratriðum munum við að sjálfsögðu veita aðhald.“ Það er ekki sérstakur kærleikur milli Framsóknarflokksins og VG. Hvernig verður samstarf ykkar í stjórnarandstöðunni? „Auðvitað náum við samstöðu um grundvallaratriði í stjórnarandstöðu en við verðum ekki í nánara samstarfi en það. Vinstri grænir er stjórnmálaflokkur sem er svipaður flokkum sem eru til um alla Evrópu. Þetta eru stjórnarandstöðumenn, þetta eru nei-menn og þeir eru í raun hvergi leiddir til valda. Þess vegna gerðum við okkur alltaf grein fyrir því að svokölluð vinstri stjórn með þeim var tæplega á dagskrá. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gaf þeim sparkið af þessum ástæðum og kaus sjálf að bjarga eigin formannstíð með því að ganga höfuðandstæðingi sínum, eins og hún hefur lýst, á hendur.“ Hvað heldur að gerist á pólitíska sviðinu á næstu árum? „Minn draumur er að hér verði þrír öflugir og sterkir flokkar. Það verði Sjálfstæðisflokkurinn til hægri, Framsóknarflokkurinn í miðjunni og öflugur verkamannaflokkur til vinstri sem er fær um samstarf með Framsóknarflokknum. Svo kannski einhverjir smáflokkar til hægri eða vinstri sem styðja stóru blokkirnar við stjórnarmyndanir. Þannig tel ég að lýðræðinu yrði best stýrt í framtíðinni. Auðvitað óttast ég en vona um leið ekki að Sjálfstæðisflokkurinn ráði hér för í 20 til 30 ár samfleytt. Ég óttast líka að við verðum að sætta okkur við að verða um nokkurt skeið í stjórnarandstöðu því það tekur Sjálfstæðisflokkinn töluverðan tíma að sundra Samfylkingunni. Sá tími getur hins vegar verið nógu langur til að samfélagsmyndin á Íslandi skekkist mjög í anda hægrimanna. Þetta getur því orðið töluvert langur tími frá Stjórnarráðinu en það á að vera tími til að eignast aftur sterkan og samstilltan Framsóknarflokk.“Í sambandi Guðni Ágústsson segir hefur trú á að með samstilltu átaki takist framsóknarmönnum að byggja flokkinn upp. Til þess séu næg tækifæri. fréttablaðið/gva
Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira