Ítölsk fágun 2. júní 2007 00:01 Elegant húðlitaður hnésíður silkikjóll með fallegum bryddingum. Hönnuðurinn Alberta Ferretti er stórt nafn í tískuheiminum í dag. Hún er talin einn frumlegasti hönnuður Ítala og er fræg fyrir að skapa þægileg en að sama skapi íburðarmikil föt. Hún notar dýr og fáguð efni til að skapa stíl sem er í senn klæðilegur, mjúkur og kvenlegur. Með því að blanda saman rómantík og þægindum hefur hún fest sig í sessi sem ein áhrifamesta kona á Ítalíu í dag, og merkið hennar Philosophy veltir milljörðum á ári hverju. Ferretti er einn uppáhaldshönnuður Hollywood-stjarnanna sem klæðast gjarnan kjólum hennar á rauða dreglinum. Hún er ein af mörgum Evrópskum hönnuðum sem eru um þessar mundir að sýna svokallaða „ Resort" línu í New York. „Resort" þýðir í raun sumarferðastaður og fötin að sama skapi afslöppuð og henta heitara loftslagi. Lína Ferretti fyrir 2008 vakti mikla lukku í stóra eplinu og fötin voru aðallega í dimmbláum og fílabeinslitum tónum með akkerum ofnum í peysur og prjónakjóla. Dökkbláir jakkar í sjóliðastíl voru settir saman við stuttbuxur, pólóbolir saman við stelpuleg plíseruð pils og einnig gaf að líta flotta skyrtukjóla sem sýndu mikið af berum sólbrúnum leggjum. Eins og tískuspekúlöntunum varð að orði minnti línan á franska strandbæinn Deauville á þriðja áratugnum. Sumsé, innblásið af sjónum og ströndinni en alveg nógu smart til þess að ganga um götur stórborganna. Hvað kvöldkjóla varðaði var nóg af fisléttum og kvenlegum chiffonkjólum sem eflaust munu njóta mikilla vinsælda hjá Hollywood-dömunum. Fimm leiðir að lúkkinu: Daufir og elegant litir: svart, beige, hvítt og dökkblátt Rómantísk smáatriði: blóm, plíseringar og útsaumur Kvenlegheit: Sexý án þess að vera of sexý Þægilegt: Fötin eru aldrei of þröng eða flókin Pils: Ferretti gerir út á hnésíð pils og kjóla Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið
Hönnuðurinn Alberta Ferretti er stórt nafn í tískuheiminum í dag. Hún er talin einn frumlegasti hönnuður Ítala og er fræg fyrir að skapa þægileg en að sama skapi íburðarmikil föt. Hún notar dýr og fáguð efni til að skapa stíl sem er í senn klæðilegur, mjúkur og kvenlegur. Með því að blanda saman rómantík og þægindum hefur hún fest sig í sessi sem ein áhrifamesta kona á Ítalíu í dag, og merkið hennar Philosophy veltir milljörðum á ári hverju. Ferretti er einn uppáhaldshönnuður Hollywood-stjarnanna sem klæðast gjarnan kjólum hennar á rauða dreglinum. Hún er ein af mörgum Evrópskum hönnuðum sem eru um þessar mundir að sýna svokallaða „ Resort" línu í New York. „Resort" þýðir í raun sumarferðastaður og fötin að sama skapi afslöppuð og henta heitara loftslagi. Lína Ferretti fyrir 2008 vakti mikla lukku í stóra eplinu og fötin voru aðallega í dimmbláum og fílabeinslitum tónum með akkerum ofnum í peysur og prjónakjóla. Dökkbláir jakkar í sjóliðastíl voru settir saman við stuttbuxur, pólóbolir saman við stelpuleg plíseruð pils og einnig gaf að líta flotta skyrtukjóla sem sýndu mikið af berum sólbrúnum leggjum. Eins og tískuspekúlöntunum varð að orði minnti línan á franska strandbæinn Deauville á þriðja áratugnum. Sumsé, innblásið af sjónum og ströndinni en alveg nógu smart til þess að ganga um götur stórborganna. Hvað kvöldkjóla varðaði var nóg af fisléttum og kvenlegum chiffonkjólum sem eflaust munu njóta mikilla vinsælda hjá Hollywood-dömunum. Fimm leiðir að lúkkinu: Daufir og elegant litir: svart, beige, hvítt og dökkblátt Rómantísk smáatriði: blóm, plíseringar og útsaumur Kvenlegheit: Sexý án þess að vera of sexý Þægilegt: Fötin eru aldrei of þröng eða flókin Pils: Ferretti gerir út á hnésíð pils og kjóla
Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið