Langar að halda áfram 13. júní 2007 08:30 Guðmundur Ingvarsson og Alfreð á blaðamannafundi landsliðsins í gær. Alfreð langar óneitanlega að halda áfram með liðið sem leikur nú um laust sæti á EM í Noregi í janúar á næsta ári. MYND/Pjetur Alfreð Gíslason landsliðsþjálfara langar til að vera áfram með íslenska liðið. Hann segist þó eiga mjög erfitt með það en hann mun setjast niður með HSÍ og ræða stöðuna eftir leikinn gegn Serbum sem fer fram á sunnudaginn kemur. Alfreð Gíslason lýsti því yfir á sínum tíma að hann ætlaði sér að hætta með íslenska handboltalandsliðið eftir umspilsleikina gegn Serbum. Síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn en á blaðamannafundi í gær sagði Alfreð við Fréttablaðið að hann væri mjög ánægður með stöðuna og vildi gjarnan vera áfram með liðið, en hvort hann ætti kost á því væri annað mál. Alfreð þjálfar sem kunnugt er Gummersbach í Þýskalandi samhliða landsliðinu og tími er eitthvað sem hann hefur ekki á reiðum höndum. „Það fer ekki á milli mála að ég hef haft mjög gaman að því að vinna með strákunum í landsliðinu, Einari framkvæmdastjóra og öllum hjá HSÍ. Það er allt öðruvísi að vinna fyrir Íslands hönd, heila þjóð, heldur en hjá félagsliði. Auðvitað langar mig eins og alla að taka eitt mót í viðbót en ég sé eiginlega bara ekki hvernig í ósköpunum ég á að fara að því," sagði landsliðsþjálfarinn. Alfreð tók við landsliðinu eftir Evrópumótið í Sviss. Hann kom liðinu á Heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvo umspilsleiki gegn Svíum þar sem Ísland lenti í áttunda sæti. Hann tók svo við Gummersbach síðasta sumar en félagið hefur áhyggjur af tímanum sem fer í landsliðið hjá þjálfaranum. „Gummersbach er það sem stendur í vegi fyrir mér auk þess sem ég get ekki unnið endalaust. Ég er aldrei heima hjá fjölskyldunni minni. Ég veit að það á líka við um strákana en ég þarf að gera ýmislegt annað en að mæta á æfingar, til dæmis að sitja yfir myndböndum og klippa þau saman. Það eru ekki bara keppnirnar sjálfar heldur þarf alltaf strax að huga að næstu verkefnum. Þetta er rosalega mikið og ég sé eiginlega ekki hvernig ég á að fara að þessu," sagði Alfreð. En er útilokað að hann verði áfram með landsliðið? „Ég segi ekki að það sé útilokað, aldrei að segja aldrei. Við Einar munum ræða saman eftir leikinn á sunnudaginn. En þegar ég er að vinna að einhverju vil ég gera það almennilega. Fyrr eða síðar fer maður kannski að gera hvort tveggja illa," sagði Alfreð Gíslason en forráðamenn HSÍ hafa aldrei farið leynt með ánægju sína með landsliðsþjálfarann. Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfara langar til að vera áfram með íslenska liðið. Hann segist þó eiga mjög erfitt með það en hann mun setjast niður með HSÍ og ræða stöðuna eftir leikinn gegn Serbum sem fer fram á sunnudaginn kemur. Alfreð Gíslason lýsti því yfir á sínum tíma að hann ætlaði sér að hætta með íslenska handboltalandsliðið eftir umspilsleikina gegn Serbum. Síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn en á blaðamannafundi í gær sagði Alfreð við Fréttablaðið að hann væri mjög ánægður með stöðuna og vildi gjarnan vera áfram með liðið, en hvort hann ætti kost á því væri annað mál. Alfreð þjálfar sem kunnugt er Gummersbach í Þýskalandi samhliða landsliðinu og tími er eitthvað sem hann hefur ekki á reiðum höndum. „Það fer ekki á milli mála að ég hef haft mjög gaman að því að vinna með strákunum í landsliðinu, Einari framkvæmdastjóra og öllum hjá HSÍ. Það er allt öðruvísi að vinna fyrir Íslands hönd, heila þjóð, heldur en hjá félagsliði. Auðvitað langar mig eins og alla að taka eitt mót í viðbót en ég sé eiginlega bara ekki hvernig í ósköpunum ég á að fara að því," sagði landsliðsþjálfarinn. Alfreð tók við landsliðinu eftir Evrópumótið í Sviss. Hann kom liðinu á Heimsmeistaramótið í Þýskalandi eftir tvo umspilsleiki gegn Svíum þar sem Ísland lenti í áttunda sæti. Hann tók svo við Gummersbach síðasta sumar en félagið hefur áhyggjur af tímanum sem fer í landsliðið hjá þjálfaranum. „Gummersbach er það sem stendur í vegi fyrir mér auk þess sem ég get ekki unnið endalaust. Ég er aldrei heima hjá fjölskyldunni minni. Ég veit að það á líka við um strákana en ég þarf að gera ýmislegt annað en að mæta á æfingar, til dæmis að sitja yfir myndböndum og klippa þau saman. Það eru ekki bara keppnirnar sjálfar heldur þarf alltaf strax að huga að næstu verkefnum. Þetta er rosalega mikið og ég sé eiginlega ekki hvernig ég á að fara að þessu," sagði Alfreð. En er útilokað að hann verði áfram með landsliðið? „Ég segi ekki að það sé útilokað, aldrei að segja aldrei. Við Einar munum ræða saman eftir leikinn á sunnudaginn. En þegar ég er að vinna að einhverju vil ég gera það almennilega. Fyrr eða síðar fer maður kannski að gera hvort tveggja illa," sagði Alfreð Gíslason en forráðamenn HSÍ hafa aldrei farið leynt með ánægju sína með landsliðsþjálfarann.
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira