Sparisjóðirnir þurfa að breytast Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. júlí 2007 00:45 SPRON hefur upplýst um fyrstu skref stjórnar sjóðsins í þá átt að breyta honum í hlutafélag. Stórfelldar breytingar hafa átt sér stað á bankamarkaði hér á örfáum árum þar sem smábankar hafa breyst í alþjóðlegar fjármálastofnanir. Fagna ber viðleitni sparisjóðsins í þá veru að gera sig gildandi í virkri samkeppni við risana á heimamarkaði og gera má ráð fyrir að sama metnað sé að finna í öðrum sparisjóðum. Rekstrarform sparisjóðanna er þeim hins vegar fjötur um fót í samkeppninni og hljóta því þeir sem umhugað er um samkeppni á íslenskum bankamarkaði að styðja sjóðina í því að breyta rekstrarformi sínu. Í viðtali við Guðmund Hauksson, sparisjóðsstjóra SPRON, hér í blaðinu, kemur fram að til þess að fá hagfelldara lánshæfismat hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum þurfi sjóðirnir að breyta rekstrarfyrirkomulagi sínu. Með betra lánshæfismati batna þau kjör sem fjármálastofnunum standa til boða á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum, en á slíka markaði hafa íslensku bankarnir sótt sér peninga í útrás sinni og fjármögnun lána. Í einhverjum tilvikum kunna samt fleiri en stofnfjáreigendur einir að gera tilkall til eignarhlutar í sparisjóði sem breytt er í hlutafélag, einfaldlega vegna þess að viðskiptavinir sjóðanna hafa átt sinn þátt í uppgangi þeirra með því að geyma þar peningana sína. Þetta mun þó ekki eiga við um SPRON vegna þess að yfir 90 prósent af eigin fé sjóðsins hefur myndast á nokkuð skömmum tíma, í gegnum arð af rekstri og vegna þess að stofnfjáreigendur hafa lagt sjóðnum til fé. Óráðstafað eigið fé frá fyrri tíð er því lítill þáttur í eiginfjárstöðu sjóðsins. Óvíst er að sömu sögu sé að segja um smærri sparisjóði sem þá þyrftu að grípa til aðgerða til að koma sér í þá stöðu að geta breytt rekstrarformi sínu. Í orðræðu fyrri ára um breytt rekstrarform sparisjóða komu fram þau rök að forða þyrfti sjóðunum frá því að verða keyptir upp af stærri fjármálafyrirtækjum því þar með myndi aukast hér fákeppni. Síst verður að teljast betra að sjóðirnir veslist upp í samkeppninni vegna þess að rekstrarformið gerir þeim ekki kleift að fá viðunandi kjör í fjármögnun á starfsemi sinni. Þá má ekki gleymast að með breyttu formi er sjóðunum líka gert auðveldara að vaxa og dafna með samruna við smærri fjármálafyrirtæki. Með sameiningum og breytingum í rekstri, sókn inn á ný markaðssvæði og viðskiptum með eignarhluti hafa sparisjóðirnir sýnt allt annað en vilja til að leggja upp laupana og gera má ráð fyrir að með breytingum á rekstrarformi haldi þeir áfram að sýna af sér sama dugnað og vilja til þess að efla starfsemi sína. Ljóst má því vera að breytinga er þörf á lögum um sparisjóði til þess að auðvelda megi þeim að taka skref til framþróunar og framtíðar þar sem þeir geti einnig vaxið og dafnað líkt og bankarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
SPRON hefur upplýst um fyrstu skref stjórnar sjóðsins í þá átt að breyta honum í hlutafélag. Stórfelldar breytingar hafa átt sér stað á bankamarkaði hér á örfáum árum þar sem smábankar hafa breyst í alþjóðlegar fjármálastofnanir. Fagna ber viðleitni sparisjóðsins í þá veru að gera sig gildandi í virkri samkeppni við risana á heimamarkaði og gera má ráð fyrir að sama metnað sé að finna í öðrum sparisjóðum. Rekstrarform sparisjóðanna er þeim hins vegar fjötur um fót í samkeppninni og hljóta því þeir sem umhugað er um samkeppni á íslenskum bankamarkaði að styðja sjóðina í því að breyta rekstrarformi sínu. Í viðtali við Guðmund Hauksson, sparisjóðsstjóra SPRON, hér í blaðinu, kemur fram að til þess að fá hagfelldara lánshæfismat hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum þurfi sjóðirnir að breyta rekstrarfyrirkomulagi sínu. Með betra lánshæfismati batna þau kjör sem fjármálastofnunum standa til boða á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum, en á slíka markaði hafa íslensku bankarnir sótt sér peninga í útrás sinni og fjármögnun lána. Í einhverjum tilvikum kunna samt fleiri en stofnfjáreigendur einir að gera tilkall til eignarhlutar í sparisjóði sem breytt er í hlutafélag, einfaldlega vegna þess að viðskiptavinir sjóðanna hafa átt sinn þátt í uppgangi þeirra með því að geyma þar peningana sína. Þetta mun þó ekki eiga við um SPRON vegna þess að yfir 90 prósent af eigin fé sjóðsins hefur myndast á nokkuð skömmum tíma, í gegnum arð af rekstri og vegna þess að stofnfjáreigendur hafa lagt sjóðnum til fé. Óráðstafað eigið fé frá fyrri tíð er því lítill þáttur í eiginfjárstöðu sjóðsins. Óvíst er að sömu sögu sé að segja um smærri sparisjóði sem þá þyrftu að grípa til aðgerða til að koma sér í þá stöðu að geta breytt rekstrarformi sínu. Í orðræðu fyrri ára um breytt rekstrarform sparisjóða komu fram þau rök að forða þyrfti sjóðunum frá því að verða keyptir upp af stærri fjármálafyrirtækjum því þar með myndi aukast hér fákeppni. Síst verður að teljast betra að sjóðirnir veslist upp í samkeppninni vegna þess að rekstrarformið gerir þeim ekki kleift að fá viðunandi kjör í fjármögnun á starfsemi sinni. Þá má ekki gleymast að með breyttu formi er sjóðunum líka gert auðveldara að vaxa og dafna með samruna við smærri fjármálafyrirtæki. Með sameiningum og breytingum í rekstri, sókn inn á ný markaðssvæði og viðskiptum með eignarhluti hafa sparisjóðirnir sýnt allt annað en vilja til að leggja upp laupana og gera má ráð fyrir að með breytingum á rekstrarformi haldi þeir áfram að sýna af sér sama dugnað og vilja til þess að efla starfsemi sína. Ljóst má því vera að breytinga er þörf á lögum um sparisjóði til þess að auðvelda megi þeim að taka skref til framþróunar og framtíðar þar sem þeir geti einnig vaxið og dafnað líkt og bankarnir.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun