Vofa Víkverja gengur ljósum logum 7. janúar 2007 19:05 Það er mikið um auglýsingar sem maður getur látið fara í taugarnar á sér. Þá er auðvitað best að slökkva á sjónvarpinu, segja menn. En í skammdeginu vill maður kannski láta sumt fara í taugarnar á sér. Vond er auglýsingaherferð Kaupþings - hún er ótrúlega misheppnuð. Enn verri eru auglýsingarnar frá Alcan með englasöngnum í kerskálanum. Verst er auglýsing Icelandair sem fjallar um allt það sem Íslendingar gefið heiminum og útlendingar ættu að vera þakklátir fyrir. Raunar var gert grín að henni í hinu listilega skemmtilega áramótaskaupi sem ég náði að horfa á í gær. Takk fyrir það. Þetta hljómar auðvitað eins og víkverjatuð hjá mér, en það er einmitt lóðið. Þessi svokallaði bloggheimur er að verða eins og einn gígantískur víkverjapistill. Í Víkverja er alltaf verið að skrifa um áramótaskaup, auglýsingar, sjónvarpsdagskrána, poppkornsskrjáf í kvikmyndahúsum, málvillur í skjátextum, bílastæði og þessháttar. Ég verð að viðurkenna að eftir sjö ár á netinu er mér skapi næst að hætta þessu - nota krafta mína einhvers annars staðar. Það má líka líkja þessu við spjallþræði. Bloggsamfélagið hérna er eins og stór spjallþráður þar sem sömu mennirnir eru yfirleitt að eiga orðastað hver við annan. Allt verður það fljótt fyrirsjáanlegt og kannski ekki ýkja merkilegra en málverjavefurinn sem svo margir hafa úthrópað. Yfirleitt er sjónarhornið mjög þröngt, oft einhver tíðindi um fólk sem er að skipta um vinnu eða fara í framboð, en þess verður sjaldan vart að bloggararnir fylgist með hugmyndum eða heimsmálum. Að því leyti er þetta ekki á hærra plani en Málefnin. Ég sagði um daginn að ég væri ekki bloggari því ég hefði byrjað að skrifa á netið mörgum árum áður en ég heyrði orðið fyrst. Líklega uppgötvaði ég það seinna en margir aðrir. Einhverjir spekingar hafa verið að gera grín að þessu. Þeir mega gera það - sumir skrifa oft ágætar greinar á netið, aðrir ná sér aldrei upp úr víkverjafasanum. En mér leiðist þetta orð frekar - ég er sáttari við að skrifa pistla eða greinar eða dálka eins og það myndi kannski heita á blaði. Þetta er svolítið eins og sumir menn sem ég þekkti og gátu ekki borið sér í munn orðið "ljóð", ortu alltaf "kvæði". Ég kann ekki að yrkja, en ef ég gæti það myndi ég kalla það kvæði en ekki ljóð. Ég fæ líka grænar bólur af því orði. Annars er eftirminnilegasta fréttin undanfarið dauði mannsins sem fann upp skyndinúðlurnar. Hann hlýtur að teljast velgjörðarmaður eldhúslatra einstæðinga um allan heim. Illugi Jökulsson hefur breytt um skoðun og er orðinn Evrópusinni, en það kemur æ betur í ljós að stærsti atburðurinn á síðasta ári var þegar íslenska þjóðin sameinaðist um að svindla í keppni sem haldin var í Bandaríkjunum, kaus Magna á öllum tímabeltum. Við skömmumst okkur ekkert fyrir þetta umfangsmikla og víðtæka netsvindl. Það fyndnasta var hins vegar í áramótaskaupinu þegar Gísli á Uppsölum gekk aftur í Jökulsárgöngu Ómars Ragnarssonar. Ég hef áður sagt frá þeirri skoðun manns sem þekkti Gísla öðrum betur, nágranna hans úr Selárdal - sá sagði að Gísli hefði ekki verið vitund skrítinn, hann hefði bara "lent í þessu". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun
Það er mikið um auglýsingar sem maður getur látið fara í taugarnar á sér. Þá er auðvitað best að slökkva á sjónvarpinu, segja menn. En í skammdeginu vill maður kannski láta sumt fara í taugarnar á sér. Vond er auglýsingaherferð Kaupþings - hún er ótrúlega misheppnuð. Enn verri eru auglýsingarnar frá Alcan með englasöngnum í kerskálanum. Verst er auglýsing Icelandair sem fjallar um allt það sem Íslendingar gefið heiminum og útlendingar ættu að vera þakklátir fyrir. Raunar var gert grín að henni í hinu listilega skemmtilega áramótaskaupi sem ég náði að horfa á í gær. Takk fyrir það. Þetta hljómar auðvitað eins og víkverjatuð hjá mér, en það er einmitt lóðið. Þessi svokallaði bloggheimur er að verða eins og einn gígantískur víkverjapistill. Í Víkverja er alltaf verið að skrifa um áramótaskaup, auglýsingar, sjónvarpsdagskrána, poppkornsskrjáf í kvikmyndahúsum, málvillur í skjátextum, bílastæði og þessháttar. Ég verð að viðurkenna að eftir sjö ár á netinu er mér skapi næst að hætta þessu - nota krafta mína einhvers annars staðar. Það má líka líkja þessu við spjallþræði. Bloggsamfélagið hérna er eins og stór spjallþráður þar sem sömu mennirnir eru yfirleitt að eiga orðastað hver við annan. Allt verður það fljótt fyrirsjáanlegt og kannski ekki ýkja merkilegra en málverjavefurinn sem svo margir hafa úthrópað. Yfirleitt er sjónarhornið mjög þröngt, oft einhver tíðindi um fólk sem er að skipta um vinnu eða fara í framboð, en þess verður sjaldan vart að bloggararnir fylgist með hugmyndum eða heimsmálum. Að því leyti er þetta ekki á hærra plani en Málefnin. Ég sagði um daginn að ég væri ekki bloggari því ég hefði byrjað að skrifa á netið mörgum árum áður en ég heyrði orðið fyrst. Líklega uppgötvaði ég það seinna en margir aðrir. Einhverjir spekingar hafa verið að gera grín að þessu. Þeir mega gera það - sumir skrifa oft ágætar greinar á netið, aðrir ná sér aldrei upp úr víkverjafasanum. En mér leiðist þetta orð frekar - ég er sáttari við að skrifa pistla eða greinar eða dálka eins og það myndi kannski heita á blaði. Þetta er svolítið eins og sumir menn sem ég þekkti og gátu ekki borið sér í munn orðið "ljóð", ortu alltaf "kvæði". Ég kann ekki að yrkja, en ef ég gæti það myndi ég kalla það kvæði en ekki ljóð. Ég fæ líka grænar bólur af því orði. Annars er eftirminnilegasta fréttin undanfarið dauði mannsins sem fann upp skyndinúðlurnar. Hann hlýtur að teljast velgjörðarmaður eldhúslatra einstæðinga um allan heim. Illugi Jökulsson hefur breytt um skoðun og er orðinn Evrópusinni, en það kemur æ betur í ljós að stærsti atburðurinn á síðasta ári var þegar íslenska þjóðin sameinaðist um að svindla í keppni sem haldin var í Bandaríkjunum, kaus Magna á öllum tímabeltum. Við skömmumst okkur ekkert fyrir þetta umfangsmikla og víðtæka netsvindl. Það fyndnasta var hins vegar í áramótaskaupinu þegar Gísli á Uppsölum gekk aftur í Jökulsárgöngu Ómars Ragnarssonar. Ég hef áður sagt frá þeirri skoðun manns sem þekkti Gísla öðrum betur, nágranna hans úr Selárdal - sá sagði að Gísli hefði ekki verið vitund skrítinn, hann hefði bara "lent í þessu".