Íslenska landsliðið í handbolta hefur forystu, 16-15, í æfingaleik liðsins við Tékkland sem fram fer í Laugardalshöllinni. Íslenska liðið hefur verið nokkuð frá sínu besta í leiknum en jafnt hefur verið á nánast öllum tölum.
Þetta er fyrri æfingaleikur þjóðanna af tveimur um helgina en sá síðari fer fram í Laugardalshöllinni á sama tíma, 16:15, á morgun.