Meiningarlausar spurningar saksóknara 14. febrúar 2007 10:58 Deilt var á Sigurð Tómas Magnússon settan saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að fylgja ekki eftir áætlun um yfirheyrslu vitna í Baugsmálinu. Jakob Möller lögmaður Tryggva Jónssonar sagði um mikil afglöp að ræða hjá settum saksóknara og að menn þyrftu að sitja undir; "sumpart meiningarlausum spurningum." Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jakob bentu á að áætlunin væri gengin verulega úr skorðum. Arngrímur Ísberg dómari sagði óskandi að málið gengi hraðar fyrir sig. Hann ítrekaði að spurningar mættu vera markvissari hjá saksóknara. Fram kom í máli Sigurðar Tómasar að hann teldi að það tæki allt að tvo daga, daginn í dag og morgundaginn, að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri, en ákveðið hefur verið að Jón Ásgeir komi fyrir dóminn eftir hádegi á morgun. Yfirheyrslum yfir honum átti að ljúka á hádegi í dag. Þeim verður haldið áfram eftir hádegi og lýkur líklega eftir hádegi á morgun. Dómari sagðist vona að það myndi standa en saksóknari sagðist engu geta lofað um það. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs sagðist aldrei hafa kynnst því áður á 30 ára ferli sínum sem lögfræðingur að áætlanir hafi farið svo mikið úr skorðum. Ákæruvaldið hafi þegar notað meiri tíma í yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri en gefið hafði verið út. Sigurður Tómas benti á að gert væri ráð fyrir að minni tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni en áætlað hafði verið og þar myndi tíminn jafnast út. Gestur spurði skjólstæðing sinn út í ákæruliði 10-13 sem snúa að meintum bókhaldsbrotum tengum Baugi. Sigurður Tómas tók þá við að yfirheyra Jón Ásgeir um 14. lið ákærunnar sem jafnframt snýr að rangfærslum í bókhaldi Baugs í tengslum við viðskipti með bréf Arcadia. Þær yfirheyrslur standa enn yfir og ekki er ljóst hvort þeim lýkur fyrir hádegi. Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Sjá meira
Deilt var á Sigurð Tómas Magnússon settan saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að fylgja ekki eftir áætlun um yfirheyrslu vitna í Baugsmálinu. Jakob Möller lögmaður Tryggva Jónssonar sagði um mikil afglöp að ræða hjá settum saksóknara og að menn þyrftu að sitja undir; "sumpart meiningarlausum spurningum." Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jakob bentu á að áætlunin væri gengin verulega úr skorðum. Arngrímur Ísberg dómari sagði óskandi að málið gengi hraðar fyrir sig. Hann ítrekaði að spurningar mættu vera markvissari hjá saksóknara. Fram kom í máli Sigurðar Tómasar að hann teldi að það tæki allt að tvo daga, daginn í dag og morgundaginn, að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri, en ákveðið hefur verið að Jón Ásgeir komi fyrir dóminn eftir hádegi á morgun. Yfirheyrslum yfir honum átti að ljúka á hádegi í dag. Þeim verður haldið áfram eftir hádegi og lýkur líklega eftir hádegi á morgun. Dómari sagðist vona að það myndi standa en saksóknari sagðist engu geta lofað um það. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs sagðist aldrei hafa kynnst því áður á 30 ára ferli sínum sem lögfræðingur að áætlanir hafi farið svo mikið úr skorðum. Ákæruvaldið hafi þegar notað meiri tíma í yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri en gefið hafði verið út. Sigurður Tómas benti á að gert væri ráð fyrir að minni tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni en áætlað hafði verið og þar myndi tíminn jafnast út. Gestur spurði skjólstæðing sinn út í ákæruliði 10-13 sem snúa að meintum bókhaldsbrotum tengum Baugi. Sigurður Tómas tók þá við að yfirheyra Jón Ásgeir um 14. lið ákærunnar sem jafnframt snýr að rangfærslum í bókhaldi Baugs í tengslum við viðskipti með bréf Arcadia. Þær yfirheyrslur standa enn yfir og ekki er ljóst hvort þeim lýkur fyrir hádegi.
Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Sjá meira