Miklar vegaframkvæmdir fara illa saman með uppbyggingu stóriðju 25. mars 2007 18:30 Það fer illa saman að ætla sér að leggja Sundabraut og tvöfalda Hvalfjarðargöng á sama tíma og uppi eru áform um stækkun og uppbyggingu nýrra álvera, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nauðsynlegt sé að auka útflutning, meðal annars á áli, til að vinna gegn gríðarlegum viðskiptahalla, en samgöngumannvirki eigi að skipuleggja til lengri tíma. Í fréttum okkar í gær greindum við frá leiðara Þorsteins Pálssonar ritstjóra Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði menn hafa fundið hjáleiðina í ríkisfjármálum. Þar reifaði Þorsteinn hvernig Alþingi hefði fyrir viku áætlað 8 milljarða í Sundabraut frá árinu 2008 til 2010, en viku seinna tækju forystumenn stjórnarflokkanna vel í hugmyndir Faxaflóahafna að klára Sundabraut á allra næstu árum fyrir 22 milljarða. Þá gagnrýndi Þorsteinn að bankarnir lýstu áhuga á að taka þátt í fjármögnuninni, en þeir hefðu verið duglegastir að gagnrýna ríkisvaldið fyrir þensluhvetjandi aðgerðir, sem stuðluðu að hárri verðbólgu og vöxtum. Auk þess að klára Sundabraut, stefnir Spölur, sem er í meirihlutaeign Faxaflóahafna, að því að tvöfalda Hvalfjarðargöng á næstu árum fyrir um 8 milljarða. "Menn hafa alltaf haft tilhneigingu að stýra efnahagsástandinu með því að skera niður eða bæta í vegaframkvæmdir. En okkar skoðun er sú að hér þurfi að vinna meira eftir langtímaáætlunum," segir Sveinn Hannesson formaður Samtaka iðnaðrins. Sveinn minnir á að til séu orðin mörg stór og öflug verktakafyrirtæki sem þurfi á stöðugleika að halda. Þau geti ekki ýmist pakkað saman eða tvöfaldað sína afkastagetu. Því sé skynsamlegt að dreifa stórum verkefnum. En þenslan undanfarin ár hefur leitt til hárrar verðbólgu og vaxta. Þær framkvæmdir sem nú er verið að tala um eru samanlag upp á 30 milljarða, fyrir utan hundruð milljarða sem samþykktir voru í samgönguáætlun fyrir hálfum mánuði eða svo. "Þetta eru rosalegar tölur sem hér er verið að tala um og það er spurningin hvort menn verði þá ekki að skera niður annars staðar á meðan þetta gengur yfir," segir Sveinn. Íslendingar eiga heimsmet í viðskiptahalla í hinum vestræna heimi og hefur hann aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Sveinn segir því nauðsynlegt að auka útflutningstekjur, m.a. af áli. Sveinn segir þetta ekki vinna vel saman. Það hljóti allir að sjá það. "Ég spyr, af hverju dettur engum í hug að fæla burt ferðamenn, loka verslunum eða stoppa útrás bankanna? Það talar enginn um það enda yrðu þeir ekki teknir alvarlega sem kæmu með slíkar hugmyndir," segir Sveinn. "Ég tel að við þurfum fyrst og fremst á því að halda að auka okkar útflutningstekjur. Við erum með mikinn og viðvarandi viðskiptahalla og það ætti að vera forgangsverkefni að auka útflutningstekjur af vöru og þjónustu," segir Sveinn Hannesson formaður samtaka iðnaðarins. Samgöngur Stóriðja Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Það fer illa saman að ætla sér að leggja Sundabraut og tvöfalda Hvalfjarðargöng á sama tíma og uppi eru áform um stækkun og uppbyggingu nýrra álvera, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nauðsynlegt sé að auka útflutning, meðal annars á áli, til að vinna gegn gríðarlegum viðskiptahalla, en samgöngumannvirki eigi að skipuleggja til lengri tíma. Í fréttum okkar í gær greindum við frá leiðara Þorsteins Pálssonar ritstjóra Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði menn hafa fundið hjáleiðina í ríkisfjármálum. Þar reifaði Þorsteinn hvernig Alþingi hefði fyrir viku áætlað 8 milljarða í Sundabraut frá árinu 2008 til 2010, en viku seinna tækju forystumenn stjórnarflokkanna vel í hugmyndir Faxaflóahafna að klára Sundabraut á allra næstu árum fyrir 22 milljarða. Þá gagnrýndi Þorsteinn að bankarnir lýstu áhuga á að taka þátt í fjármögnuninni, en þeir hefðu verið duglegastir að gagnrýna ríkisvaldið fyrir þensluhvetjandi aðgerðir, sem stuðluðu að hárri verðbólgu og vöxtum. Auk þess að klára Sundabraut, stefnir Spölur, sem er í meirihlutaeign Faxaflóahafna, að því að tvöfalda Hvalfjarðargöng á næstu árum fyrir um 8 milljarða. "Menn hafa alltaf haft tilhneigingu að stýra efnahagsástandinu með því að skera niður eða bæta í vegaframkvæmdir. En okkar skoðun er sú að hér þurfi að vinna meira eftir langtímaáætlunum," segir Sveinn Hannesson formaður Samtaka iðnaðrins. Sveinn minnir á að til séu orðin mörg stór og öflug verktakafyrirtæki sem þurfi á stöðugleika að halda. Þau geti ekki ýmist pakkað saman eða tvöfaldað sína afkastagetu. Því sé skynsamlegt að dreifa stórum verkefnum. En þenslan undanfarin ár hefur leitt til hárrar verðbólgu og vaxta. Þær framkvæmdir sem nú er verið að tala um eru samanlag upp á 30 milljarða, fyrir utan hundruð milljarða sem samþykktir voru í samgönguáætlun fyrir hálfum mánuði eða svo. "Þetta eru rosalegar tölur sem hér er verið að tala um og það er spurningin hvort menn verði þá ekki að skera niður annars staðar á meðan þetta gengur yfir," segir Sveinn. Íslendingar eiga heimsmet í viðskiptahalla í hinum vestræna heimi og hefur hann aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Sveinn segir því nauðsynlegt að auka útflutningstekjur, m.a. af áli. Sveinn segir þetta ekki vinna vel saman. Það hljóti allir að sjá það. "Ég spyr, af hverju dettur engum í hug að fæla burt ferðamenn, loka verslunum eða stoppa útrás bankanna? Það talar enginn um það enda yrðu þeir ekki teknir alvarlega sem kæmu með slíkar hugmyndir," segir Sveinn. "Ég tel að við þurfum fyrst og fremst á því að halda að auka okkar útflutningstekjur. Við erum með mikinn og viðvarandi viðskiptahalla og það ætti að vera forgangsverkefni að auka útflutningstekjur af vöru og þjónustu," segir Sveinn Hannesson formaður samtaka iðnaðarins.
Samgöngur Stóriðja Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira