Lárus tekur við forstjórastóli í Glitni 30. apríl 2007 16:36 Lárus Welding, nýráðinn forstjóri Glitnis. Mynd/Stefán Lárus Welding hefur verið ráðinn forstjóri Glitnis. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ármannssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra í 10 ár. Lárus Welding hefur verið framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í Lundúnum frá 2003 en hann hóf starfsferil sinn innan bankakerfisins á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Fjárfestingarbankinn rann saman við Íslandsbanka árið 2000 og heitir nú Glitnir. Í tilkynningu frá Glitni segir að sem forstjóri Glitnis muni Lárus, sem er þrítugur að aldri, bera ábyrgð á að fylgja eftir stefnumörkun bankans og leiða um 1.900 manna starfslið í 10 löndum. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Glitnis var ákveðið að Þorsteinn M. Jónsson, formaður stjórnar kókverksmiðjunnar Vífilfells, yrði stjórnarformaður og Jón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Fl Group, varaformaður. Markaðsvirði Glitnis við lok 1. ársfjórðungs 2007 var um 400 milljarðar íslenskra króna og heildareignir um 2.200 milljarðar króna. Á næstu dögum munu Lárus Welding og Bjarni Ármannsson heimsækja starfsstöðvar Glitnis og hitta starfsfólk auk þess að heimsækja matsfyrirtæki, greiningaraðila og fjölmiðla. Lárus Welding er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, löggiltur verðbréfamiðlari og með próf í fjármálum frá UK Securities Institute í Bretlandi. Lárus hóf störf hjá Landsbanka Íslands í Lundúnum árið 2003 og hefur leitt uppbyggingu á starfsemi bankans þar. Meðal verkefna hans má nefna stjórnun á sérhæfðum lánateymum í Bretlandi og Hollandi auk starfsmanna í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Lárus hefur einnig tekið þátt uppbyggingu á innlánastarfsemi bankans í Bretlandi. Landsbankinn hefur þegar tilkynnt um eftirmann Lárusar Weldings í Lundúnum. Baldvin Valtýsson hefur tekið við sem yfirmaður útibús Landsbankans í London, segir í tilkynningu bankans. Lárus starfaði hjá JHR endurskoðunarskrifstofu 1997-1999, hjá Seðlabanka Íslands 1998 og Fjárfestingabanka atvinnulífsins, FBA, síðar Íslandsbanka-FBA, árin 1999-2003. Lárus er giftur Ágústu Ólafsdóttur og eiga þau tvær dætur, sjö ára og eins árs. Tilkynning um forstjóraskiptin í Kauphöll Íslands Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Lárus Welding hefur verið ráðinn forstjóri Glitnis. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ármannssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra í 10 ár. Lárus Welding hefur verið framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í Lundúnum frá 2003 en hann hóf starfsferil sinn innan bankakerfisins á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Fjárfestingarbankinn rann saman við Íslandsbanka árið 2000 og heitir nú Glitnir. Í tilkynningu frá Glitni segir að sem forstjóri Glitnis muni Lárus, sem er þrítugur að aldri, bera ábyrgð á að fylgja eftir stefnumörkun bankans og leiða um 1.900 manna starfslið í 10 löndum. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Glitnis var ákveðið að Þorsteinn M. Jónsson, formaður stjórnar kókverksmiðjunnar Vífilfells, yrði stjórnarformaður og Jón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Fl Group, varaformaður. Markaðsvirði Glitnis við lok 1. ársfjórðungs 2007 var um 400 milljarðar íslenskra króna og heildareignir um 2.200 milljarðar króna. Á næstu dögum munu Lárus Welding og Bjarni Ármannsson heimsækja starfsstöðvar Glitnis og hitta starfsfólk auk þess að heimsækja matsfyrirtæki, greiningaraðila og fjölmiðla. Lárus Welding er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, löggiltur verðbréfamiðlari og með próf í fjármálum frá UK Securities Institute í Bretlandi. Lárus hóf störf hjá Landsbanka Íslands í Lundúnum árið 2003 og hefur leitt uppbyggingu á starfsemi bankans þar. Meðal verkefna hans má nefna stjórnun á sérhæfðum lánateymum í Bretlandi og Hollandi auk starfsmanna í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Lárus hefur einnig tekið þátt uppbyggingu á innlánastarfsemi bankans í Bretlandi. Landsbankinn hefur þegar tilkynnt um eftirmann Lárusar Weldings í Lundúnum. Baldvin Valtýsson hefur tekið við sem yfirmaður útibús Landsbankans í London, segir í tilkynningu bankans. Lárus starfaði hjá JHR endurskoðunarskrifstofu 1997-1999, hjá Seðlabanka Íslands 1998 og Fjárfestingabanka atvinnulífsins, FBA, síðar Íslandsbanka-FBA, árin 1999-2003. Lárus er giftur Ágústu Ólafsdóttur og eiga þau tvær dætur, sjö ára og eins árs. Tilkynning um forstjóraskiptin í Kauphöll Íslands
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira