Líffæragjafi nema annað sé tekið fram Guðjón Helgason skrifar 4. júní 2007 19:15 Yfirlæknir hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi telur mikilvægt að breyta löggjöf um líffæragjafir. Þá verði gengið út frá því að látnir hafi viljað gefa líffæri sín hafi þeir ekki tekið annað fram fyrir andlátið. Hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem því var logið að dauðvona kona ætlaði að gefa úr sér nýra hefur vakið heilmikla umræðu um vanda líffæraþega í Hollandi. Hér á Íslandi voru sett lög um brottnám líffæra árið 1991sem fólu í sér að Íslendingar gátu mælt svo fyrir um að líffæri þeirra yrðu gefin að þeim látum. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga Landspítala háskólasjúkrahúss, segir að samkvæmt lögunum sé gert ráð fyrir ætlaðri neitun nema annað sé tekið fram. Í Evrópu sé víða um ætlað samþykki að ræða. Líffæragjöf nema annað sé tekið fram. Runólfur segir víða vanta fleiri líffæragjafa. Þrjár þjóðir í Evrópu skeri sig úr. Á Spáni hafi verið gert átak fyrir sautján árum. Þar gildi ætlað samþykki en þess fyrir utan hafi fagaðilum verið falið að leita eftir líffæragjöf á öllum sjúkrahúsum landsins. Mikil fræðsla hafi fylgt og umræðan farið af stað. Síðan þá séu líffæragjafar þrefalt fleiri. Í Belgíu og Austurríki sé í gildi harðara ætlað samþykki. Þar fjarlægi læknar lífffæri úr látnum án þess að spyrja kóng eða prest ef ekki liggi fyrir skýr fyrirmæli viðkomandi um að það megi ekki. Aðrar Evrópuþjóðir, þar á meðal Hollendingar, hafi boðið fólki að skár sig á gjafalista eða að hafa líffæragjafakort. Það segir Runólfur ekki hafa skilað nægilegum árangri. Of fáir skrái sig auk þess sem oft sé leitað til ættingja þrátt fyrir skráningu og þeir neiti. Runólfur telur rétt að fara að spænsku leiðinni hér á landi. Auka fræðslu og þjálfun þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem eigi að falast eftir líffæragjöf. Runólfur segir einnig mikilvægt að löggjöf sé sett sem styrki þetta og ætlað samþykki mikilvægt í því sambandi. Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Yfirlæknir hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi telur mikilvægt að breyta löggjöf um líffæragjafir. Þá verði gengið út frá því að látnir hafi viljað gefa líffæri sín hafi þeir ekki tekið annað fram fyrir andlátið. Hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem því var logið að dauðvona kona ætlaði að gefa úr sér nýra hefur vakið heilmikla umræðu um vanda líffæraþega í Hollandi. Hér á Íslandi voru sett lög um brottnám líffæra árið 1991sem fólu í sér að Íslendingar gátu mælt svo fyrir um að líffæri þeirra yrðu gefin að þeim látum. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga Landspítala háskólasjúkrahúss, segir að samkvæmt lögunum sé gert ráð fyrir ætlaðri neitun nema annað sé tekið fram. Í Evrópu sé víða um ætlað samþykki að ræða. Líffæragjöf nema annað sé tekið fram. Runólfur segir víða vanta fleiri líffæragjafa. Þrjár þjóðir í Evrópu skeri sig úr. Á Spáni hafi verið gert átak fyrir sautján árum. Þar gildi ætlað samþykki en þess fyrir utan hafi fagaðilum verið falið að leita eftir líffæragjöf á öllum sjúkrahúsum landsins. Mikil fræðsla hafi fylgt og umræðan farið af stað. Síðan þá séu líffæragjafar þrefalt fleiri. Í Belgíu og Austurríki sé í gildi harðara ætlað samþykki. Þar fjarlægi læknar lífffæri úr látnum án þess að spyrja kóng eða prest ef ekki liggi fyrir skýr fyrirmæli viðkomandi um að það megi ekki. Aðrar Evrópuþjóðir, þar á meðal Hollendingar, hafi boðið fólki að skár sig á gjafalista eða að hafa líffæragjafakort. Það segir Runólfur ekki hafa skilað nægilegum árangri. Of fáir skrái sig auk þess sem oft sé leitað til ættingja þrátt fyrir skráningu og þeir neiti. Runólfur telur rétt að fara að spænsku leiðinni hér á landi. Auka fræðslu og þjálfun þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem eigi að falast eftir líffæragjöf. Runólfur segir einnig mikilvægt að löggjöf sé sett sem styrki þetta og ætlað samþykki mikilvægt í því sambandi.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira