Hæstánægður með áframhaldandi fiskvinnslu á Flateyri 7. júní 2007 12:04 Bæjarstjórinn á Ísafirði segist hæstánægður með nýja fyrirtækið, Oddatá sem keypt hefur allar fasteignir Kambs á Flateyri og hyggst hefja þar fiskvinnslu. Hann segir mikilvægt að menn leiti nýrra leiða til að viðhalda atvinnulífinu í litlum byggðarlögum og Ísafjarðarbær muni veita þeim allan þann stuðning sem til þurfi. Eignarhaldsfélagið Oddatá ehf sem er í eigu Atlantsíss ehf á vegum Kristjáns Erlingssonar og fjölskyldu, tilkynnti í gær að það hefði keypt fasteignir fiskvinnlunnar Kambs á Flateyri og hyggst halda þar fiskvinnslu áfram. 120 starfsmönnum var sagt upp fyrir skömmu þegar Kambur lagði niður vinnsluna. Um 70 manns störfuðu við fiskverkun á Flateyri og búist er við að einhver hluti þeirra starfi áfram hjá Oddatá. Fyrirtækið á engan kvóta en forstjóri Oddatáar Kristján Erlingsson segir að fiskur til vinnslu verði að mestu keyptur af fiskmörkuðum og af bátum á Flateyri. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist ánægður með að menn leiti nýrra tækifæra til að viðhalda atvinnulífinu í byggðarlaginu. Hann segir að Ísafjarðarbær veiti fyrirtækinu stuðning ef til þess kæmi. Kristján Erlingsson forstjóri Oddatáar segist einungis vera með eigið fjármagn í fyrirtækinu. Hann er 45 ára og fæddur og uppalinn á Flateyri. Hann var fjármálastjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Hjálmi árin 1991- 1993 og framkvæmdastjóri hjá kúfiskvinnslunni, Vestfirskum Skelfiski árin 1993- 1996. Hann hefur verið búsettur í Úganda frá 1997 og á í dag eitt stærsta flugfragtfyrirtæki, Icemark Africa limited Í Úganda sem er jafnramt stærsti útflytjandi á fersku grænmeti til Evrópu. Búist er við að Oddatá taki við eignum Kambs í byrjun september og full fiskvinnsla hefjist um það leyti. Innlent Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Bæjarstjórinn á Ísafirði segist hæstánægður með nýja fyrirtækið, Oddatá sem keypt hefur allar fasteignir Kambs á Flateyri og hyggst hefja þar fiskvinnslu. Hann segir mikilvægt að menn leiti nýrra leiða til að viðhalda atvinnulífinu í litlum byggðarlögum og Ísafjarðarbær muni veita þeim allan þann stuðning sem til þurfi. Eignarhaldsfélagið Oddatá ehf sem er í eigu Atlantsíss ehf á vegum Kristjáns Erlingssonar og fjölskyldu, tilkynnti í gær að það hefði keypt fasteignir fiskvinnlunnar Kambs á Flateyri og hyggst halda þar fiskvinnslu áfram. 120 starfsmönnum var sagt upp fyrir skömmu þegar Kambur lagði niður vinnsluna. Um 70 manns störfuðu við fiskverkun á Flateyri og búist er við að einhver hluti þeirra starfi áfram hjá Oddatá. Fyrirtækið á engan kvóta en forstjóri Oddatáar Kristján Erlingsson segir að fiskur til vinnslu verði að mestu keyptur af fiskmörkuðum og af bátum á Flateyri. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist ánægður með að menn leiti nýrra tækifæra til að viðhalda atvinnulífinu í byggðarlaginu. Hann segir að Ísafjarðarbær veiti fyrirtækinu stuðning ef til þess kæmi. Kristján Erlingsson forstjóri Oddatáar segist einungis vera með eigið fjármagn í fyrirtækinu. Hann er 45 ára og fæddur og uppalinn á Flateyri. Hann var fjármálastjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Hjálmi árin 1991- 1993 og framkvæmdastjóri hjá kúfiskvinnslunni, Vestfirskum Skelfiski árin 1993- 1996. Hann hefur verið búsettur í Úganda frá 1997 og á í dag eitt stærsta flugfragtfyrirtæki, Icemark Africa limited Í Úganda sem er jafnramt stærsti útflytjandi á fersku grænmeti til Evrópu. Búist er við að Oddatá taki við eignum Kambs í byrjun september og full fiskvinnsla hefjist um það leyti.
Innlent Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira