Samvinna þó skiptar skoðanir um Írak Guðjón Helgason skrifar 14. júní 2007 19:18 Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. Burns kom til Íslands í gærkvöldi og átti í morgun einkafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, utanríkisráðherra, annars vegar og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hins vegar. Þau sátu svo þrjú saman hádegisverðarfund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar voru ýmis mál rædd - varnarsamstarf, ástandið í Írak og Afganistan, loftlagsmál og framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Eftir fundinn lagði Burns áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu þá stefnu að lýsa ekki yfir stuðningi við nokkurt ríki þegar kæmi að framboðum sem þessu innan Sameinuðu þjóðanna. Ekki yrði brugðið frá því í þessu tilviki en þó fagnaði hann framboði Íslands og sagði gott að vita til þess að ríki á borð við Ísland vildi sitja í ráðinu. Þegar Burns var spurður um viðbrögð Bandaríkjamanna við því orðalagi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Íslands að hún harmaði stríðsreksturinn í Írak sagði hann að eitt það besta við lýðræðisleg bandalög væri að ekki væru allir aðilar eins. Atlantshafsbandalagið væri ekki Varsjárbandalagið. Skiptar skoðanir um ýmis mál séu innan NATO. Aðildarríkin séu tengd vinaböndum og treysti hvoru öðru. Þannig að ekki sé útilokað að eiga samstarf þó skoaðnir séu mismunandi. Eftir fund sinn með forsætis- og utanríkisráðherra sat Burns pallborðsumræður með sérfræðingum í utanríkismálum úr stjórnmálum, fjölmiðlum og háskólanum. Þar sagði hann að það hefði komið honum á óvart að heyra að Íslendingar hefðu talið Bandaríkjamenn hegað sér dónalega þegar ákveðið var að kalla varnarliðið heim frá Íslandi í fyrra. Hann harmaði það og sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu að leggja sig fram við að styrkja tengslin við Ísland. Staðið yrði við skuldbindingar og reynt að strykja samvinnuna enn frekar á ýsmum sviðum. Burns fór af landi brott síðdegis. Blaðamannfund Burns má sjá í heild sinn hér. Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. Burns kom til Íslands í gærkvöldi og átti í morgun einkafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, utanríkisráðherra, annars vegar og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hins vegar. Þau sátu svo þrjú saman hádegisverðarfund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar voru ýmis mál rædd - varnarsamstarf, ástandið í Írak og Afganistan, loftlagsmál og framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Eftir fundinn lagði Burns áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu þá stefnu að lýsa ekki yfir stuðningi við nokkurt ríki þegar kæmi að framboðum sem þessu innan Sameinuðu þjóðanna. Ekki yrði brugðið frá því í þessu tilviki en þó fagnaði hann framboði Íslands og sagði gott að vita til þess að ríki á borð við Ísland vildi sitja í ráðinu. Þegar Burns var spurður um viðbrögð Bandaríkjamanna við því orðalagi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Íslands að hún harmaði stríðsreksturinn í Írak sagði hann að eitt það besta við lýðræðisleg bandalög væri að ekki væru allir aðilar eins. Atlantshafsbandalagið væri ekki Varsjárbandalagið. Skiptar skoðanir um ýmis mál séu innan NATO. Aðildarríkin séu tengd vinaböndum og treysti hvoru öðru. Þannig að ekki sé útilokað að eiga samstarf þó skoaðnir séu mismunandi. Eftir fund sinn með forsætis- og utanríkisráðherra sat Burns pallborðsumræður með sérfræðingum í utanríkismálum úr stjórnmálum, fjölmiðlum og háskólanum. Þar sagði hann að það hefði komið honum á óvart að heyra að Íslendingar hefðu talið Bandaríkjamenn hegað sér dónalega þegar ákveðið var að kalla varnarliðið heim frá Íslandi í fyrra. Hann harmaði það og sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu að leggja sig fram við að styrkja tengslin við Ísland. Staðið yrði við skuldbindingar og reynt að strykja samvinnuna enn frekar á ýsmum sviðum. Burns fór af landi brott síðdegis. Blaðamannfund Burns má sjá í heild sinn hér.
Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira