Öldrunarheimilum Akureyrar hefur verið færð höfðingjalega peningagjöf. Margeir Steingrímsson, íbúi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur gefið öldrunarheimilinum þrjár milljónir króna. Gjöfin rennur í gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrar og á að nýta til að bæta og endurnýja húsbúnað og tæki heimilanna.
Stjórnendur Öldrunarheimila Akureyrar sendu frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem þeir sögðust vera „mjög þakklátir velvilja og stórhug Margeirs og þakka þennan einstæða höfðingsskap."