Kerfisskýring á fæð skattadrottninga Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 1. ágúst 2007 18:45 Margrét hafnar því að gróðavilji kvenna sé ekki eins sterkur og hjá körlum. Af þeim níutíu sem raðast á topp tíu lista skattaumdæmanna eru sex konur. Skattadrottning landsins er Ingunn Gyða Wernersdóttir sem greiðir þriðju hæstu skatta landsins. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, segir fæð kvenna meðal hæstu skattgreiðenda skýrast meðal annars af því að fjármagnstekjur reiknist á þann makann sem hefur hærri launatekjur. Níutíu og þrjú prósent af tekjuhæstu einstaklingum þjóðarinnar á síðasta ári voru karlmenn. Engin kona kemst á lista yfir tíu hæstu greiðendur opinberra gjalda í fimm af níu skattaumdæmum. Skattadrottningin Ingunn Gyða Wernersdóttir greiðir tæpar 288 milljónir króna í opinber gjöld og þar með þriðju hæstu skattana á landinu öllu. Hennar gjöld munu að miklu leyti vera fjármagnstekjuskattur en hún seldi hlut sinn í fjárfestingafélaginu Milestone á síðasta ári. Ingunn er á fimmtugsaldri, menntaður skurðhjúkrunarfræðingur og starfaði lengi sem slíkur, næstyngst fimm barna Werners Rasmussonar sem var í hópi ríkustu manna landsins á sínum tíma. Hún hætti hjúkrunarstörfum fyrir tveimur árum og vinnur nú sem fjárfestir. Ingunn komst raunar í fréttirnar fyrir skömmu þegar hún og bræður hennar keyptu Galtalækjarskóg. Guðrún Valdimarsdóttir er sú kona sem greiðir næsthæstu skattana, eða tæpar 64 milljónir króna. Hún er fyrrum framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Löngustéttar og seldi hlut sinn á síðasta ári. Í þriðja sæti er Anna Fríða Winther sem er skráð á Seltjarnarnesi og greiðir tæpar 48 milljónir í gjöld. Þá eru þrjár konur á lista yfir tíu hæstu greiðendur gjalda á Austurlandi, þær Hrefna Lúðvíksdóttir, Pálína Haraldsdóttir og Hrönn Pétursdóttir. Eina konan sem hins vegar trónir á toppi listans yfir hæstu greiðendur í sínu skattaumdæmi er Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ingibjörg er eiginkona Ólafs Ólafssonar stjórnarformanns Samskipa. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, er ekki hissa á að aðeins sex konur eru á topp tíu skattalistum níu skattaumdæma. Hún hafnar því að gróðavilji kvenfólks sé minni en karla. Launamunur sé hins vegar staðreynd og sömuleiðis að ofurlaun og konur eru sjaldnast nefnd í sömu andrá. Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Af þeim níutíu sem raðast á topp tíu lista skattaumdæmanna eru sex konur. Skattadrottning landsins er Ingunn Gyða Wernersdóttir sem greiðir þriðju hæstu skatta landsins. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, segir fæð kvenna meðal hæstu skattgreiðenda skýrast meðal annars af því að fjármagnstekjur reiknist á þann makann sem hefur hærri launatekjur. Níutíu og þrjú prósent af tekjuhæstu einstaklingum þjóðarinnar á síðasta ári voru karlmenn. Engin kona kemst á lista yfir tíu hæstu greiðendur opinberra gjalda í fimm af níu skattaumdæmum. Skattadrottningin Ingunn Gyða Wernersdóttir greiðir tæpar 288 milljónir króna í opinber gjöld og þar með þriðju hæstu skattana á landinu öllu. Hennar gjöld munu að miklu leyti vera fjármagnstekjuskattur en hún seldi hlut sinn í fjárfestingafélaginu Milestone á síðasta ári. Ingunn er á fimmtugsaldri, menntaður skurðhjúkrunarfræðingur og starfaði lengi sem slíkur, næstyngst fimm barna Werners Rasmussonar sem var í hópi ríkustu manna landsins á sínum tíma. Hún hætti hjúkrunarstörfum fyrir tveimur árum og vinnur nú sem fjárfestir. Ingunn komst raunar í fréttirnar fyrir skömmu þegar hún og bræður hennar keyptu Galtalækjarskóg. Guðrún Valdimarsdóttir er sú kona sem greiðir næsthæstu skattana, eða tæpar 64 milljónir króna. Hún er fyrrum framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Löngustéttar og seldi hlut sinn á síðasta ári. Í þriðja sæti er Anna Fríða Winther sem er skráð á Seltjarnarnesi og greiðir tæpar 48 milljónir í gjöld. Þá eru þrjár konur á lista yfir tíu hæstu greiðendur gjalda á Austurlandi, þær Hrefna Lúðvíksdóttir, Pálína Haraldsdóttir og Hrönn Pétursdóttir. Eina konan sem hins vegar trónir á toppi listans yfir hæstu greiðendur í sínu skattaumdæmi er Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ingibjörg er eiginkona Ólafs Ólafssonar stjórnarformanns Samskipa. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, er ekki hissa á að aðeins sex konur eru á topp tíu skattalistum níu skattaumdæma. Hún hafnar því að gróðavilji kvenfólks sé minni en karla. Launamunur sé hins vegar staðreynd og sömuleiðis að ofurlaun og konur eru sjaldnast nefnd í sömu andrá.
Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira