Bókasafnsfræðingur mokar inn milljónum á dúkkulísum 10. ágúst 2007 11:03 Inga María Guðmundsdóttir. Heimasíðan dressupgames.com nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim en síðan fær um sjö milljónir heimsókna í hverjum mánuði og flettingar á síðunni eru um 40 milljónir. Konan á bak við síðuna heitir Inga María Guðmundsdóttir og er bókasafnsfræðingur á Ísafirði. Umstang í kringum síðuna er nú orðin hennar helsta atvinna og hefur hún góðar tekjur af henni í gegnum auglýsingar. Síðan er svokölluð tenglasíða, en þar geta krakkar fundið alls kyns tölvuleiki sem kalla má dúkkulísuleiki og ganga út á að klæða alls kyns fígúrur í föt. Hugmyndin að síðunni kviknaði hjá Ingu Maríu árið 1998 þegar hún var heima við í veikindafríi. „Þetta byrjaði þegar ég var að leita að tölvuleikjum á Netinu fyrir litla frænku mína, sem er reyndar ekki lítil lengur," segir Inga María í samtali við Vísi. Í tekjublaði Mannlífs er greint frá því að Inga María hafi tvær milljónir króna í mánaðartekjur. Hún vildi ekki fara nánar út í þá sálma en segir þó að þetta sé góð tekjulind. „Þetta gengur alltaf betur og betur og það er hægt að hafa mjög góðar tekjur af þessu," segir Inga María en auglýsingar á síðunni eru í gegnum Google AdWords. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Ingu Maríu þegar kemur að tekjuöflun í gegnum síðuna er sú staðreynd að síðan er gríðarlega vinsæl en heimsóknir á síðuna í hverjum mánuði telja um sjö milljónir og flettingar eru um 40 milljónir, að sögn Ingu. „Þegar svona margir fara í gegn hjá manni þá safnast þetta saman, en ég fæ borgað í hvert skipti sem einhver gestur les auglýsingu á síðunni." Inga María segir að í dag séu fjölmargar síður á Netinu í svipuðum dúr og hennar. „En ég var fyrst með þetta og nýt góðs af því." Umstangið í kringum síðuna var í fyrstu bara áhugamál hjá Ingu Maríu en í dag er þetta orðin hennar aðalvinna. Hún þarf að uppfæra hana reglulega og bæta við nýjum leikjum á hverjum degi. „Ég er í hálfu starfi á bókasafninu á Ísafirði því ég get eiginlega ekki hugsað mér að sitja ein fyrir framan tölvuna allan daginn."Inga María fær einnig mikið af ábendingum frá notendum síðunnar um leiki sem vert væri að tengja inn á. „Sumar ábendingar koma meira að segja frá íslenskum krökkum sem gera sitt besta til að tjá sig á ensku við mig og hafa ekki hugmynd að ég er Íslendingur," segir Inga. Síðan hefur ávallt verið á ensku og segir Inga að stærsti hluti notenda sé frá Bandaríkjunum en síðan er vistuð í Kanada. Inga segist ekki vera með nein frekari áform um útþenslu í Netheimum á prjónunum. „Ég læt þetta nú duga held ég. Þó er ég farin að búa til leiki sjálf og ég lauma þeim inn á síðuna af og til," segir bókasafnsfræðingurinn og heimasíðudrottningin Inga María Guðmundsdóttir að lokum.Hér má sjá heimasíðu Ingu Maríu. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Heimasíðan dressupgames.com nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim en síðan fær um sjö milljónir heimsókna í hverjum mánuði og flettingar á síðunni eru um 40 milljónir. Konan á bak við síðuna heitir Inga María Guðmundsdóttir og er bókasafnsfræðingur á Ísafirði. Umstang í kringum síðuna er nú orðin hennar helsta atvinna og hefur hún góðar tekjur af henni í gegnum auglýsingar. Síðan er svokölluð tenglasíða, en þar geta krakkar fundið alls kyns tölvuleiki sem kalla má dúkkulísuleiki og ganga út á að klæða alls kyns fígúrur í föt. Hugmyndin að síðunni kviknaði hjá Ingu Maríu árið 1998 þegar hún var heima við í veikindafríi. „Þetta byrjaði þegar ég var að leita að tölvuleikjum á Netinu fyrir litla frænku mína, sem er reyndar ekki lítil lengur," segir Inga María í samtali við Vísi. Í tekjublaði Mannlífs er greint frá því að Inga María hafi tvær milljónir króna í mánaðartekjur. Hún vildi ekki fara nánar út í þá sálma en segir þó að þetta sé góð tekjulind. „Þetta gengur alltaf betur og betur og það er hægt að hafa mjög góðar tekjur af þessu," segir Inga María en auglýsingar á síðunni eru í gegnum Google AdWords. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Ingu Maríu þegar kemur að tekjuöflun í gegnum síðuna er sú staðreynd að síðan er gríðarlega vinsæl en heimsóknir á síðuna í hverjum mánuði telja um sjö milljónir og flettingar eru um 40 milljónir, að sögn Ingu. „Þegar svona margir fara í gegn hjá manni þá safnast þetta saman, en ég fæ borgað í hvert skipti sem einhver gestur les auglýsingu á síðunni." Inga María segir að í dag séu fjölmargar síður á Netinu í svipuðum dúr og hennar. „En ég var fyrst með þetta og nýt góðs af því." Umstangið í kringum síðuna var í fyrstu bara áhugamál hjá Ingu Maríu en í dag er þetta orðin hennar aðalvinna. Hún þarf að uppfæra hana reglulega og bæta við nýjum leikjum á hverjum degi. „Ég er í hálfu starfi á bókasafninu á Ísafirði því ég get eiginlega ekki hugsað mér að sitja ein fyrir framan tölvuna allan daginn."Inga María fær einnig mikið af ábendingum frá notendum síðunnar um leiki sem vert væri að tengja inn á. „Sumar ábendingar koma meira að segja frá íslenskum krökkum sem gera sitt besta til að tjá sig á ensku við mig og hafa ekki hugmynd að ég er Íslendingur," segir Inga. Síðan hefur ávallt verið á ensku og segir Inga að stærsti hluti notenda sé frá Bandaríkjunum en síðan er vistuð í Kanada. Inga segist ekki vera með nein frekari áform um útþenslu í Netheimum á prjónunum. „Ég læt þetta nú duga held ég. Þó er ég farin að búa til leiki sjálf og ég lauma þeim inn á síðuna af og til," segir bókasafnsfræðingurinn og heimasíðudrottningin Inga María Guðmundsdóttir að lokum.Hér má sjá heimasíðu Ingu Maríu.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira