Einföld lagasetning dygði 29. ágúst 2007 18:55 Einföld lagasetning dygði til að hindra fyrirtæki í að rukka fólk um seðilgjöld, segir Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður sem kærði útskriftargjald Símans til Eftirlitsstofnunar EFTA, í fyrra. Hvorki Kaupþing né Glitnir vilja gefa upp hversu mikið þeir hafa rukkað í seðilgjöld af viðskiptavinum. Umræðan um seðilgjöld blossar reglulega upp, nú síðast eftir að forstjóri Neytendastofu sagði þau oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Í kjölfarið kom í ljós að viðskiptaráðherra undirbýr sérstaka skoðun á þessum gjöldum, sem geta numið allt að 120 þúsund krónur á á hvert heimili í landinu. Nú síðast sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur að gjöldin væru ólögleg. Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður kærði seðilgjöld Símans til ESA í maí í fyrra en engin niðurstaða hefur fengist í málið. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að einföld lagasetning myndi koma í veg fyrir að fyrirtæki gætu rukkað fólk fyrir að tilkynna því um skuld sína - með öðrum orðum, að borga fyrir að fá að borga. Hann undraðist það ekki að slík lög hefðu ekki verið sett, enda væri mikið látið eftir stórfyrirtækjum í landinu og tilhneiging til þess hjá stjórnvöldum, sama hvar í flokki þeir sætu, að gera vel við þá sem ekki þurfa á því að halda. Stóru viðskiptabankarnir þrír innheimta seðilgjöld og sjá auk þess um innheimtu fyrir fjölmörg önnur fyrirtæki. Þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag að fá upplýsingar um hversu mikið bankarnir hefðu tekið inn í seðilgjöldum á síðasta ári vildu hvorki Glitnir né Kaupþing gefa það upp. Ekki fékkst uppgefið hvort seðilgjöld þeirra endurspegluðu raunkostnað við að senda út greiðsluseðla. Landsbankinn svaraði ekki. Athugull áhorfandi hafði samband við fréttastofu og sagði að ríkið tæki líka til sín seðilgjöld - og vísaði þar til úrvinnslugjalds sem Tollstjóri rukkar, upp á 350 krónur, og tilkynningar- og seðilgjöld Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hjá Fjársýslu ríkisins fengust í dag þær upplýsingar að úrvinnslugjaldið væri ekki seðilgjald - heldur skattur, með stoð í lögum, og á að standa meðal annars undir kostnaði við endurnýta eða farga úrgangi. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Einföld lagasetning dygði til að hindra fyrirtæki í að rukka fólk um seðilgjöld, segir Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður sem kærði útskriftargjald Símans til Eftirlitsstofnunar EFTA, í fyrra. Hvorki Kaupþing né Glitnir vilja gefa upp hversu mikið þeir hafa rukkað í seðilgjöld af viðskiptavinum. Umræðan um seðilgjöld blossar reglulega upp, nú síðast eftir að forstjóri Neytendastofu sagði þau oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Í kjölfarið kom í ljós að viðskiptaráðherra undirbýr sérstaka skoðun á þessum gjöldum, sem geta numið allt að 120 þúsund krónur á á hvert heimili í landinu. Nú síðast sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur að gjöldin væru ólögleg. Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður kærði seðilgjöld Símans til ESA í maí í fyrra en engin niðurstaða hefur fengist í málið. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að einföld lagasetning myndi koma í veg fyrir að fyrirtæki gætu rukkað fólk fyrir að tilkynna því um skuld sína - með öðrum orðum, að borga fyrir að fá að borga. Hann undraðist það ekki að slík lög hefðu ekki verið sett, enda væri mikið látið eftir stórfyrirtækjum í landinu og tilhneiging til þess hjá stjórnvöldum, sama hvar í flokki þeir sætu, að gera vel við þá sem ekki þurfa á því að halda. Stóru viðskiptabankarnir þrír innheimta seðilgjöld og sjá auk þess um innheimtu fyrir fjölmörg önnur fyrirtæki. Þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag að fá upplýsingar um hversu mikið bankarnir hefðu tekið inn í seðilgjöldum á síðasta ári vildu hvorki Glitnir né Kaupþing gefa það upp. Ekki fékkst uppgefið hvort seðilgjöld þeirra endurspegluðu raunkostnað við að senda út greiðsluseðla. Landsbankinn svaraði ekki. Athugull áhorfandi hafði samband við fréttastofu og sagði að ríkið tæki líka til sín seðilgjöld - og vísaði þar til úrvinnslugjalds sem Tollstjóri rukkar, upp á 350 krónur, og tilkynningar- og seðilgjöld Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hjá Fjársýslu ríkisins fengust í dag þær upplýsingar að úrvinnslugjaldið væri ekki seðilgjald - heldur skattur, með stoð í lögum, og á að standa meðal annars undir kostnaði við endurnýta eða farga úrgangi.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira