Umdeilanleg áform Auðunn Arnórsson skrifar 11. nóvember 2007 00:01 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði fyrir skemmstu fram tillögu um svonefnt „Blátt kort" sem svipað og „Græna kortið" í Bandaríkjunum á að stuðla að því að lokka inn á evrópskan vinnumarkað fólk frá löndum utan ESB sem býr yfir eftirsóttri sérhæfingu. Markmiðið er að bæta samkeppnishæfni efnahagslífs Evrópuríkjanna, ekki sízt í samanburði við Bandaríkin. Á næstu 20 árum kváðu allt að 20 milljónir tölvufræðinga, verkfræðinga, lækna og fleira sérhæfðs starfsfólks verða þörf á evrópskum vinnumarkaði; þessi störf verði erfitt að fylla nema með aðstreymi fólks lengra að. Franco Frattini, sem fer með vinnumarkaðsmál í framkvæmdastjórn ESB, bendir á að rétt innan við eitt prósent af vinnuafli í Evrópusambandinu sé slíkt sérhæft starfsfólk frá löndum utan sambandsins. Þetta hlutfall sé 9,9 prósent í Ástralíu og 3,5 prósent í Bandaríkjunum. Með þetta í huga er skiljanlegt að unnið sé að þessari Bláakorts-áætlun. En það er alveg jafn skiljanlegt að hún skuli vera eins umdeild innan sambandsins og raun ber vitni. Stjórnvöld í mörgum aðildarríkjanna eru treg til að láta ákvarðanir um eins viðkvæman málaflokk og innflytjendamál í hendur hinu yfirþjóðlega valdi ESB. Þetta kom skýrt í ljós á fundi innanríkisráðherra sambandsins í Brussel á fimmtudag. Ekki náðist samstaða um það á fundinum að fylgja áætluninni eftir að óbreyttu. Austurríski ráðherrann Günter Platter tók fram að það væri á ábyrgð stjórnvalda í hverju aðildarríki að ákveða hversu margir innflytjendur ættu að fá að starfa í viðkomandi landi, og að fólk frá ESB-löndum ætti að njóta forgangs að vinnumarkaði annarra ESB-landa framyfir fólk frá löndum utan sambandsins (eða utan EES-svæðisins nánar tiltekið). Margir voru sammála þessu en aðrir töldu að þar sem kominn væri á samræmdur evrópskur vinnumarkaður væri rétt að samræma líka reglur um aðflutning sérhæfðs vinnuafls, ekki aðeins hvernig brugðizt skuli við aðstreymi ólöglegra innflytjenda. Á sama tíma og þessi umræða á sér stað innan ESB hefur Norðurlandaráð ályktað að vinna beri að alþjóðlegri reglusetningu sem setji hömlur á ráðningar heilbrigðisstarfsfólks frá þróunarlöndum til ríku landanna. Rökin fyrir þessu eru þau að með því að soga til sín slíkt sérhæft starfsfólk séu ríku löndin að grafa undan þróunarmöguleikum þróunarlandanna. Gera má ráð fyrir því að ef hið umdeilda „Bláa kort" verður innleitt í ESB-löndunum muni það einnig verða innleitt í EFTAlöndunum á Evrópska efnahagssvæðinu, það er Íslandi, Noregi og Liechtenstein, þar sem hinn samræmdi evrópski vinnumarkaður telst hluti af innri markaði Evrópu. Samtök atvinnulífsins hafa þegar lýst stuðningi við Bláa-korts-áformin. Samtök launþega bæði hérlendis og í öðrum löndum Evrópu eru hins vegar skiljanlega meira hikandi enda fylgja hinni frjálsu för launafólks milli landa á EES-svæðinu það mörg vandamál að launþegasamtökum þykir varla á það bætandi. Það er því full ástæða til að fylgjast vel með afdrifum Bláakorts- áformanna í löggjafarkerfi ESB á næstu misserum og íslenzk stjórnvöld þurfa að móta sér afstöðu til þeirra, með heildarhag íslenzks atvinnulífs að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði fyrir skemmstu fram tillögu um svonefnt „Blátt kort" sem svipað og „Græna kortið" í Bandaríkjunum á að stuðla að því að lokka inn á evrópskan vinnumarkað fólk frá löndum utan ESB sem býr yfir eftirsóttri sérhæfingu. Markmiðið er að bæta samkeppnishæfni efnahagslífs Evrópuríkjanna, ekki sízt í samanburði við Bandaríkin. Á næstu 20 árum kváðu allt að 20 milljónir tölvufræðinga, verkfræðinga, lækna og fleira sérhæfðs starfsfólks verða þörf á evrópskum vinnumarkaði; þessi störf verði erfitt að fylla nema með aðstreymi fólks lengra að. Franco Frattini, sem fer með vinnumarkaðsmál í framkvæmdastjórn ESB, bendir á að rétt innan við eitt prósent af vinnuafli í Evrópusambandinu sé slíkt sérhæft starfsfólk frá löndum utan sambandsins. Þetta hlutfall sé 9,9 prósent í Ástralíu og 3,5 prósent í Bandaríkjunum. Með þetta í huga er skiljanlegt að unnið sé að þessari Bláakorts-áætlun. En það er alveg jafn skiljanlegt að hún skuli vera eins umdeild innan sambandsins og raun ber vitni. Stjórnvöld í mörgum aðildarríkjanna eru treg til að láta ákvarðanir um eins viðkvæman málaflokk og innflytjendamál í hendur hinu yfirþjóðlega valdi ESB. Þetta kom skýrt í ljós á fundi innanríkisráðherra sambandsins í Brussel á fimmtudag. Ekki náðist samstaða um það á fundinum að fylgja áætluninni eftir að óbreyttu. Austurríski ráðherrann Günter Platter tók fram að það væri á ábyrgð stjórnvalda í hverju aðildarríki að ákveða hversu margir innflytjendur ættu að fá að starfa í viðkomandi landi, og að fólk frá ESB-löndum ætti að njóta forgangs að vinnumarkaði annarra ESB-landa framyfir fólk frá löndum utan sambandsins (eða utan EES-svæðisins nánar tiltekið). Margir voru sammála þessu en aðrir töldu að þar sem kominn væri á samræmdur evrópskur vinnumarkaður væri rétt að samræma líka reglur um aðflutning sérhæfðs vinnuafls, ekki aðeins hvernig brugðizt skuli við aðstreymi ólöglegra innflytjenda. Á sama tíma og þessi umræða á sér stað innan ESB hefur Norðurlandaráð ályktað að vinna beri að alþjóðlegri reglusetningu sem setji hömlur á ráðningar heilbrigðisstarfsfólks frá þróunarlöndum til ríku landanna. Rökin fyrir þessu eru þau að með því að soga til sín slíkt sérhæft starfsfólk séu ríku löndin að grafa undan þróunarmöguleikum þróunarlandanna. Gera má ráð fyrir því að ef hið umdeilda „Bláa kort" verður innleitt í ESB-löndunum muni það einnig verða innleitt í EFTAlöndunum á Evrópska efnahagssvæðinu, það er Íslandi, Noregi og Liechtenstein, þar sem hinn samræmdi evrópski vinnumarkaður telst hluti af innri markaði Evrópu. Samtök atvinnulífsins hafa þegar lýst stuðningi við Bláa-korts-áformin. Samtök launþega bæði hérlendis og í öðrum löndum Evrópu eru hins vegar skiljanlega meira hikandi enda fylgja hinni frjálsu för launafólks milli landa á EES-svæðinu það mörg vandamál að launþegasamtökum þykir varla á það bætandi. Það er því full ástæða til að fylgjast vel með afdrifum Bláakorts- áformanna í löggjafarkerfi ESB á næstu misserum og íslenzk stjórnvöld þurfa að móta sér afstöðu til þeirra, með heildarhag íslenzks atvinnulífs að leiðarljósi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun