Stefnir í uppgjör Guðjón Helgason skrifar 25. nóvember 2007 18:30 Útlit er fyrir uppgjör milli fornra fjandvina í Pakistan eftir að Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, sneri heim úr átta ára útlegð í dag. Hann ætlar sér að koma Pervez Musharraf, forseta, frá völdum. Stórlöxum í stjórnarandstöðu Pakistans fjölgaði um einn þegar flugvél Sharifs lenti á alþjóðaflugvellinum í Lahor í austurhluta landsins í dag. Þar er forsætisráðherrann fyrrverandi fæddur og uppalinn og því ekki að undra að mótökurnar hafi verið aðrar en þær sem hann fékk á flugvellinum í Íslamabad í september síðastliðnum. Þá var honum strax vísað úr landi. Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, og Musharraf, núverandi forseti, hafa lengið eldað grátt silfur saman síðan Musharraf rændi völdum í blóðlausri byltingu 1999. Við heimkomuna í dag sagðist Sharif ákveðinn í því að losa Pakistana við Musharraf. Hann og flokkur hans krefjast þess að neyðarlögin, sem sett voru fyrir þremur vikum, verði afnumin og stjórnarskrá landsins aftur látin gilda. Verði svo ekki þurfi stjórnarandstöðuflokkar að ákveða hvort þeir bjóði fram í þingkosningunum áttunda janúar næstkomandi. Fari svo að stjórnarandstöðuflokkar sniðgangi kosningarnar segja stjórnmálaskýrendur að fullyrðingar Musharrafs um að hann sé að leiða landið í átt að lýðræði haldi vart vatni - hvað svo sem líði fullyrðingum um að hann hætti sem æðsti maður pakistanska hersins á næstu dögum. Annað sem geti valdið honum vandræðum sé framboð og um leið bandalag Sharifs og Benasir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn honum. Forsetinn hefur þegar gripið til aðgerða og lét handtaka nærri því tvö þúsund stuðningsmenn Sharifs í heimahéraði hans í gærkvöldi og í morgun. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Útlit er fyrir uppgjör milli fornra fjandvina í Pakistan eftir að Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, sneri heim úr átta ára útlegð í dag. Hann ætlar sér að koma Pervez Musharraf, forseta, frá völdum. Stórlöxum í stjórnarandstöðu Pakistans fjölgaði um einn þegar flugvél Sharifs lenti á alþjóðaflugvellinum í Lahor í austurhluta landsins í dag. Þar er forsætisráðherrann fyrrverandi fæddur og uppalinn og því ekki að undra að mótökurnar hafi verið aðrar en þær sem hann fékk á flugvellinum í Íslamabad í september síðastliðnum. Þá var honum strax vísað úr landi. Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, og Musharraf, núverandi forseti, hafa lengið eldað grátt silfur saman síðan Musharraf rændi völdum í blóðlausri byltingu 1999. Við heimkomuna í dag sagðist Sharif ákveðinn í því að losa Pakistana við Musharraf. Hann og flokkur hans krefjast þess að neyðarlögin, sem sett voru fyrir þremur vikum, verði afnumin og stjórnarskrá landsins aftur látin gilda. Verði svo ekki þurfi stjórnarandstöðuflokkar að ákveða hvort þeir bjóði fram í þingkosningunum áttunda janúar næstkomandi. Fari svo að stjórnarandstöðuflokkar sniðgangi kosningarnar segja stjórnmálaskýrendur að fullyrðingar Musharrafs um að hann sé að leiða landið í átt að lýðræði haldi vart vatni - hvað svo sem líði fullyrðingum um að hann hætti sem æðsti maður pakistanska hersins á næstu dögum. Annað sem geti valdið honum vandræðum sé framboð og um leið bandalag Sharifs og Benasir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn honum. Forsetinn hefur þegar gripið til aðgerða og lét handtaka nærri því tvö þúsund stuðningsmenn Sharifs í heimahéraði hans í gærkvöldi og í morgun.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira