Bankaþankar Karen D. Kjartansdóttir skrifar 4. mars 2008 06:00 Eitt sinn var ég á ferð með eldri manni um háhitasvæði. Ég horfði hugfangin út um bílrúðuna og dáðist að ósnortinni fegurð landsins þegar sá gamli fullyrti skyndilega að þarna yrði að virkja. Upphófust miklar rökræður en fljótlega sá ég að mér yrði aldrei ágengt í málinu þar sem hann svaraði öllum mínum mótbárum á þá leið að ég myndi ekki eftir atvinnuleysinu. Fátæktin nú ekur um á svörtum jeppa og býr í ríkmannlegu húsi en á ekkert nema skuldir í bankanum sem aldrei verða greiddar til fulls," sagði sá gamli og fullyrti að þessi fátækt tilheyrði kynslóðinni sem ekki myndi lengra aftur en árið 1991, þegar Davíð hélt út í Viðey ásamt Jóni Baldvini Hannibalssyni og myndaði ríkisstjórn, EES-samningurinn var undirritaður og einkavæðing hófst og framsal aflaheimilda var gefið frjálst. Árið sem Íslendingar gerðu sig breiða á alþjóðavettvangi og viðurkenndu fyrstir þjóða sjálfstæði Litháens. Ég sagði gamla manninum að ég tengdi árið ekki við neitt annað en að það ár fengu Rokklingarnir gullplötu. „Já, það er táknrænt fyrir þína kynslóð að muna bara eftir rugli. Þetta ár markaði tilbúning í íslensku samfélagi, til dæmis þessa vellu um umhverfismál sem á eftir að gleymast strax og fer að þrengja að bönkunum sem eru raunverulegir eigendur alls glyssins í dag," fussaði gamli maðurinn fokillur. Ósk gamla mannsins um að unga kynslóðin áttaði sig og missti áhugann á umhverfismálum virðist vera farin að rætast, sem og óskir hans um að það áttaði sig á mikilvægi bankanna í þeirra lífi. Bankarnir gáfu okkur vonir og stóðu við fyrirheit sín um að við myndum eignast hús og bíl á mettíma og án allrar fyrirhafnar sem sparnaður og smjaður við bankastjóra útheimtir. Nú er svolítið síðan ég heyrði þá auglýsa að aukakrónurnar komi bara. Danir eru fullir Þórðargleði. „Við sögðum fyrir tveimur árum að þetta myndi gerast," segja þeir glaðbeittir og líta algerlega framhjá því að þá átti verðmæti bankanna eftir að aukast um þriðjung. Í vonleysinu sem bankaumræðan veldur mér finnst mér gott að geta flett gömlum tölublöðum af ABC og Æskunni frá árinu 1991, sem markaði upphaf uppgangs á Íslandi og fyrirheita um að allt gæti orðið meira. Sérstaklega finnst mér gaman að skoða bréfin frá börnunum í Nígeríu sem óskuðu eftir íslenskum pennavinum. Þarna voru Nígeríusvindlarar samtímans að stíga sín fyrstu skref í átt að ríkidæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun
Eitt sinn var ég á ferð með eldri manni um háhitasvæði. Ég horfði hugfangin út um bílrúðuna og dáðist að ósnortinni fegurð landsins þegar sá gamli fullyrti skyndilega að þarna yrði að virkja. Upphófust miklar rökræður en fljótlega sá ég að mér yrði aldrei ágengt í málinu þar sem hann svaraði öllum mínum mótbárum á þá leið að ég myndi ekki eftir atvinnuleysinu. Fátæktin nú ekur um á svörtum jeppa og býr í ríkmannlegu húsi en á ekkert nema skuldir í bankanum sem aldrei verða greiddar til fulls," sagði sá gamli og fullyrti að þessi fátækt tilheyrði kynslóðinni sem ekki myndi lengra aftur en árið 1991, þegar Davíð hélt út í Viðey ásamt Jóni Baldvini Hannibalssyni og myndaði ríkisstjórn, EES-samningurinn var undirritaður og einkavæðing hófst og framsal aflaheimilda var gefið frjálst. Árið sem Íslendingar gerðu sig breiða á alþjóðavettvangi og viðurkenndu fyrstir þjóða sjálfstæði Litháens. Ég sagði gamla manninum að ég tengdi árið ekki við neitt annað en að það ár fengu Rokklingarnir gullplötu. „Já, það er táknrænt fyrir þína kynslóð að muna bara eftir rugli. Þetta ár markaði tilbúning í íslensku samfélagi, til dæmis þessa vellu um umhverfismál sem á eftir að gleymast strax og fer að þrengja að bönkunum sem eru raunverulegir eigendur alls glyssins í dag," fussaði gamli maðurinn fokillur. Ósk gamla mannsins um að unga kynslóðin áttaði sig og missti áhugann á umhverfismálum virðist vera farin að rætast, sem og óskir hans um að það áttaði sig á mikilvægi bankanna í þeirra lífi. Bankarnir gáfu okkur vonir og stóðu við fyrirheit sín um að við myndum eignast hús og bíl á mettíma og án allrar fyrirhafnar sem sparnaður og smjaður við bankastjóra útheimtir. Nú er svolítið síðan ég heyrði þá auglýsa að aukakrónurnar komi bara. Danir eru fullir Þórðargleði. „Við sögðum fyrir tveimur árum að þetta myndi gerast," segja þeir glaðbeittir og líta algerlega framhjá því að þá átti verðmæti bankanna eftir að aukast um þriðjung. Í vonleysinu sem bankaumræðan veldur mér finnst mér gott að geta flett gömlum tölublöðum af ABC og Æskunni frá árinu 1991, sem markaði upphaf uppgangs á Íslandi og fyrirheita um að allt gæti orðið meira. Sérstaklega finnst mér gaman að skoða bréfin frá börnunum í Nígeríu sem óskuðu eftir íslenskum pennavinum. Þarna voru Nígeríusvindlarar samtímans að stíga sín fyrstu skref í átt að ríkidæmi.