Akstursæfinga- aðstöðu strax! Auðunn Arnórsson skrifar 14. júlí 2008 06:15 Á dögunum var kynnt skýrsla rannsóknarnefndar umferðarslysa þar sem fjallað er um þau slys sem urðu í umferðinni hér á landi á liðnu ári og ályktanir dregnar af þeim. Það jákvæða við það sem fram kemur í skýrslunni er að banaslys voru mun færri en verið hefur að jafnaði árin á undan. Hverju einasta banaslysi er þó ofaukið, svo að full ástæða er til að rýna í ástæður slysanna og reyna að draga úr líkum á því að fleiri slík slys verði. Umræða um umferðaröryggismál hér á landi hefur því miður haft tilhneigingu til að vera "dæmigerð íslenzk umræða"; það er umræða þar sem þátttakendurnir í henni viðra hver sína skoðunina hver í sínu horni og niðurstaðan er engin. Ein algengasta upphrópunin þegar minnzt er á umferðaröryggi er að hraðakstur sé mesta bölið. Þessi tónn er líka sleginn í samantekt á niðurstöðum hinnar nýju skýrslu: "Hraðakstur hefur lengi verið algengasta orsök alvarlegra umferðarslysa á Íslandi og varð engin breyting á því árið 2007. Í sex af 15 banaslysum í umferðinni var ökuhraðinn yfir hámarkshraða eða ekið var of greitt miðað við aðstæður", segir þar. Sá sem þetta skrifar vill ekki gera lítið úr alvöru þess þegar of greitt er ekið miðað við aðstæður. En honum finnst oft sem horft sé fram hjá því sem hann telur vera kjarna málsins þegar skuldinni á slysi er skellt á hraðann einan. Lykilatriðið er nefnilega að slys verða þegar ökumenn hafa ekki fulla stjórn á ökutækjum sínum. Í því samhengi er hraðinn aðeins einn þáttur af mörgum. Reyndar er tekið fram í niðurstöðum skýrslunnar að ölvunarakstur, vanhöld á bílbeltanotkun og andlegt ástand fólks, ásamt syfju og þreytu séu þættir sem dæmin sanni að valdi slysum. En hvað er það þá sem hægt er að gera til að stuðla að því að draga úr hættunni á alvarlegum slysum í umferðinni? Bætt umferðarmannvirki og aukið eftirlit lögreglu eru vissulega mikilvægir þættir. En einn þáttur hefur í öll þau ár sem talað hefur verið um umferðaröryggismál hérlendis verið vanræktur og það er þjálfun ökumanna í að halda stjórn á ökutækjum sínum þegar á reynir. Slíka þjálfun fær fólk ekki í hefðbundnu ökunámi. Slíka þjálfun er ekki hægt að veita með öruggum hætti nema á þar til gerðri æfingabraut. Það er satt að segja hreint og klárt hneyksli að í landi þar sem 200.000 ökutæki eru á götunum skuli hvergi vera búið að koma upp aðstöðu til að þjálfa akstur. Svo sem hálkuakstur (líka að sumri til) og hvernig halda má stjórn á ökutæki þegar skyndileg hætta steðjar að. Samstöðuleysi hagsmunaaðila og áhugaleysi þeirra sem fjármagnað gætu slíka framkvæmd, þá aðallega tryggingafélögin og stjórnvöld, veldur mestu um að engin þeirra áforma sem kviknað hafa á liðnum árum um smíði slíkrar brautar hefur komizt til framkvæmda. Metnaðarfull áform einkaaðila um byggingu brautar til æfinga og akstursíþróttaiðkunar á Reykjanesi hafa heldur ekki komist af undirbúningsstigi. Það er engum vafa undirorpið að aðgangur að góðri akstursæfingaaðstöðu mun draga úr slysum. Tryggingafélögin ættu því að sjá hve hagkvæm fjárfesting bygging slíkrar aðstöðu er. Það ættu stjórnvöld og aðrir hagsmunaaðilar líka að gera. Fórnarlömb akstursmistaka orðinna slysa mana til að slíkum framkvæmdum verði ekki frestað frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
Á dögunum var kynnt skýrsla rannsóknarnefndar umferðarslysa þar sem fjallað er um þau slys sem urðu í umferðinni hér á landi á liðnu ári og ályktanir dregnar af þeim. Það jákvæða við það sem fram kemur í skýrslunni er að banaslys voru mun færri en verið hefur að jafnaði árin á undan. Hverju einasta banaslysi er þó ofaukið, svo að full ástæða er til að rýna í ástæður slysanna og reyna að draga úr líkum á því að fleiri slík slys verði. Umræða um umferðaröryggismál hér á landi hefur því miður haft tilhneigingu til að vera "dæmigerð íslenzk umræða"; það er umræða þar sem þátttakendurnir í henni viðra hver sína skoðunina hver í sínu horni og niðurstaðan er engin. Ein algengasta upphrópunin þegar minnzt er á umferðaröryggi er að hraðakstur sé mesta bölið. Þessi tónn er líka sleginn í samantekt á niðurstöðum hinnar nýju skýrslu: "Hraðakstur hefur lengi verið algengasta orsök alvarlegra umferðarslysa á Íslandi og varð engin breyting á því árið 2007. Í sex af 15 banaslysum í umferðinni var ökuhraðinn yfir hámarkshraða eða ekið var of greitt miðað við aðstæður", segir þar. Sá sem þetta skrifar vill ekki gera lítið úr alvöru þess þegar of greitt er ekið miðað við aðstæður. En honum finnst oft sem horft sé fram hjá því sem hann telur vera kjarna málsins þegar skuldinni á slysi er skellt á hraðann einan. Lykilatriðið er nefnilega að slys verða þegar ökumenn hafa ekki fulla stjórn á ökutækjum sínum. Í því samhengi er hraðinn aðeins einn þáttur af mörgum. Reyndar er tekið fram í niðurstöðum skýrslunnar að ölvunarakstur, vanhöld á bílbeltanotkun og andlegt ástand fólks, ásamt syfju og þreytu séu þættir sem dæmin sanni að valdi slysum. En hvað er það þá sem hægt er að gera til að stuðla að því að draga úr hættunni á alvarlegum slysum í umferðinni? Bætt umferðarmannvirki og aukið eftirlit lögreglu eru vissulega mikilvægir þættir. En einn þáttur hefur í öll þau ár sem talað hefur verið um umferðaröryggismál hérlendis verið vanræktur og það er þjálfun ökumanna í að halda stjórn á ökutækjum sínum þegar á reynir. Slíka þjálfun fær fólk ekki í hefðbundnu ökunámi. Slíka þjálfun er ekki hægt að veita með öruggum hætti nema á þar til gerðri æfingabraut. Það er satt að segja hreint og klárt hneyksli að í landi þar sem 200.000 ökutæki eru á götunum skuli hvergi vera búið að koma upp aðstöðu til að þjálfa akstur. Svo sem hálkuakstur (líka að sumri til) og hvernig halda má stjórn á ökutæki þegar skyndileg hætta steðjar að. Samstöðuleysi hagsmunaaðila og áhugaleysi þeirra sem fjármagnað gætu slíka framkvæmd, þá aðallega tryggingafélögin og stjórnvöld, veldur mestu um að engin þeirra áforma sem kviknað hafa á liðnum árum um smíði slíkrar brautar hefur komizt til framkvæmda. Metnaðarfull áform einkaaðila um byggingu brautar til æfinga og akstursíþróttaiðkunar á Reykjanesi hafa heldur ekki komist af undirbúningsstigi. Það er engum vafa undirorpið að aðgangur að góðri akstursæfingaaðstöðu mun draga úr slysum. Tryggingafélögin ættu því að sjá hve hagkvæm fjárfesting bygging slíkrar aðstöðu er. Það ættu stjórnvöld og aðrir hagsmunaaðilar líka að gera. Fórnarlömb akstursmistaka orðinna slysa mana til að slíkum framkvæmdum verði ekki frestað frekar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun