Greiningardeild dönsku lögreglunnar telur að nýtt myndband þar sem Al Kæda hótar frekari árásum á Danmörku sé ófalsað.
Á myndbandinu hótar einn af leiðtogum Al Kæda árásum vegna þess að Danir hafi móðgað múslima.
Al Kæda gerði mannskæða árás á sendiráð Danmerkur í Pakistan í júní. Átta létu lífið og fjölmargir særðust.
Jakob Scharf yfirmaður Greiningardeildarinnar sagði fréttamönnum í dag að litið væri á þessa hótun sem framhald á viðurkenningu Al Kæda á því að samtökin hafi staðið á bak við árásina í Pakistan.
Scharf metur ástandið svo að hættan á hryðjuverkum gegn dönskum hagsmunum sé enn veruleg.
„Eins og fram kemur í nýjustu skýrslu Greiningardeildarinnar steðjar almenn ógn að Danmörku. Leiðandi öfgamenn erlendis horfa auk þess meira til landsins en áður"