Stærra andlegt umhverfi Jón Kaldal skrifar 17. desember 2008 06:00 Víglínan í baráttunni um afstöðu þjóðarinnar liggur nú fyrir bein og öllum sýnileg. Öðrum megin er Evrópusambandið og evran. Hinum megin óbreytt ástand og króna. Hugmyndir um þriðja valkostinn: Einhliða upptaka evru, er örugglega ekki annað en millileikur á leiðinni inn í Evrópusambandið. Nokkurs konar neyðarleið út úr þeirri skelfilegu sjálfheldu sem við erum komin í vegna krónunnar, sem er ekki pappírsins virði þegar komið er út fyrir tvö hundruð mílurnar. Svartfellingar tóku evruna upp einhliða í kringum síðustu aldamót. Þeir hafa nú sótt um aðild að Evrópusambandinu við góðan hljómgrunn. Málsmetandi menn hafa með réttu bent á að leið Svartfjallalands geti verið fordæmi fyrir Ísland. Það er margt til í því. Hitt verður líka að hafa í huga að aðstæður Svartfellinga voru gjörólíkar okkar. Í fyrsta lagi er efnahagslíf Íslands mun þróaðra og umfangsmeira en Svartfellinga. Um síðustu áramót var til dæmis landsframleiðsla Svartfjallalands vel innan við fimmtungur af landsframleiðslu Íslands, og eru þó Svartfellingar tvöfalt fjölmennari en Íslendingar. Í öðru lagi áttu Svartfellingar aldrei sína eigin mynt. Svartfjallaland var hluti af gömlu Júgóslavíu og sambandsríki Serbíu undir það síðasta. Það var mikilvægur áfangi á leið Svartfellinga til sjálfstæðis að losna við serbneska dínarinn og komast í alþjóðlegt myntumhverfi. Hér á landi eru hins vegar til menn sem telja það ógnun við sjálfstæði Íslands að leggja af krónuna. Raunveruleikinn er þó sá að krónan er fyrst og fremst ógnun við sjálfstæði einstaklinga og heimili þessa lands. Þetta er vegna þess að krónan er ekki brúkleg án verðtryggingarinnar. Hér eru í raun tvær myntir: óverðtryggð króna, sem við fáum greidd í laun, og verðtryggð króna, sem hvílir á fasteignum okkar og varðveitir að auki lífeyri og sparnað. Það er verðtryggða krónan sem hefur nú hneppt þjóðina í átthagafjötra og mun svipta þá einstaklinga fjárhagslegu sjálfstæði sínu sem horfa á fasteignir sínar gleyptar af verðbólgunni. Þetta er meðal þess helsta sem við þurfum að hafa í huga þegar áróðursstríð andstæðinga og stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar hefst fyrir alvöru. Við þurfum líka að hafa í huga að þótt hagsmunir sjávarútvegsins séu mikilvægir, þá skiptir sálarheill þjóðarinnar ekki minna máli. Það er sjálfsagt návígið sem orsakar það, en við virðumst ekki geta hagað samfélagi okkar öðruvísi en allt falli í far flokkadrátta, metings og klíkuskapar. Vissulega fengum við frið um stund frá þessu hugarfari; að sumir versluðu aðeins við Skeljung, Verslunarbankann og Eimskip en aðrir við Esso, Samvinnubankann og Samskip. En þetta er komið aftur: Baugur, Bjöggar, Bónus, Byko, marka nýju línurnar. Það þarf að þynna út þennan óholla þankagang. Við þurfum útibú frá Aldi, Tesco, Bauhaus og öðrum stórum evrópskum verslunarkeðjum og bönkum líka. Íslendingar verða fyrir alla muni að komast í stærra andlegt umhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
Víglínan í baráttunni um afstöðu þjóðarinnar liggur nú fyrir bein og öllum sýnileg. Öðrum megin er Evrópusambandið og evran. Hinum megin óbreytt ástand og króna. Hugmyndir um þriðja valkostinn: Einhliða upptaka evru, er örugglega ekki annað en millileikur á leiðinni inn í Evrópusambandið. Nokkurs konar neyðarleið út úr þeirri skelfilegu sjálfheldu sem við erum komin í vegna krónunnar, sem er ekki pappírsins virði þegar komið er út fyrir tvö hundruð mílurnar. Svartfellingar tóku evruna upp einhliða í kringum síðustu aldamót. Þeir hafa nú sótt um aðild að Evrópusambandinu við góðan hljómgrunn. Málsmetandi menn hafa með réttu bent á að leið Svartfjallalands geti verið fordæmi fyrir Ísland. Það er margt til í því. Hitt verður líka að hafa í huga að aðstæður Svartfellinga voru gjörólíkar okkar. Í fyrsta lagi er efnahagslíf Íslands mun þróaðra og umfangsmeira en Svartfellinga. Um síðustu áramót var til dæmis landsframleiðsla Svartfjallalands vel innan við fimmtungur af landsframleiðslu Íslands, og eru þó Svartfellingar tvöfalt fjölmennari en Íslendingar. Í öðru lagi áttu Svartfellingar aldrei sína eigin mynt. Svartfjallaland var hluti af gömlu Júgóslavíu og sambandsríki Serbíu undir það síðasta. Það var mikilvægur áfangi á leið Svartfellinga til sjálfstæðis að losna við serbneska dínarinn og komast í alþjóðlegt myntumhverfi. Hér á landi eru hins vegar til menn sem telja það ógnun við sjálfstæði Íslands að leggja af krónuna. Raunveruleikinn er þó sá að krónan er fyrst og fremst ógnun við sjálfstæði einstaklinga og heimili þessa lands. Þetta er vegna þess að krónan er ekki brúkleg án verðtryggingarinnar. Hér eru í raun tvær myntir: óverðtryggð króna, sem við fáum greidd í laun, og verðtryggð króna, sem hvílir á fasteignum okkar og varðveitir að auki lífeyri og sparnað. Það er verðtryggða krónan sem hefur nú hneppt þjóðina í átthagafjötra og mun svipta þá einstaklinga fjárhagslegu sjálfstæði sínu sem horfa á fasteignir sínar gleyptar af verðbólgunni. Þetta er meðal þess helsta sem við þurfum að hafa í huga þegar áróðursstríð andstæðinga og stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar hefst fyrir alvöru. Við þurfum líka að hafa í huga að þótt hagsmunir sjávarútvegsins séu mikilvægir, þá skiptir sálarheill þjóðarinnar ekki minna máli. Það er sjálfsagt návígið sem orsakar það, en við virðumst ekki geta hagað samfélagi okkar öðruvísi en allt falli í far flokkadrátta, metings og klíkuskapar. Vissulega fengum við frið um stund frá þessu hugarfari; að sumir versluðu aðeins við Skeljung, Verslunarbankann og Eimskip en aðrir við Esso, Samvinnubankann og Samskip. En þetta er komið aftur: Baugur, Bjöggar, Bónus, Byko, marka nýju línurnar. Það þarf að þynna út þennan óholla þankagang. Við þurfum útibú frá Aldi, Tesco, Bauhaus og öðrum stórum evrópskum verslunarkeðjum og bönkum líka. Íslendingar verða fyrir alla muni að komast í stærra andlegt umhverfi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun