Ég og ímynd Íslands Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. september 2008 04:00 Eitt helsta tískuorðið nú á dögum er orðið „ímynd". Fyrirtæki, sveitarfélög og þjóðir eyða geysilegum tíma og fjármunum í þetta fyrirbæri. Ég hef reyndar alltaf haft óbeit á þessu hugtaki þar til í gær þegar ég fékk mér kaffi í spænska þorpinu Guadix. Þar til í gær var ég nefnilega gamaldags og hugsaði frekar um orðstír sem lifir að eilífu með tilheyrandi vandræðum. Eins og til dæmis þeim að þurfa endalaust að vera dæmdur af verkum sínum. En eins og allir vita hefur fólk takmarkaðan tíma til þess að meta framgöngu heils fyrirtækis og hvað þá heillar þjóðar. Og til að auðvelda fólki þessa vinnu hafa markaðströllin tekið að sér að búa til ímynd þar sem flekkleysið, hamingjan, framtakssemi og traustið svífa yfir vötnum. Að sjálfsögðu höfum við Íslendingar verið afar uppteknir af „ímynd okkar út á við" eins og markaðströllin kalla þetta fyrirbæri. Við erum því afar varkárir til orðs og æðis frammi fyrir heimsbyggðinni. Rétt eins og gjaldkeri í banka verður að gæta að þokka sínum í hvívetna, svo allir bæklingarnir með brosandi viðskiptavinum innan um fallegt, áreiðanlegt og því sem næst fullkomið starfsfólk, missi ekki marks. Og það er heldur ekkert smá sem búið er að rífast um þessa ímynd því ekki erum við öll sammála um það hvernig við viljum vera á svipinn þegar heimurinn smellir af. Svo að ímyndin er dýr; hún hefur kostað pólitískt fárviðri og svo náttúrlega hellings tíma og peninga. Ég fann því til máttar míns þegar ég fór inn á barinn Los Arcos í Guadix og fólkið á þessum helsta samkundustað þorpsins vildi vita hvaðan karl væri kominn. En það var strax lýðnum ljóst að ég væri langt að heiman. Og viti menn, Andalúsarnir atarna vissu varla nokkurn skapaðan hlut um Ísland. Ég hafði því ímynd landsins í höndum mér og gat gert hvað sem er við hana. Ég verð að viðurkenna að það var freistandi að vinna smá hryðjuverk með því að segja frá verðlaginu, skandínavísku forræðishyggjunni og lágkúrulegu vínmenningunni. En mér rann blóðið til skyldunnar svo ég setti upp svipinn sem gjaldkerinn er með í bankabæklingnum og talaði um þorskinn og náttúrufegurðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Eitt helsta tískuorðið nú á dögum er orðið „ímynd". Fyrirtæki, sveitarfélög og þjóðir eyða geysilegum tíma og fjármunum í þetta fyrirbæri. Ég hef reyndar alltaf haft óbeit á þessu hugtaki þar til í gær þegar ég fékk mér kaffi í spænska þorpinu Guadix. Þar til í gær var ég nefnilega gamaldags og hugsaði frekar um orðstír sem lifir að eilífu með tilheyrandi vandræðum. Eins og til dæmis þeim að þurfa endalaust að vera dæmdur af verkum sínum. En eins og allir vita hefur fólk takmarkaðan tíma til þess að meta framgöngu heils fyrirtækis og hvað þá heillar þjóðar. Og til að auðvelda fólki þessa vinnu hafa markaðströllin tekið að sér að búa til ímynd þar sem flekkleysið, hamingjan, framtakssemi og traustið svífa yfir vötnum. Að sjálfsögðu höfum við Íslendingar verið afar uppteknir af „ímynd okkar út á við" eins og markaðströllin kalla þetta fyrirbæri. Við erum því afar varkárir til orðs og æðis frammi fyrir heimsbyggðinni. Rétt eins og gjaldkeri í banka verður að gæta að þokka sínum í hvívetna, svo allir bæklingarnir með brosandi viðskiptavinum innan um fallegt, áreiðanlegt og því sem næst fullkomið starfsfólk, missi ekki marks. Og það er heldur ekkert smá sem búið er að rífast um þessa ímynd því ekki erum við öll sammála um það hvernig við viljum vera á svipinn þegar heimurinn smellir af. Svo að ímyndin er dýr; hún hefur kostað pólitískt fárviðri og svo náttúrlega hellings tíma og peninga. Ég fann því til máttar míns þegar ég fór inn á barinn Los Arcos í Guadix og fólkið á þessum helsta samkundustað þorpsins vildi vita hvaðan karl væri kominn. En það var strax lýðnum ljóst að ég væri langt að heiman. Og viti menn, Andalúsarnir atarna vissu varla nokkurn skapaðan hlut um Ísland. Ég hafði því ímynd landsins í höndum mér og gat gert hvað sem er við hana. Ég verð að viðurkenna að það var freistandi að vinna smá hryðjuverk með því að segja frá verðlaginu, skandínavísku forræðishyggjunni og lágkúrulegu vínmenningunni. En mér rann blóðið til skyldunnar svo ég setti upp svipinn sem gjaldkerinn er með í bankabæklingnum og talaði um þorskinn og náttúrufegurðina.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun