Fjórar íslenskar myndir fyrir jól 24. júlí 2008 09:00 Hasssalinn Anna með gæs sem er mikill áhrifavaldur í sögunni Didda skreppur út og íbúðin hennar fyllist af hasshausum á meðan. Að minnsta kosti fjórar íslenskar myndir verða frumsýndar fyrir jól ef allt gengur samkvæmt áætlun. Fyrst á dagskrá er gamanmyndin Skrapp út eftir Sólveigu Anspach, sem endurtekur leikinn síðan í myndinni Stormy Weather og fær Diddu til að leika aðalhlutverkið í mynd sinni. Didda leikur skáldið og hasssalann Önnu sem ákveður að selja „reksturinn", farsíma með nöfnum og símanúmerum kúnnanna. Meðan á kostulegu söluferlinu stendur fyllist íbúðin hennar af kúnnum - fólki eins og Krumma, Óttarri Proppé og Frikka pönk sem bíða spenntir eftir næsta skammti. Sveitabrúðkaup, gamanmynd sem Valdís Óskarsdóttir leikstýrir, verður frumsýnd í lok sumars. Þetta er fyrsta myndin sem Valdís leikstýrir en hún hefur getið sér gott orð sem klippari síðustu árin. Par ákveður að giftast í kirkju úti á landi, en flest fer á annan veg en áætlað var. Gamanspennumyndin Reykjavík-Rotterdam verður frumsýnd 19. september. Þetta er fyrsta bíómynd Óskars Jónassonar síðan hann leikstýrði Perlum og svínum árið 1997, en hann hefur vitaskuld haldið sér við efnið í sjónvarpinu. Hann skrifaði handritið með Arnaldi Indriðasyni og Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson leika aðalhlutverkin. Fjórða íslenska myndin fyrir jól er svo Queen Raquela, mynd Ólafs Jóhannessonar um filippseyska kynskiptinginn Raquela. Myndinni hefur gengið vel á kvikmyndahátíðum erlendis og vakið umtal. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Að minnsta kosti fjórar íslenskar myndir verða frumsýndar fyrir jól ef allt gengur samkvæmt áætlun. Fyrst á dagskrá er gamanmyndin Skrapp út eftir Sólveigu Anspach, sem endurtekur leikinn síðan í myndinni Stormy Weather og fær Diddu til að leika aðalhlutverkið í mynd sinni. Didda leikur skáldið og hasssalann Önnu sem ákveður að selja „reksturinn", farsíma með nöfnum og símanúmerum kúnnanna. Meðan á kostulegu söluferlinu stendur fyllist íbúðin hennar af kúnnum - fólki eins og Krumma, Óttarri Proppé og Frikka pönk sem bíða spenntir eftir næsta skammti. Sveitabrúðkaup, gamanmynd sem Valdís Óskarsdóttir leikstýrir, verður frumsýnd í lok sumars. Þetta er fyrsta myndin sem Valdís leikstýrir en hún hefur getið sér gott orð sem klippari síðustu árin. Par ákveður að giftast í kirkju úti á landi, en flest fer á annan veg en áætlað var. Gamanspennumyndin Reykjavík-Rotterdam verður frumsýnd 19. september. Þetta er fyrsta bíómynd Óskars Jónassonar síðan hann leikstýrði Perlum og svínum árið 1997, en hann hefur vitaskuld haldið sér við efnið í sjónvarpinu. Hann skrifaði handritið með Arnaldi Indriðasyni og Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson leika aðalhlutverkin. Fjórða íslenska myndin fyrir jól er svo Queen Raquela, mynd Ólafs Jóhannessonar um filippseyska kynskiptinginn Raquela. Myndinni hefur gengið vel á kvikmyndahátíðum erlendis og vakið umtal.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein