Göng undir Sundin væru glapræði Auðunn arnórsson skrifar 9. maí 2008 05:00 Borgarstjórn Reykjavíkur hefur bitið það í sig að hún vilji leggja áformaða Sundabraut í göng undir Laugarnes og Sundin. Hvað sem það kostar. Fram hefur komið, meðal annars á fundi sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudagskvöld sem boðaður var með svo skömmum fyrirvara og auglýstur svo illa að hann fór framhjá anzi mörgum sem áhuga hefðu haft á að leggja þar orð í belg, að gangaleiðin yrði að minnsta kosti níu milljörðum króna dýrari kostur en hin svonefnda eyjaleið, sem Vegagerðin telur skynsamlegri. Þegar tillagan um gangaleiðina er skoðuð nánar sést að þessi áætlaði kostnaðarmunur er algert lágmark. Það eru svo miklir óvissuþættir við að leggja tvö tvíbreið gangarör undir hafsbotn á þessari leið, með tilheyrandi aðreinaslaufum, að viðbúið er að þegar upp verði staðið verði kostnaðurinn mun meiri en upprunalegar áætlanir gera ráð fyrir. Hins vegar fylgir áætlanagerð um smíði yfirborðsvegar um hefðbundnar brýr mjög lítil óvissa. En jafnvel þótt áætlanir stæðust, þá eru níu milljarðar svo há upphæð að hún krefst þess að dokað sé við. Hvað væri til dæmis hægt að gera fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu fyrir níu milljarða? Betrumbætur á Vesturlandsvegi í gegn um Mosfellsbæ hafa nú þegar minnkað þörfina á Sundabraut frá því fyrstu áform um byggingu hennar voru smíðuð. Engu að síður er það óumdeilt að talsverð samgöngubót yrði að henni. En það er eins og það gleymist oft að hafa í huga hvaðan þeir koma og hvert þeir ætla sem nota eiga Sundabraut. Það er vandséð, út frá því hvernig umferðarstraumar borgarinnar liggja, hvers vegna þeir sem nota vilja Sundabraut eigi að aka niður í sjó fyrir utan garð Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu. Það þarf ekki annað en að líta á kort til að sjá að eyjaleiðin (innri leið) liggur nær meginumferðarstraumunum. Við blasir að gangaleiðin myndi lítið nýtast Grafarvogsbúum, öðrum en þeim sem starfa í gamla miðbænum. Eins og skýrt kemur fram í spám um umferðarþunga sem Jónas Snæbjörnsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, kynnti í erindi á áðurnefndum fundi í Ráðhúsinu og finna má á vef Vegagerðarinnar, myndi innri leiðin nýtast íbúum á svæðinu mun betur. Svo lengi sem ekki er hafin uppbygging nýrra íbúðarhverfa í Geldinganesi og Álfsnesi kemur Sundabraut raunar að takmörkuðu gagni. Nema þá fyrir gegnumstreymisumferð, en hún kemst ekki á fyrr en búið er að leggja báða áfanga Sundabrautar, alla leið upp á Kjalarnes. Og það verður ekki fyrr en að svo mörgum árum liðnum að í millitíðinni verður sjálfsagt búið að byggja nýju hverfin. Mistökin sem gerð voru með því að hrinda í framkvæmd því skelfilega skipulagsslysi sem kallað er „nýja Hringbraut" ætti að vera víti til varnaðar. Varnarðarorð heyrðust ríkulega í þá tvo áratugi áður en hafizt var handa við þá framkvæmd, sem hefðu átt að geta vakið ábyrga stjórnendur til vitundar um það í hvers konar slys stefndi. Á því hvernig fór bera bæði Vegagerðin, samgönguyfirvöld ríkisins og borgaryfirvöld ábyrgð. Nú ríður á að skynsemin fái að ráða áður en tugmilljörðum króna af fé almennings er sökkt í göng undir Laugarnesbukt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur bitið það í sig að hún vilji leggja áformaða Sundabraut í göng undir Laugarnes og Sundin. Hvað sem það kostar. Fram hefur komið, meðal annars á fundi sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudagskvöld sem boðaður var með svo skömmum fyrirvara og auglýstur svo illa að hann fór framhjá anzi mörgum sem áhuga hefðu haft á að leggja þar orð í belg, að gangaleiðin yrði að minnsta kosti níu milljörðum króna dýrari kostur en hin svonefnda eyjaleið, sem Vegagerðin telur skynsamlegri. Þegar tillagan um gangaleiðina er skoðuð nánar sést að þessi áætlaði kostnaðarmunur er algert lágmark. Það eru svo miklir óvissuþættir við að leggja tvö tvíbreið gangarör undir hafsbotn á þessari leið, með tilheyrandi aðreinaslaufum, að viðbúið er að þegar upp verði staðið verði kostnaðurinn mun meiri en upprunalegar áætlanir gera ráð fyrir. Hins vegar fylgir áætlanagerð um smíði yfirborðsvegar um hefðbundnar brýr mjög lítil óvissa. En jafnvel þótt áætlanir stæðust, þá eru níu milljarðar svo há upphæð að hún krefst þess að dokað sé við. Hvað væri til dæmis hægt að gera fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu fyrir níu milljarða? Betrumbætur á Vesturlandsvegi í gegn um Mosfellsbæ hafa nú þegar minnkað þörfina á Sundabraut frá því fyrstu áform um byggingu hennar voru smíðuð. Engu að síður er það óumdeilt að talsverð samgöngubót yrði að henni. En það er eins og það gleymist oft að hafa í huga hvaðan þeir koma og hvert þeir ætla sem nota eiga Sundabraut. Það er vandséð, út frá því hvernig umferðarstraumar borgarinnar liggja, hvers vegna þeir sem nota vilja Sundabraut eigi að aka niður í sjó fyrir utan garð Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu. Það þarf ekki annað en að líta á kort til að sjá að eyjaleiðin (innri leið) liggur nær meginumferðarstraumunum. Við blasir að gangaleiðin myndi lítið nýtast Grafarvogsbúum, öðrum en þeim sem starfa í gamla miðbænum. Eins og skýrt kemur fram í spám um umferðarþunga sem Jónas Snæbjörnsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, kynnti í erindi á áðurnefndum fundi í Ráðhúsinu og finna má á vef Vegagerðarinnar, myndi innri leiðin nýtast íbúum á svæðinu mun betur. Svo lengi sem ekki er hafin uppbygging nýrra íbúðarhverfa í Geldinganesi og Álfsnesi kemur Sundabraut raunar að takmörkuðu gagni. Nema þá fyrir gegnumstreymisumferð, en hún kemst ekki á fyrr en búið er að leggja báða áfanga Sundabrautar, alla leið upp á Kjalarnes. Og það verður ekki fyrr en að svo mörgum árum liðnum að í millitíðinni verður sjálfsagt búið að byggja nýju hverfin. Mistökin sem gerð voru með því að hrinda í framkvæmd því skelfilega skipulagsslysi sem kallað er „nýja Hringbraut" ætti að vera víti til varnaðar. Varnarðarorð heyrðust ríkulega í þá tvo áratugi áður en hafizt var handa við þá framkvæmd, sem hefðu átt að geta vakið ábyrga stjórnendur til vitundar um það í hvers konar slys stefndi. Á því hvernig fór bera bæði Vegagerðin, samgönguyfirvöld ríkisins og borgaryfirvöld ábyrgð. Nú ríður á að skynsemin fái að ráða áður en tugmilljörðum króna af fé almennings er sökkt í göng undir Laugarnesbukt.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun