Sex marka sigur dugði ekki Elvar Geir Magnússon skrifar 15. júní 2008 17:01 Rúmenía vann sæti á HM á næsta ári. Íslenska landsliðið vann Makedóníu 30-24 í Laugardalshöll í dag. Þrátt fyrir sex marka sigur komst Ísland ekki á HM þar sem Makedónar unnu fyrri leikinn á heimavelli sínum með átta marka mun. Leikurinn í dag var ótrúlega spennandi og íslenska liðið fékk góð tækifæri til að tryggja sér sigur í einvíginu. Ísland átti frábæran seinni hálfleik en staðan í leikhléi var jöfn 13-13. Hinsvegar tapaðist einvígið í Makedóníu Markaskorarar Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Snorri Steinn Guðjónsson 8, Ólafur Stefánsson 7, Arnór Atlason 2, Vignir Svavarsson 2, Alexander Peterson 2. Leikurinn var í beinni textalýsingu og má lesa hana hér að neðan. 17:33 Síðasta mark leiksins kemur frá Makedóníu. Úrslit leiksins 30-24. 17:31 Spennan er ótrúleg hér í Laugardalshöll. Ólafur Stefánsson skorar úr víti. 30-23. Hálf mínúta eftir. 17:29 Makedónar skoruðu en Snorri Steinn svaraði. Tvær mínútur eftir. 29-23. 17:27 Það er leikhlé. Átta marka sigur dugar Íslandi til að komast á HM. Spennan er mikil. 17:26 Nú er stemning í Laugardalshöllinni heldur betur! Sex marka forysta Íslands 28-22. Þrjár mínútur eftir. 17:24 Rúmar 5 mínútur eftir. Staðan 25-22. Guðjón Valur er kominn með átta mörk og er markahæstur í íslenska liðinu. 17:22 Guðjón Valur skoraði tvö mörk í röð og kom Íslandi í 24-20. 17:18 Vonin veika er að hverfa, staðan 22-20 þegar tíu mínútur eru eftir. Pólsku dómararnir hafa átt marga furðulega dóma í þessum leik. 17:14 Íslenska liðið hefur átt tvö stangarskot í röð. Færi sem nauðsynlega þurfti að nýta. Makedónar refsa fyrir það og minnka muninn í þrjú mörk. 22-19. 17:12 Aukin spenna er hlaupin í þennan leik. Íslenska liðið náði góðum mörkum úr hraðaupphlaupum. Það er smá von! Fjórtán mínútur eftir. 17:09 Íslenska liðið er komið á skrið. 22-18 er staðan. Snorri Steinn orðinn markahæstur í íslenska liðinu, kominn með sex mörk. 17:05 Þegar Ísland kemst í vænlega stöðu svara Makedónarnir alltaf með því að skora tvö mörk í röð. Staðan er 19-17. 17:00 Staðan er orðin 18-15. Guðjón Valur var að skora sitt fjórða mark. Nú þarf allt að ganga upp. 16:56 Snorri skoraði með hörkuskoti í samskeytin og munurinn var orðinn tvö mörk. Makedónar minnkuðu muninn í 16-15 úr víti. Fjórar mínútur liðnar af seinni hálfleik. 16:54 Snorri Steinn Guðjónsson kemur Íslandi í 15-14. Birkir Ívar er kominn í markið í staðinn fyrir Hreiðar. Hreiðar byrjaði fyrri hálfleikinn frábærlega en missti síðan taktinn. 16:52 Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson byrjaði seinni hálfleikinn vel og kom Íslandi yfir en gestirnir svöruðu 14-14. 16:39 Það er kominn hálfleikur í Laugardalshöllinni. Staðan jöfn 13-13. Ísland komst mest í fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik, 10-6, og þessi hálfleiksstaða því viss vonbrigði. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Ólafur Stefánsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3 (1 víti), Guðjón Valur Sigurðsson 3, Arnór Atlason 1, Alexander Peterson 1, Vignir Svavarsson 1. Varin skot í fyrri hálfleik: Hreiðar Guðmundsson 10. 16:36 Makedónar ná að jafna metin í 12-12, skora tvö mörk í röð. 16:34 Þrjár mínútur eftir af hálfleiknum. Ólafur Stefánsson skoraði sitt þriðja mark. 12-10. 16:30 Þrjú mörk í röð frá Makedóníu áður en Guðjón Valur náði að skora sitt þriðja mark í leiknum, 11-9. 16:29 Makedónar ná að minnka muninn í tvö mörk, 10-8. Við bendum á að haldið er utan um markaskorara íslenska liðsins hér neðst á síðunni. 16:25 Þrjú íslensk mörk í röð og fjögurra marka forysta 10-6. Þetta er allt á réttri leið. 16:21 Snorri Steinn kominn með tvö. Staðan orðin 7-6. 16:19 Ísland stendur vörnina vel og Hreiðar í miklum ham þar fyrir aftan. Markvörður Makedóníu hefur einnig átt mjög góðan leik en kom engum vörnum við þegar Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6-4. 16:15 Ólafur Stefánsson opnar sinn markareikning með föstu skoti. 5-4. 16:13 Hreiðar Guðmundsson heldur uppteknum hætti og er kominn með sjö skot varin hér á fyrstu tólf mínútum leiksins. Staðan 4-4, Guðjón Valur komin með tvö mörk. 16:10 Íslendingar hafa náð 3-2 forystu. Alexander Peterson og Guðjón Valur Sigurðsson komnir á blað. 16:07 Hreiðar byrjar leikinn vel í markinu og er kominn með fjögur skot varin hér í byrjun leiks. 16:05 Arnór Atlason jafnaði fyrir Ísland 1-1. Arnór meiddist á æfingu í gær en komst í gegnum upphitun fyrir þennan leik og er því með. 16:03 Hreiðar Guðmundsson varði fyrsta skot leiksins frá Makedóníu. Makedónar skora hinsvegar fyrsta mark leiksins. 0-1. 16:00 Ekki er hægt að kvarta undan stemningunni í stúkunni. Leikurinn er að hefjast. 15:57 Búið er að kynna liðin til leiks og verið að leika þjóðsöngva. Fólk hópast inn í Höllina sem senn fyllist. 15:50 Dómararnir í dag eru frá Póllandi. 15:31 Það er ljóst að það er virkilega erfitt verkefni framundan hjá íslenska liðinu og nánast allt verður að ganga upp í þessum leik ef það á að komast í lokakeppni HM. _____________________________ Markaskorarar Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Snorri Steinn Guðjónsson 7, Ólafur Stefánsson 6, Arnór Atlason 2, Vignir Svavarsson 2, Alexander Peterson 2. Íslenski handboltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Íslenska landsliðið vann Makedóníu 30-24 í Laugardalshöll í dag. Þrátt fyrir sex marka sigur komst Ísland ekki á HM þar sem Makedónar unnu fyrri leikinn á heimavelli sínum með átta marka mun. Leikurinn í dag var ótrúlega spennandi og íslenska liðið fékk góð tækifæri til að tryggja sér sigur í einvíginu. Ísland átti frábæran seinni hálfleik en staðan í leikhléi var jöfn 13-13. Hinsvegar tapaðist einvígið í Makedóníu Markaskorarar Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Snorri Steinn Guðjónsson 8, Ólafur Stefánsson 7, Arnór Atlason 2, Vignir Svavarsson 2, Alexander Peterson 2. Leikurinn var í beinni textalýsingu og má lesa hana hér að neðan. 17:33 Síðasta mark leiksins kemur frá Makedóníu. Úrslit leiksins 30-24. 17:31 Spennan er ótrúleg hér í Laugardalshöll. Ólafur Stefánsson skorar úr víti. 30-23. Hálf mínúta eftir. 17:29 Makedónar skoruðu en Snorri Steinn svaraði. Tvær mínútur eftir. 29-23. 17:27 Það er leikhlé. Átta marka sigur dugar Íslandi til að komast á HM. Spennan er mikil. 17:26 Nú er stemning í Laugardalshöllinni heldur betur! Sex marka forysta Íslands 28-22. Þrjár mínútur eftir. 17:24 Rúmar 5 mínútur eftir. Staðan 25-22. Guðjón Valur er kominn með átta mörk og er markahæstur í íslenska liðinu. 17:22 Guðjón Valur skoraði tvö mörk í röð og kom Íslandi í 24-20. 17:18 Vonin veika er að hverfa, staðan 22-20 þegar tíu mínútur eru eftir. Pólsku dómararnir hafa átt marga furðulega dóma í þessum leik. 17:14 Íslenska liðið hefur átt tvö stangarskot í röð. Færi sem nauðsynlega þurfti að nýta. Makedónar refsa fyrir það og minnka muninn í þrjú mörk. 22-19. 17:12 Aukin spenna er hlaupin í þennan leik. Íslenska liðið náði góðum mörkum úr hraðaupphlaupum. Það er smá von! Fjórtán mínútur eftir. 17:09 Íslenska liðið er komið á skrið. 22-18 er staðan. Snorri Steinn orðinn markahæstur í íslenska liðinu, kominn með sex mörk. 17:05 Þegar Ísland kemst í vænlega stöðu svara Makedónarnir alltaf með því að skora tvö mörk í röð. Staðan er 19-17. 17:00 Staðan er orðin 18-15. Guðjón Valur var að skora sitt fjórða mark. Nú þarf allt að ganga upp. 16:56 Snorri skoraði með hörkuskoti í samskeytin og munurinn var orðinn tvö mörk. Makedónar minnkuðu muninn í 16-15 úr víti. Fjórar mínútur liðnar af seinni hálfleik. 16:54 Snorri Steinn Guðjónsson kemur Íslandi í 15-14. Birkir Ívar er kominn í markið í staðinn fyrir Hreiðar. Hreiðar byrjaði fyrri hálfleikinn frábærlega en missti síðan taktinn. 16:52 Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson byrjaði seinni hálfleikinn vel og kom Íslandi yfir en gestirnir svöruðu 14-14. 16:39 Það er kominn hálfleikur í Laugardalshöllinni. Staðan jöfn 13-13. Ísland komst mest í fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik, 10-6, og þessi hálfleiksstaða því viss vonbrigði. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Ólafur Stefánsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3 (1 víti), Guðjón Valur Sigurðsson 3, Arnór Atlason 1, Alexander Peterson 1, Vignir Svavarsson 1. Varin skot í fyrri hálfleik: Hreiðar Guðmundsson 10. 16:36 Makedónar ná að jafna metin í 12-12, skora tvö mörk í röð. 16:34 Þrjár mínútur eftir af hálfleiknum. Ólafur Stefánsson skoraði sitt þriðja mark. 12-10. 16:30 Þrjú mörk í röð frá Makedóníu áður en Guðjón Valur náði að skora sitt þriðja mark í leiknum, 11-9. 16:29 Makedónar ná að minnka muninn í tvö mörk, 10-8. Við bendum á að haldið er utan um markaskorara íslenska liðsins hér neðst á síðunni. 16:25 Þrjú íslensk mörk í röð og fjögurra marka forysta 10-6. Þetta er allt á réttri leið. 16:21 Snorri Steinn kominn með tvö. Staðan orðin 7-6. 16:19 Ísland stendur vörnina vel og Hreiðar í miklum ham þar fyrir aftan. Markvörður Makedóníu hefur einnig átt mjög góðan leik en kom engum vörnum við þegar Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6-4. 16:15 Ólafur Stefánsson opnar sinn markareikning með föstu skoti. 5-4. 16:13 Hreiðar Guðmundsson heldur uppteknum hætti og er kominn með sjö skot varin hér á fyrstu tólf mínútum leiksins. Staðan 4-4, Guðjón Valur komin með tvö mörk. 16:10 Íslendingar hafa náð 3-2 forystu. Alexander Peterson og Guðjón Valur Sigurðsson komnir á blað. 16:07 Hreiðar byrjar leikinn vel í markinu og er kominn með fjögur skot varin hér í byrjun leiks. 16:05 Arnór Atlason jafnaði fyrir Ísland 1-1. Arnór meiddist á æfingu í gær en komst í gegnum upphitun fyrir þennan leik og er því með. 16:03 Hreiðar Guðmundsson varði fyrsta skot leiksins frá Makedóníu. Makedónar skora hinsvegar fyrsta mark leiksins. 0-1. 16:00 Ekki er hægt að kvarta undan stemningunni í stúkunni. Leikurinn er að hefjast. 15:57 Búið er að kynna liðin til leiks og verið að leika þjóðsöngva. Fólk hópast inn í Höllina sem senn fyllist. 15:50 Dómararnir í dag eru frá Póllandi. 15:31 Það er ljóst að það er virkilega erfitt verkefni framundan hjá íslenska liðinu og nánast allt verður að ganga upp í þessum leik ef það á að komast í lokakeppni HM. _____________________________ Markaskorarar Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Snorri Steinn Guðjónsson 7, Ólafur Stefánsson 6, Arnór Atlason 2, Vignir Svavarsson 2, Alexander Peterson 2.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira