Traust Dr. Gunni skrifar 16. október 2008 06:00 Við skulum ekki leita að sökudólgum, sögðu sökudólgarnir. Næst sögðu þeir: Nú verða allir að standa saman og þið verðið að treysta okkur. Við reddum þessu. Ég og Lufsan höfum ólíkar skoðanir á þessu. Henni finnst eðlilegast að þeir sem rústuðu herbergið taki til eftir sig. Mér finnst eðlilegast að einhver annar en sá sem keyrði bílinn fullur út í skurð bakki honum upp. En ég veit svo sem ekki hver það ætti að vera. Við búum við fámenni og kannski er skásta fólkið í djobbinu. Það verður að minnsta kosti ekki hægt að skipta um fyrr en í næstu kosningum. Þeir fara fram á traust. Gott og vel. Við getum treyst ykkur, en ekki skilyrðislaust. Mér detta í fljótu bragði í hug fimm skilyrði sem ég bendi á til þess að ykkur sé betur treystandi. 1. Burt með þá allra vanhæfustu. Strax. Ég nefni engin nöfn enda þarf þess ekki. Nöfnin blasa við öllum. 2. Burt með svínslega óréttlát lífeyrisréttindi ykkar. Þið tókuð allir þátt í að veiða þá hörmung upp úr kjötkötlunum. Burt með þau strax. 3. Gerið fjármál stjórnmálaflokkanna gegnsæ. Hver hefur dælt peningum í ykkur síðastliðin tíu ár? Svarið því strax. 4. Burt með tilgangslausu og rándýru aðstoðarmennina sem þið komuð ykkur upp. 5. Lækkið kaupið ykkar um 30-40 prósent. Takið á ykkur skerðingu eins og við hin. Við bíðum eftir viðbrögðum ykkar. Og þótt við höfum nægan tíma þá nennum við ekki að bíða endalaust. Atvinnulaus, blönk, sorgmædd og hrædd þætti okkur vænt um að þið bæruð nú einu sinni ábyrgð á gjörðum ykkar í staðinn fyrir að byrja enn og aftur á gamla þrasinu. Innantómt málskrúð og lygar koma ykkur ekki út úr þessari klípu. Ekki halda að við höfum gleymt þessu næst þegar þið þurfið á atkvæðum okkar að halda. Á meðan þið takið ykkur saman í andlitinu og gerið það rétta í stöðunni skal ég segja ykkur hvaða fólki ég treysti best. Það er fólkið sem tekur á móti börnunum mínum á morgnana, leikskólakennurunum. Eru þeir með aðstoðarmenn og á sérlífeyrisdíl? Nei! Þetta fólk, og aðrir í ummönunargeiranum, er hins vegar það fólk sem ætti með réttu að njóta þessara sérkjara. Ekki þið. Í lokin bæti ég við einu skilyrði enn, kannski því mikilvægasta: 6. Þið ættuð að skammast ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Við skulum ekki leita að sökudólgum, sögðu sökudólgarnir. Næst sögðu þeir: Nú verða allir að standa saman og þið verðið að treysta okkur. Við reddum þessu. Ég og Lufsan höfum ólíkar skoðanir á þessu. Henni finnst eðlilegast að þeir sem rústuðu herbergið taki til eftir sig. Mér finnst eðlilegast að einhver annar en sá sem keyrði bílinn fullur út í skurð bakki honum upp. En ég veit svo sem ekki hver það ætti að vera. Við búum við fámenni og kannski er skásta fólkið í djobbinu. Það verður að minnsta kosti ekki hægt að skipta um fyrr en í næstu kosningum. Þeir fara fram á traust. Gott og vel. Við getum treyst ykkur, en ekki skilyrðislaust. Mér detta í fljótu bragði í hug fimm skilyrði sem ég bendi á til þess að ykkur sé betur treystandi. 1. Burt með þá allra vanhæfustu. Strax. Ég nefni engin nöfn enda þarf þess ekki. Nöfnin blasa við öllum. 2. Burt með svínslega óréttlát lífeyrisréttindi ykkar. Þið tókuð allir þátt í að veiða þá hörmung upp úr kjötkötlunum. Burt með þau strax. 3. Gerið fjármál stjórnmálaflokkanna gegnsæ. Hver hefur dælt peningum í ykkur síðastliðin tíu ár? Svarið því strax. 4. Burt með tilgangslausu og rándýru aðstoðarmennina sem þið komuð ykkur upp. 5. Lækkið kaupið ykkar um 30-40 prósent. Takið á ykkur skerðingu eins og við hin. Við bíðum eftir viðbrögðum ykkar. Og þótt við höfum nægan tíma þá nennum við ekki að bíða endalaust. Atvinnulaus, blönk, sorgmædd og hrædd þætti okkur vænt um að þið bæruð nú einu sinni ábyrgð á gjörðum ykkar í staðinn fyrir að byrja enn og aftur á gamla þrasinu. Innantómt málskrúð og lygar koma ykkur ekki út úr þessari klípu. Ekki halda að við höfum gleymt þessu næst þegar þið þurfið á atkvæðum okkar að halda. Á meðan þið takið ykkur saman í andlitinu og gerið það rétta í stöðunni skal ég segja ykkur hvaða fólki ég treysti best. Það er fólkið sem tekur á móti börnunum mínum á morgnana, leikskólakennurunum. Eru þeir með aðstoðarmenn og á sérlífeyrisdíl? Nei! Þetta fólk, og aðrir í ummönunargeiranum, er hins vegar það fólk sem ætti með réttu að njóta þessara sérkjara. Ekki þið. Í lokin bæti ég við einu skilyrði enn, kannski því mikilvægasta: 6. Þið ættuð að skammast ykkar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun