Alltaf til efni í naglasúpu 12. desember 2008 06:00 „Ég tek eigið krydd og myl það út í súpuna,“ segir Áslaug en í nýrri bók hennar, Skrímslapest, færir litla skrímslið stóra skrímslinu heita súpu. „Ég reyni að kaupa lífrænt ræktað grænmeti og ávexti og núna í kreppunni hugsa ég: Ég hlýt að geta sparað eitthvað annað. Maturinn verður að ganga fyrir og ódýrasta ánægjan er að borða hollt á hverjum degi," segir Áslaug sem er í vikulegri áskrift hjá Græna hlekknum og fær þaðan lífræna ávexti og ferskt, íslenskt grænmeti. „Ávextirnir koma vissulega frá útlöndum en ég fæ mér oft þeyting og er háð þeim," segir hún. „Svo er ég með pínulítið gróðurhús í sveitinni og rækta þar krydd sem ég þurrka og frysti til vetrarins." Áslaug skrifar og myndskreytir barnabækur. Í nýju bókinni hennar, sem heitir Skrímslapest, færir litla skrímslið stóra skrímslinu heita súpu því til heilsubótar. Því liggur beint við að spyrja Áslaugu hvort hún lumi ekki á góðri súpuuppskrift. Þá hlær hún. „Ég geri aldrei súpu eftir uppskrift. Hins vegar geri ég oft naglasúpur því alltaf er eitthvað til í þær, laukur, gulrætur, sellerí og kartöflur. Ég nota líka chili og hvítlauk frá honum Þórði á Akri í súpur, hvort tveggja styrkir og hressir. Svo er fínt að setja smá af linsubaunum og mér finnst kóríander og engifer líka gott í allt. Auk þess að bragðbæta súpur með teningi tek ég kryddið mitt úr krukku eða frystinum og myl það út í súpuna," segir Áslaug og kemur með hollráð í lokin. „Ég frysti kórianderinn ferskan og það ráðlegg ég fólki að gera ef það kaupir ferskt krydd og notar það ekki samstundis. Hver kannast ekki við að finna eitthvað dáið í ísskápnum af því það var ekki notað strax? Betra er að frysta kryddafganginn og brjóta hann frosinn út í súpuna eða réttinn. Það er sparnaður." [email protected] Matur Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
„Ég reyni að kaupa lífrænt ræktað grænmeti og ávexti og núna í kreppunni hugsa ég: Ég hlýt að geta sparað eitthvað annað. Maturinn verður að ganga fyrir og ódýrasta ánægjan er að borða hollt á hverjum degi," segir Áslaug sem er í vikulegri áskrift hjá Græna hlekknum og fær þaðan lífræna ávexti og ferskt, íslenskt grænmeti. „Ávextirnir koma vissulega frá útlöndum en ég fæ mér oft þeyting og er háð þeim," segir hún. „Svo er ég með pínulítið gróðurhús í sveitinni og rækta þar krydd sem ég þurrka og frysti til vetrarins." Áslaug skrifar og myndskreytir barnabækur. Í nýju bókinni hennar, sem heitir Skrímslapest, færir litla skrímslið stóra skrímslinu heita súpu því til heilsubótar. Því liggur beint við að spyrja Áslaugu hvort hún lumi ekki á góðri súpuuppskrift. Þá hlær hún. „Ég geri aldrei súpu eftir uppskrift. Hins vegar geri ég oft naglasúpur því alltaf er eitthvað til í þær, laukur, gulrætur, sellerí og kartöflur. Ég nota líka chili og hvítlauk frá honum Þórði á Akri í súpur, hvort tveggja styrkir og hressir. Svo er fínt að setja smá af linsubaunum og mér finnst kóríander og engifer líka gott í allt. Auk þess að bragðbæta súpur með teningi tek ég kryddið mitt úr krukku eða frystinum og myl það út í súpuna," segir Áslaug og kemur með hollráð í lokin. „Ég frysti kórianderinn ferskan og það ráðlegg ég fólki að gera ef það kaupir ferskt krydd og notar það ekki samstundis. Hver kannast ekki við að finna eitthvað dáið í ísskápnum af því það var ekki notað strax? Betra er að frysta kryddafganginn og brjóta hann frosinn út í súpuna eða réttinn. Það er sparnaður." [email protected]
Matur Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið