Bandaríkin gera því skóna að þau muni hjálpa Georgíu að endurskipuleggja og endurreisa her sinn eftir bardagana við Rússa í síðustu viku.
Bandaríski hershöfðinginn John Craddock er nú í heimsókn í Georgíu. Til þess að meta ástandið.
Craddock er jafnframt æðsti yfirmaður herja NATO í Evrópu. Hann sagði við fréttamenn að hann byggist við að Bandaríkin muni hjálpa georgíska hernum þar sem Georgíumenn væru bandamenn þeirra í stríðiinu gegn hryðjuverkum.
Um tvöþúsund georgískir hermenn voru til skamms tíma í Írak. Georgía hefur sótt um aðild bæði að NATO og Evrópusambandinu.