Gott að muna í kreppu Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 1. desember 2008 06:15 Rétt fyrir og eftir jól bregst ekki að á hverju ári eiga börnin mín afmæli. Án þess að hafa fræðilega rannsókn til stuðnings tel ég einsýnt að margt fólk eigi sinn persónulega fengitíma eins og hver annar búfénaður og hafi þannig sterka tilhneigingu til að eignast börnin sín á einni og sömu árstíðinni. Vegna þess að mér er ýmislegt betur gefið en hagsýni eiga allar dæturnar afmæli um þessar mundir. Einmitt á mesta útgjaldatíma ársins. Kreppa eða ekki kreppa. Á háskólaárunum var þessi staðreynd frekar óheppileg vegna þess hversu naumlega námslánin eru reiknuð. Á þeim tíma var raunar aðeins stakur lítill grís í kotinu svo hjá skynsömu fólki hefði eitt barnaafmæli ekki sett strik í reikninginn. En vegna frammistöðukvíða kornungrar móður var íburðurinn slíkur að gestirnir fengu ofbirtu í augun. Hverjum og einum var ætlað að innbyrða svona þyngd sína af brauðtertum og súkkulaðikökum því enginn skyldi hanka mömmuna á að standa ekki sína plikt. Barnunginn var hlaðinn fíneríis gjöfum, nostursamlega pökkuðum inn í sérvalinn úrvalspappír og merktum með handgerðum, syngjandi afmæliskortum. Miðað við flottheitin á þessu stöðuprófi hefði mátt ætla að foreldrarnir væru verðbréfasalar og árið væri 2007. Með hverju barni hefur kæruleysið vaxið með lógaritmískum hraða svo núorðið er markmiðið einna helst að lágmarka fyrirhöfnina. Blessað örverpið er enn of ungt til að gera sér ljóst að hún er fórnarlambið í systraröðinni, því þegar loks kom að henni var nostrið uppurið. Afmælisgjöfin er ekki lengur ákveðin með löngum fyrirvara í yfirveguðu ljósi sálfræðikenninga um mikilvæga þroskaþjálfun, heldur keypt í snarheitum korter í afmæli. Reyndar hafði hún nefnt að hana langaði helst af öllu í flugvél. Með stóru gjöfinni - sem þrátt fyrir allt er ennþá keypt - flaut því aggalítil leikfangaflugvél. Lærdómurinn sem hægt er að draga af viðtökunum sannar hið fornkveðna: Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem skipta máli. Telpukornið leit ekki við flottasta hlaupahjólinu í bænum en var alsæl með flugvélina. Það er nefnilega bæði hægt að láta hana fljúga í þykjustunni og stinga í vasann. Þetta er gott að muna í kreppu. Kannski splæsi ég á hana sportbíl í jólagjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Rétt fyrir og eftir jól bregst ekki að á hverju ári eiga börnin mín afmæli. Án þess að hafa fræðilega rannsókn til stuðnings tel ég einsýnt að margt fólk eigi sinn persónulega fengitíma eins og hver annar búfénaður og hafi þannig sterka tilhneigingu til að eignast börnin sín á einni og sömu árstíðinni. Vegna þess að mér er ýmislegt betur gefið en hagsýni eiga allar dæturnar afmæli um þessar mundir. Einmitt á mesta útgjaldatíma ársins. Kreppa eða ekki kreppa. Á háskólaárunum var þessi staðreynd frekar óheppileg vegna þess hversu naumlega námslánin eru reiknuð. Á þeim tíma var raunar aðeins stakur lítill grís í kotinu svo hjá skynsömu fólki hefði eitt barnaafmæli ekki sett strik í reikninginn. En vegna frammistöðukvíða kornungrar móður var íburðurinn slíkur að gestirnir fengu ofbirtu í augun. Hverjum og einum var ætlað að innbyrða svona þyngd sína af brauðtertum og súkkulaðikökum því enginn skyldi hanka mömmuna á að standa ekki sína plikt. Barnunginn var hlaðinn fíneríis gjöfum, nostursamlega pökkuðum inn í sérvalinn úrvalspappír og merktum með handgerðum, syngjandi afmæliskortum. Miðað við flottheitin á þessu stöðuprófi hefði mátt ætla að foreldrarnir væru verðbréfasalar og árið væri 2007. Með hverju barni hefur kæruleysið vaxið með lógaritmískum hraða svo núorðið er markmiðið einna helst að lágmarka fyrirhöfnina. Blessað örverpið er enn of ungt til að gera sér ljóst að hún er fórnarlambið í systraröðinni, því þegar loks kom að henni var nostrið uppurið. Afmælisgjöfin er ekki lengur ákveðin með löngum fyrirvara í yfirveguðu ljósi sálfræðikenninga um mikilvæga þroskaþjálfun, heldur keypt í snarheitum korter í afmæli. Reyndar hafði hún nefnt að hana langaði helst af öllu í flugvél. Með stóru gjöfinni - sem þrátt fyrir allt er ennþá keypt - flaut því aggalítil leikfangaflugvél. Lærdómurinn sem hægt er að draga af viðtökunum sannar hið fornkveðna: Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem skipta máli. Telpukornið leit ekki við flottasta hlaupahjólinu í bænum en var alsæl með flugvélina. Það er nefnilega bæði hægt að láta hana fljúga í þykjustunni og stinga í vasann. Þetta er gott að muna í kreppu. Kannski splæsi ég á hana sportbíl í jólagjöf.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun