Matur

Hörpuskelstartar með kiwano og ostrusósu

Forréttur fyrir 4

12 stk risahörpudiskur

1 stk kiwano ávöxtur

1 stk rautt chilli

1 rif hvítlaukur

2 msk hvít sesamfræ ristuð

4 msk ostrusósa

4 msk sesam olía

Salt og pipar

 

Aðferð

Þerrið hörpuskelina vel. Kreystið kiwano ávöxtinn í skál. Saxið chilli piparinn fínt og bætið út í. Bætið einnig sesamfræjunum út í ásamt rifnum hvítlauknum.

Skerið hörpuskelina í bita og blandið við. Bætið ostrusósunni út í ásamt sesamolíunni og kryddið með salti og pipar.

Setjið í viðeigandi skálar og brennið toppinn með brennara. Skreytið með graslauk.

Einnig er gaman að setja herlegheitin á klaka og bera fram þannig.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.